Kjarninn - 22.08.2013, Blaðsíða 20

Kjarninn - 22.08.2013, Blaðsíða 20
hefur til vegna fjárfestinga erlendu kröfuhafanna í íslenska hruninu. Því meira sem verður eftir af peningum í hag kerfinu, þeim mun betri verður staða samfélagsins. Þeir gætu þá farið í að lækka skuldir hins opinbera eða til að fjármagna stórfelldar skuldaniðurfellingar á verðtryggðum lánum, sem sitjandi ríkisstjórn hefur lofað. Sérfræðinga­ hópur á vegum ríkisstjórnarinnar á að skila útfærslum á skuldaniðurfellingar tillögum í nóvember. Því er skammur tími til stefnu ef ágóði af samningum við kröfuhafa á að fjár­ magna þær niðurfærslur. Þorri krafna á Glitni og Kaupþing hefur skipt um hendur og því er um afar umfangsmikil viðskipti að ræða. Til að átta sig á umfanginu þarf að fara nokkuð mörg ár aftur í tímann. Viðskipti með skuldatryggingar Síðla árs 2005 hófust viðskipti með skuldabréfatryggingar á íslensku bankana. Frá þeim tíma gátu íslensku bankarnir ekki fengið fjármögnun í gegnum skuldabréfaútgáfu á al­ þjóðamörkuðum nema að sá sem lánaði þeim væri búinn að tryggja endurgreiðslu skuldarinnar hjá tryggingafélagi. Það álag sem lagðist ofan á skuldina var síðan mat á því hversu miklar líkur væru á því að viðkomandi lántakandi myndi geta greitt skuldabréfið til baka. Því hærra sem skulda­ tryggingaálagið var, þeim minni líkur voru á endurgreiðslu. Á meðan skuldabréfin voru í skilum græddu trygginga­ félögin grimmt. Þau fengu greidd iðgjöld án þess að þurfa nokkurn tímann að greiða út tryggingarnar. Markaðurinn með skuldatryggingar var hins vegar vægast sagt ógagnsær. Um hann giltu engar sérstakar reglur né lög. Það var því leik­ ur einn að hafa áhrif á hann, til dæmis með orðrómi um slaka stöðu þess banka sem tryggingarnar voru keyptar á. Samhliða voru gerð veðmál um að skuldatryggingarnar þyrftu að greið­ ast út. Á slíkum veðmálum högnuðust mjög margir fjárfestar eftir bankahrunið. Frá miðju ári 2007 og fram að hruni hækkaði skulda­ tryggingaálag á íslensku bankana mikið. Fjárfestar töldu að líkurnar á því að þeir gætu greitt lán sín til baka færu hríð 4/11 kjarninn EFnAHAGSmáL Smelltu til að lesa um stjórnendur eftir slit stjórnendur eFtir slit Þrotabú Glitnis og Kaupþings hafa undirbúið stofnun þeirra eignar halds félaga sem eiga að taka við eignum þeirra um langt skeið. Glitnir tilkynnti kröfuhöfum sínum í september að slitastjórn bankans hefði tilnefnt Svíann Jan Kvarnström sem stjórnarformann slíks félags ef nauðasamningar yrðu kláraðir. Í júní tilkynnti Kaupþing að slitastjórn bankans hefði tilnefnt malcolm Fallen, forstjóra Candover Investments, í starf stjórnar formanns og að matthew Turner, áður yfirmaður alþjóð legrar eignarstýringar hjá Bank of America /merrill Lynch, yrði forstjóri Kaup þings ehf. Smelltu til að loka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.