Kjarninn - 22.08.2013, Blaðsíða 30
u
m tuttugu prósent allra íbúa jarðar búa í Kína,
eða 1,4 milljarðar af ríflega sjö milljarða heildar
íbúafjölda á jörðinni. Þetta fjölmennasta ríki
heims hefur fært út kvíarnar á síðustu 15 árum
með fordæmalausum hraða, samhliða mesta
hagvaxtarskeiði sem nokkurt ríki hefur gengið í gegnum í
mannkynssögunni. Á hverju ári hefur kínverska hagkerfið
vaxið um 8 til 11 prósent, þrettán ár í röð. Samhliða hefur sam
félagsgerðin í Kína tekið gríðarlegum breytingum. Millistétt,
sem varla var áður til, er ört vaxandi með tilheyrandi áhrifum
á einkaneyslu og raunhagkerfi heimsins. Stærðirnar eru slíkar
að allur heimurinn er undir þegar Kína þenst út. Ef hlutir kom
ast í tísku í Kína fá tugþúsundir vinnu annars staðar í heimin
um. Tölur um hversu hratt millistéttin í Kína stækkar á ári eru
misjafnar eftir því hvar línan er dregin, þ.e. hvenær fólk telst
tilheyra millistétt. Oft er nefnt að sá hópur sem stendur undir
aukinni einkaneyslu stækki um þrjátíu til fjörutíu milljónir
manna árlega. Þetta er fjöldi sem jafngildir samanlögðum íbúa
fjölda Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna þriggja, Eistlands,
Lettlands og Litháens.
Kína þenst út
Samhliða fordæmalausu hagvaxtarskeiði og miklum innri
samfélagsbreytingum hefur Kína fært út kvíarnar. Fjár
festingar Kínverja utan kínverska hagkerfisins hafa verið
gríðarlegar að umfangi undanfarin ár. Samkvæmt upplýs
ingum frá OECD námu beinar fjárfestingar (Direct Foreign
Investment Outflows) Kínverja utan Kína 62,4 milljörðum
Bandaríkjadala (1 dalur = 120 krónur) á árinu 2012. Þær hafa
farið ört vaxandi frá árinu 2008 þegar flestir eigna markaðir
tóku mikla dýfu niður á við eftir miklar þrengingar og
hremmingar á fjármálamörkuðum. Á árinu 2008 námu er
lendar fjárfestingar Kínverja ríflega 53,5 milljörðum Banda
ríkjadala. Þvert ofan í erfiðleika á alþjóðamörkuðum hafa
Kínverjar aukið mjög umsvif sín erlendis, en fjárfestingarnar
drógust lítið eitt saman árið 2009, þegar eignaverð hrapaði í
kjölfar hamfara á fjármálamörkuðum.
2/10 kjarninn EFnAHAGSmáL
Deildu með
umheiminum
EfnahagsMál
Magnús Halldórsson
magnush@kjarninn.is