Kjarninn - 22.08.2013, Blaðsíða 36
Eignarhluturinn nemur 1,6 prósentum af heildarhlutafé
en norska ríkið er stærsti eigandinn með 34 prósenta hlut.
Tengsl Kína og Íslands á sviði fjármálastarfsemi hafa þegar
verið styrkt með formlegum hætti þegar gjaldmiðlaskipta
samningur var undirritaður í júní 2010 milli Seðlabanka Kína
og Seðlabanka Íslands. Hann var upp á 3,5 milljarða kín
verskra júana, sem nam um 67 milljörðum króna á þáverandi
gengi. Um þremur mánuðum eftir undirritun samningsins
kom Zhou Xiaochuan, seðlabankastjóri Kína, í opinbera
heimsókn hingað til lands. Hann var í lok árs 2010 í ellefta
sæti á lista tímaritsins Forbes yfir valdamesta fólk heims.
sýna íslandi áhuga
Þessi áhugi á íslenska fjármálakerfinu bætist við áhuga á ýms
um hérlendum verkefnum sem kínverskir fjárfestar hafa sýnt á
undanförnum misserum. Áhugi kínverska fjárfestisins Huang
Nubo á jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum olli miklum titringi
innan ríkisstjórnarinnar í fyrra, þar sem óeining var um hvort
leyfa ætti Huang að kaupa jörðina eða leigja hana til langs tíma
eins og áform voru uppi um. Enn hefur ekki náðst niðurstaða
um hvort Huang fær að byggja upp ferðaþjónustu á Gríms
stöðum, eins og hann hefur sagst hafa áhuga á. Hefur hann
gert grein fyrir áformum sem eru mikil að umfangi; allt að 30
milljörðum yrði varið í að gera þau að veruleika, samkvæmt
samningsdrögum við sveitarfélög, einkaeigendur og ríki. Eins
og áður segir liggur ekkert fyrir um það enn hvort af þessum
viðskiptum verður, en áhugi Huangs er ósvikinn að hans sögn
og hefur hann margítrekað það í viðtölum við fjölmiðla á
Íslandi og erlendis.
ekki bara Huang nubo
Kínverskir aðilar hafa einnig sýnt því áhuga að byggja upp
rannsóknarmiðstöð og ferðaþjónustu á jörðinni Kárhóli
í Reykjadal. Þar yrðu norðurljósin helsta aðdráttarafl og
viðfangsefni fræðimanna. Lagt er upp með verkefnið sem
samstarf við íslensk stjórnvöld, meðal annars Veðurstofuna,
Háskóla Íslands, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar,
8/10 kjarninn EFnAHAGSmáL
Smelltu til að
lesa um áhuga
Kínverja á
íslenskum jörðum