Prentarinn - 01.03.1985, Page 9

Prentarinn - 01.03.1985, Page 9
Autocon litgreinir (scanner) við þetta verk og myndir, sem búið er að rastrera, eru brotnar um sérstaklega. Laserite-tækin „skanna“ myndina og textann samtímis. Á rúmu ári tókst þeim hjá Utica Dis- patch að losa sig við ljóssátur, filmur, off- setmyndavélar, pappírsumbrot — og heilan her af fagmönnum. Utica er nokk- urs konar tilraunaverksmiðja og menn var- ast að minnast á það hversu mikið fjár- magn er bundið í öllu saman. Önnur fyrir- tæki fylgja fast á eftir og brátt munu víða komast í gagnið svipuð kerfi þar sem notuð er stafræn tækni til að gera sjálfvirkt allt ferlið frá handriti til prentplötu. Sem dæmi má nefna að Norsk Data hefur á prjónun- um ásamt Sim-X og Crosfield að gera Fyns Amts Avis að tilraunafyrirtæki með svip- uðum hætti. Og danskur framleiðandi er vel á vegi með að setja á markaðinn sam- svarandi samstæðu. Þótt ekki sé hægt að leggja að jöfnu dagblaðaprentun og vinnu í öðrum prent- smiðjum eru náttúrlega margir hlutir sam- bærilegir. Segja má að blaðamaðurinn samsvari í þessu samhengi rithöfundinum. Með útstöð, skjá og gagnavinnslutækjum vinnur hann efnið þar til það er tilbúið til umbrots og ljósmyndunar. Samsvarandi sjálfvirkni við vinnslu mynda er tekin að láni frá öðrum greinum og ryður sér til rúms í prentsmiðjunum smátt og smátt. Hér er um að ræða svokall- aða CAD/CAM tækni (computer aided de- sign og computer aided manufacture). Þá eru hlutirnir hannaðir beint á skjá án þess að þeir séu teiknaðir fyrst. Nú eru komin á markaðinn tæki þar sem CAD tæknin er aðlöguð þörfum prentiðn- aðarins. Bæði myndir og texta er þá hægt að vinna og meðhöndla á ýmsa vegu á skjá. Þegar er farið að nota svona tæki við að búa til tæknihandbækur og margt fleira. Það sem framleiðendur prentaðs efnis sjá við þessi nýju tæki eru einfaldari og hagnýtari vinnubrögð, meiri sveigjanleiki, meira svigrúm til sköpunar, nákvæmari stýring á meðhöndlun efnisins á hinum ýmsu vinnslustigum. Tilkoma hinnar nýju tækni hefur mikið til brotið niður einokunarðastöðu prent- iðnaðarins. Nú er prentað efni unnið hjá hinum ólíklegustu aðilum bæði í einkageir- anum og hjá opinberum stofnunum. Bandarísk stofnun, Institute for Graphic Communication, spáir því að þörfin á fjár- festingu um allan heim í sambandi við tölvustýrð umbrots- og myndgreiningar- tæki muni vaxa á næstu tveimur árum um 250%. En spánni fylgir líka sú staðhæfing að hætt sé við að sú fjárfesting fari í súginn sem ekki byggist á nákvæmri vitneskju um möguleika hinnar nýju tækni bæði hvað snertir vinnsluna sjálfa svo og markaðs- mál. Tækniþroun og fjárfesting Nú skulum við aðeins huga að fjárhags- stöðu prentiðnaðarins. Þótt efnahags- ástandið sé bágborið í Danmörku um þess- ar mundir hefur það ekki haft svo mikil áhrif á prentiðnaðinn. Athuganir sem gerðar hafa verið við Danmarks Grafiske Höjskole sýna það. Á árinu 1983 fjölgaði störfum í öllu landinu um 600 og það er betri árangur en sést hefur í mörg und- anfarin ár. Við, sem störfum við þann skóla, höfum fylgst með þróuninni í aldarfjórðung og vissulega hefur margt breyst á þeim tíma. Tæknibyltingin er rétt að hefjast í grafísku greinunum og ekki ber á öðru en að framá- menn þeirra horfi björtum augum til fram- tíðarinnar. Helst festa menn fé í nýjum prentvélum, tveggja og fjögurra lita vélum og litgreiningartækjum. Ennfremur örtölv- um til að nota á skrifstofunum. Slíkar örtölvur eru allrar athygli verðar að mínum dómi. Nú geta fyrirtækin gert nákvæmar og skjótar greiningar í sam- bandi við hagkvæmni fjárfestinga, ýmis atriði er snerta viðskiptavinina, vörurnar sem þau selja og margt fleira. Á grundvelli þessara greininga má laga reksturinn enn betur að þeim skilyrðum sem markaðurinn setur. Hvaða þýðingu hafa slík tæki fyrir þá prentsmiðjueigendur sem aðeins hugsa um það að auka veltuna án tillits til þess hvernig hún verður til? Ég er sannfærður um að prentað efni muni aukast að umfangi allan níunda ára- PRENTARINN 3.5.'85 9

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.