Kjarninn - 22.08.2013, Blaðsíða 31

Kjarninn - 22.08.2013, Blaðsíða 31
dyrnar opnast að Kína En Kína er ekki aðeins að teygja sig í auknum mæli inn í alþjóðaviðskipti með erlendum fjárfestingum. Fyrirtæki leita meira og meira til Kína og eru þar með margvíslega starfsemi, ekki síst á sviði fjöldaframleiðslu af ýmsu tagi. Erlend fjárfesting í Kína nam 175,1 milljarði Bandaríkjadala árið 2008 en 253,4 milljörðum árið 2012. Aukningin nemur 78,3 milljörðum Bandaríkjadala á fjórum árum. Dyrnar að kínverska hag kerfinu hafa opnast upp á gátt á skömmum tíma en gang verkið í efnahagnum er samt sem áður framandi í samanburði við markaði vestrænna ríkja. Þar skiptir eitt atriði mestu máli. Það er kínverska stjórnvaldið, hið opinbera, í öllu sínu veldi. Það er miðstöð fjármálaþjónustu, flutninga, fjarskipta, samgangna og heildsölu. Sá sem ætlar að eiga við­ skipti í Kína þarf að gera það með blessun stjórnvalda. Þjón­ ustan við kjarnagreinar hagkerfisins, svo sem innflutningur á tilteknum vörum og þjónustu, er þó að miklu leyti í höndum einstaklinga og eignarhaldsfélaga. Bandaríska dagblaðið The New York Times varpaði ljósi á það hvernig fámennur hópur fólks hefði auðgast hratt á slíkum viðskiptum. Sérstaklega vöktu skrif blaðamannsins David Barboza athygli en hann svipti hulunni af neti eignarhaldsfélaga í eigu fjölskyldna æðstu embættismanna Kína, þar á meðal forsetans Hu Jintao, sem voru með meira en tvo milljarða Bandaríkjadala innan sinna vébanda. Barboza fékk blaðamannaverðlaun Pulitzer fyrir skrif sín. Kínversk stjórnvöld urðu æf í kjölfar þess að fréttirnar birtust og sökuðu blaðið um óheiðarlega herferð gegn forsetanum og fjölskyldu hans. Aldrei var farið fram á leiðréttingar á skrifunum, enda voru þau sönn og rétt, og afrakstur tveggja ára rannsóknarvinnu. Umkvartanir kín­ verskra stjórnvalda ristu djúpt og var formlegum mótmælum vegna skrifanna komið inn á borð bandarískra stjórnvalda. Í kjölfarið voru gerðar tölvuárásir á vefþjóna New York Times sem raktar voru til sérfræðinga kínverska hersins. Samskipti ríkjanna hafa verið stirð að undanförnu, m.a. vegna þessara skrifa, sem og annarra deilumála. Á meðal þess sem veldur áhyggjum hjá bandarískum stjórnvöldum er augljóst atriði: 3/10 kjarninn EFnAHAGSmáL Smelltu til að lesa greinaröð The new York Times um auð kínverskra ráðamanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.