Kjarninn - 22.08.2013, Page 18
F
ramtíð Íslands markast á næstu mánuðum. Þá
munu fara fram viðræður við kröfuhafa föllnu
bankanna um með hvaða hætti þrotabú þeirra
verði gerð upp. Þær viðræður munu skipta höfuð
máli við afnám gjaldeyrishafta, sem hafa nú
verið í gildi í tæp fimm ár. Í þessum viðræðum munu takast
á annars vegar hagsmunir alls íslensks samfélags og hins
vegar hagsmunir þeirra erlendu aðila sem veðjuðu á að
íslenska hrunið yrði arðbær fjárfesting, sem það reyndist
heldur betur vera. Þessar viðræður eru hins vegar, af ein
hverri ástæðu, ekki enn hafnar.
Íslendingar hafa búið í sýndarhagkerfi frá hruni. Skráð
gengi gjaldmiðils þjóðarinnar byggist ekki á raunverulegu
virði hans og venjuleikanum er viðhaldið með gjaldeyris
höftum sem meina peningum að yfirgefa hagkerfið. Það er
hins vegar mikið af peningum sem vilja komast í burt. Og
Ísland á ekki gjaldeyri til að leysa þá út.
þúsundir milljarða vilja burt
Í umræðuskjali framkvæmdastjórnar Alþjóðagjaldeyris
sjóðsins (AGS) um stöðu og horfur í íslensku efnahagslífi,
sem var birt í byrjun ágúst, er þessi vandi greindur. Virði
þeirra eigna sem vilja komast út úr íslensku hagkerfi er talið
vera á bilinu 1.700 til 4.150 milljarðar króna, eða ein til tvær
og hálf landsframleiðsla. Að mati AGS eru þessar eignir aðal
lega í eigu þriggja hópa.
Í fyrsta hópnum eru eigendur kvikra krónueigna. Þeir
eiga íslensk ríkisskuldabréf, skuldabréf á Íbúðalánasjóð eða
innstæður. AGS telur að umfang þessara eigna sé um 400
milljarðar króna. Reynt hefur verið að losa um þessar eignir
með gjaldeyrisútboðum Seðlabanka Íslands. Þau hafa skilað
takmörkuðum árangri og vandinn tengdur þessum eignum
er enn risavaxinn tæpum fimm árum eftir hrun.
Í öðrum hópnum eru íslenskir aðilar sem búist er við að
muni vilja komast með fjármuni sína burt frá Íslandi við
afnám hafta. Þar er um einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði
að ræða. AGS hefur reynt að varpa einhverri mynd á umfang
EfnahagsMál
Þórður Snær Júlíusson
thordur@kjarninn.is
Deildu með
umheiminum
2/11 kjarninn EFnAHAGSmáL
Smelltu til að skoða umræðuskjal
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um
íslensk efnahagsmál
Smelltu til að skoða grein
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
um valin málefni í íslensku
efnahagslífi