Prentarinn - 01.03.1985, Side 3

Prentarinn - 01.03.1985, Side 3
Einkaréttur til útvarpsrekstrar hefur verið af- numinn. Framundan er ugglaust hörð sam- keppni um eyru og augu íslendinga. Spurningin stendur hins vegar um það hverjir taki þátt í þessari samkeppni. Munu þeir einir sem eru fulltrúar auðvaldsins og „frumskógarlögmáls- ins“ taka þátt í henni eða mun verkafólk í sam- einingu blanda sér í leikinn? Fulltrúar verkafólks hafa setið á rökstólum að undanförnu um þetta mál og eru menn sam- mála um nauðsyn þess að verkafólk hafi þarna aðgang. Umræðan hefur snúist um að reka fullkomna hljóðvarpsstöð allan daginn á þeim grundvelli að hún stæði vörð um hlutleysi í fréttaflutningi og tryggði skoðanafrelsi. Flér er á ferðinni fjárfrekt fyrirtæki og því miklvægt að félagshyggjufólk takist sameigin- lega á við þetta verkefni og hefur verkalýðs- hreyfingin þar af leiðandi snúið sér til Samvinnu- hreyfingarinnar, en félagsfólk hennar hefur sýnt skilning á nauðsyn þessa máls sbr. ályktun síðasta aðalfundar Sambandsins. Verkafólk hefur átt undir högg að sækja á fjölmiðlavettvangnum. Fannig hafa flest blöðin lagst gegn hagsmunum verkafólks þegar á hef- ur reynt, enda í eigu fjármagnsaðila sem arð- ræna verkafólk. Ríkisútvarpið er ekki undir sömu sök selt, en átakanlega er þó hlutleysis- reglan þar oft í lausu lofti gegn hagsmunum verkafólks. Auðvitað eru nýju útvarpslögin meingölluð og þjóna fyrst og fremst lögmálum gróðaaflanna, enda í anda þess fólks sem myndar meirihluta, svo óréttlátan sem raun ber vitni, á Alþingi um þessar mundir. í Ijósi þessara staðreynda er mikilvægt að verkafólk vígbúist á þessum vettvangi. Megi það takast. - mes prentnrínn ■ MÁLGAGN félags bókagerðarmanna PRENTARINN - málgagn Félags bókagerðarmanna • Útgefandi FBM, Hverfisgötu 21 • Ritstjóri: Magnús Einar Sigurðsson • Setning, filmu- vinnsla, prentun og bókband: Prentsmiðjan ODDI hf. • Letur: Times og Helvetica • Hönnuður blaðhauss: Þórleifur Valgarður Friðriksson. PRENTARimm 3.5.'85 3

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.