Kjarninn - 22.08.2013, Blaðsíða 31
dyrnar opnast að Kína
En Kína er ekki aðeins að teygja sig í auknum mæli inn í
alþjóðaviðskipti með erlendum fjárfestingum. Fyrirtæki
leita meira og meira til Kína og eru þar með margvíslega
starfsemi, ekki síst á sviði fjöldaframleiðslu af ýmsu tagi.
Erlend fjárfesting í Kína nam 175,1 milljarði Bandaríkjadala
árið 2008 en 253,4 milljörðum árið 2012. Aukningin nemur
78,3 milljörðum Bandaríkjadala á fjórum árum. Dyrnar að
kínverska hag kerfinu hafa opnast upp á gátt á skömmum
tíma en gang verkið í efnahagnum er samt sem áður framandi
í samanburði við markaði vestrænna ríkja. Þar skiptir eitt
atriði mestu máli. Það er kínverska stjórnvaldið, hið opinbera,
í öllu sínu veldi. Það er miðstöð fjármálaþjónustu, flutninga,
fjarskipta, samgangna og heildsölu. Sá sem ætlar að eiga við
skipti í Kína þarf að gera það með blessun stjórnvalda. Þjón
ustan við kjarnagreinar hagkerfisins, svo sem innflutningur
á tilteknum vörum og þjónustu, er þó að miklu leyti í höndum
einstaklinga og eignarhaldsfélaga. Bandaríska dagblaðið The
New York Times varpaði ljósi á það hvernig fámennur hópur
fólks hefði auðgast hratt á slíkum viðskiptum. Sérstaklega
vöktu skrif blaðamannsins David Barboza athygli en hann
svipti hulunni af neti eignarhaldsfélaga í eigu fjölskyldna
æðstu embættismanna Kína, þar á meðal forsetans Hu Jintao,
sem voru með meira en tvo milljarða Bandaríkjadala innan
sinna vébanda. Barboza fékk blaðamannaverðlaun Pulitzer
fyrir skrif sín. Kínversk stjórnvöld urðu æf í kjölfar þess að
fréttirnar birtust og sökuðu blaðið um óheiðarlega herferð
gegn forsetanum og fjölskyldu hans. Aldrei var farið fram
á leiðréttingar á skrifunum, enda voru þau sönn og rétt, og
afrakstur tveggja ára rannsóknarvinnu. Umkvartanir kín
verskra stjórnvalda ristu djúpt og var formlegum mótmælum
vegna skrifanna komið inn á borð bandarískra stjórnvalda.
Í kjölfarið voru gerðar tölvuárásir á vefþjóna New York Times
sem raktar voru til sérfræðinga kínverska hersins. Samskipti
ríkjanna hafa verið stirð að undanförnu, m.a. vegna þessara
skrifa, sem og annarra deilumála. Á meðal þess sem veldur
áhyggjum hjá bandarískum stjórnvöldum er augljóst atriði:
3/10 kjarninn EFnAHAGSmáL
Smelltu til að lesa
greinaröð The
new York Times
um auð kínverskra
ráðamanna.