Kjarninn - 22.08.2013, Blaðsíða 18

Kjarninn - 22.08.2013, Blaðsíða 18
F ramtíð Íslands markast á næstu mánuðum. Þá munu fara fram viðræður við kröfuhafa föllnu bankanna um með hvaða hætti þrotabú þeirra verði gerð upp. Þær viðræður munu skipta höfuð­ máli við afnám gjaldeyrishafta, sem hafa nú verið í gildi í tæp fimm ár. Í þessum viðræðum munu takast á annars vegar hagsmunir alls íslensks samfélags og hins vegar hagsmunir þeirra erlendu aðila sem veðjuðu á að íslenska hrunið yrði arðbær fjárfesting, sem það reyndist heldur betur vera. Þessar viðræður eru hins vegar, af ein­ hverri ástæðu, ekki enn hafnar. Íslendingar hafa búið í sýndarhagkerfi frá hruni. Skráð gengi gjaldmiðils þjóðarinnar byggist ekki á raunverulegu virði hans og venjuleikanum er viðhaldið með gjaldeyris­ höftum sem meina peningum að yfirgefa hagkerfið. Það er hins vegar mikið af peningum sem vilja komast í burt. Og Ísland á ekki gjaldeyri til að leysa þá út. þúsundir milljarða vilja burt Í umræðuskjali framkvæmdastjórnar Alþjóðagjaldeyris­ sjóðsins (AGS) um stöðu og horfur í íslensku efnahagslífi, sem var birt í byrjun ágúst, er þessi vandi greindur. Virði þeirra eigna sem vilja komast út úr íslensku hagkerfi er talið vera á bilinu 1.700 til 4.150 milljarðar króna, eða ein til tvær og hálf landsframleiðsla. Að mati AGS eru þessar eignir aðal­ lega í eigu þriggja hópa. Í fyrsta hópnum eru eigendur kvikra krónueigna. Þeir eiga íslensk ríkisskuldabréf, skuldabréf á Íbúðalánasjóð eða innstæður. AGS telur að umfang þessara eigna sé um 400 milljarðar króna. Reynt hefur verið að losa um þessar eignir með gjaldeyrisútboðum Seðlabanka Íslands. Þau hafa skilað takmörkuðum árangri og vandinn tengdur þessum eignum er enn risavaxinn tæpum fimm árum eftir hrun. Í öðrum hópnum eru íslenskir aðilar sem búist er við að muni vilja komast með fjármuni sína burt frá Íslandi við afnám hafta. Þar er um einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði að ræða. AGS hefur reynt að varpa einhverri mynd á umfang EfnahagsMál Þórður Snær Júlíusson thordur@kjarninn.is Deildu með umheiminum 2/11 kjarninn EFnAHAGSmáL Smelltu til að skoða umræðuskjal Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslensk efnahagsmál Smelltu til að skoða grein Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um valin málefni í íslensku efnahagslífi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.