Prentarinn - 01.03.1985, Síða 7
Grein sú sem hér birtist er úrdráttur úr erindi sem Ole
Brinch flutti á vegum Félags bókagerðarmanna og
Félags íslenska prentiðnaðarins 11. júní s. I. Greinin
er í þýðingu Jóns Snorra Ásgeirssonar.
flestum póst- og símstöðvum og útgefend-
ur bóka og blaða verða sér úti um þau því
að þeir hafa þörf á að ná með þessum hætti
til viðskiptavinanna.
Hagnýting boðveitna er enn á tilrauna-
stigi í Danmörku, en það þýðir að almenn-
ingur hefur ekki enn átt þess kost að nota
sér þær svo að nokkru nemi. Ennþá eru
ekki nema um 400 notendur boðveitna í
Danmörku. En ekki færri en 140 fyrirtæki
selja upplýsingar til þeirra, þar á meðal
ýmsir útgefendur, en ekkert fyrirtæki sem
starfar í hefðbundnum grafískum iðnaði.
Hvaða þjónustu buðu svo póstur og sími
Dönum á árinu 1983? Bráðum verður lok-
ið við að leggja nýtt dreifingakerfi, þannig
að flestir kaupstaðir í Danmörku eru nú
tengdir með stafrænu (digital) kerfi. Farið
er að nota ljósþræði (optical fibres) á Sjá-
landi og á einstaka stöðum á Jótlandi.
Þannig má segja að Danir séu í öðaönn að
búa sig undir að hagnýta hina fjölbreyttu
möguleika sem bjóðast á sviði rafeinda-
tækninnar.
Telex-kerfið var endurbætt á árinu 1983.
Nú fást fjarritarar með skjá og öllum bún-
aði fyrir 80.000 d. kr. (rúml. 300.000 ísl.
kr. nú, júnílok ’85) sem hægt er að tengja
við tölvur sem meðal annars má nota við
ritvinnslu. Þarna er með öðrum orðum um
háþróaða rafeinda-póstþjónustu að ræða.
Þeir sem vinna í grafísku greinunum ræða
nú mikið um textaflutning frá skrifstofu-
vélum beint í gegnum ljóssetjara. Enn-
fremur um það hvort við höfum efni á því
o. s. frv. Því miður hafa menn ekki getað
komið sér saman um stefnuna í þessum
málum.
Rafeinda-upplýsingabyltingin æðir yfir
löndin og þótt tækniframfarir séu allveru-
legar í grafísku greinunum öllum veitist
okkur erfitt að fylgjast með. Skoðið eftir-
farandi yfirlit og reynið að sjá hvar rúm er
fyrir prentað efni í því.
Hvernig stöndum við að vígi í
tæknilegum efnum?
Tækniþróun áttunda áratugarins hefur að
miklu leyti verið fólgin í því að tölvur hafa
verið notaðar til að auka sjálfvirkni í ein-
stökum þáttum framleiðsluferlisins. En
tölvutæknin breytti þeim eiginlega ekki að
1850 1920 1950 1970 1980
ritsími ritsími ritsími ritsími ritsími
talsími talsfmi talsími talsími
útvarp útvarp/stereó útvarp/stereó útvarp/stereó
telex telex telex
Ijósmynda- Ijósmynda- Ijósmynda-
fjarskipti fjarskipti fjarskipti
sjónvarp sjónvarp sjónvarp/litur
loftskeyti loftskeyti loftskeyti
gagna- gagna-
sendingar sendingar
(datakomm) (datakomm)
breiðbands- breiðbands-
fjarskipti fjarskipti
beggja átta beggja átta
radíó radíó
ráðstefnusími ráðstefnusími teletex (super- telex) boðveitur (videotex) strengjasjón- varp (kapalsjónvarp) fjarritun milli skrifstofa (kontor-tele- type) ráðstefnusjón- varp sending á skjölum gegn- um síma, sv/hv (telecopy-
og árið 1990 að öllum líkindum: ing, telefax)
ritsími boðveitur (videótex)
talsimi strengjasjónvarp (kapalsjónvarp) '
útvarp/stereó) fjarritun milli skrifstofa
telex ráðstefnusjónvarp Ijósmyndafjar- skipti
sjónvarp/litur/stereo gagnasendingar gegnum sfma,
loftskeyti sv/hv (telecopying, telefax)
gagnasendingar gagnasendingar gegnum síma,
(datakomm) í lit
breiðbandsfjarskipti tölvupósthólf
beggja átta radíó textasendingar um strengjasjónv.kerfi
ráðstefnusími sítengd heimilistölva
teletex (supertelex) Ijósmyndasendingar
PRENTARINN 3.5. 85
7