Prentarinn - 01.03.1985, Side 26

Prentarinn - 01.03.1985, Side 26
Grafiska Fackförbundet Svíþjóð Áke Rosenquist og Göran Söderlund Samstaða gegn auðvalds- þjóðfélaginu 1 Hið norræna samstarf er þýðingar- mikið. Rétt er þó að nefna að það er hluti af hinu alþjóðlega samstarfi. Það hefur þó sérstaka þýðingu, við styðj- um hvor aðra í þágu félagsmanna í baráttunni gegn auðvaldsþjóðfélögun- um. Með öðrum orðum ástæða er til að auka þetta samstarf enn frekar. 2 Félagsmenn Grafiska Fackförbundet álíta hið norræna og alþjóðlega sam- starf þýðingarmikið. Hvað upplýsinga- streymið snertir þá er alltaf hægt að bæta það, líka hvað snertir Nordisk Grafisk Union. 3 í þessu sambandi vísum við til þeirrar skýrslu sem við lögðum fram á ársfundinum og félagsmenn FBM geta kynnt sér á skrifstofu FBM. 4 Dvölin og móttökurnar á íslandi fá hæstu einkunn. Samvera með góðum félögum og áhugaverðar umræður eru ávallt til þess fallnar að auka ánægjuna og hvortveggja höfum við upplifað á íslandi. félagið er stórt eða lítið. Til þess að verkalýðsfélagið standi undir hlutverki sínu er samstaðan það mikilvægasta. Baráttan gegn auðvaldinu heppnast einungis með órofa samstöðu. Að lok- um viljum við undirstrika mikilvægi þess að félagsmenn séu virkir og minnum á að verkaýðsfélagið er það sem félagsmenn gera það að. i ! As Áke Rosenquist. Göran Söderlund. 5 í fyrsta lagi viljum við bera íslenskum félögum kveðjur félagsmanna Graf- iska Fackförbundet. í annan stað vilj- um við undirstrika að þau vandamál sem FBM á við að glíma eru þau sömu og á hinum Norðurlöndunum, mál- efnin og hugsanleg vandamál eru þau sömu burtséð frá því hvort verkalýðs- 26

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.