Kjarninn - 22.08.2013, Page 36

Kjarninn - 22.08.2013, Page 36
Eignarhluturinn nemur 1,6 prósentum af heildarhlutafé en norska ríkið er stærsti eigandinn með 34 prósenta hlut. Tengsl Kína og Íslands á sviði fjármálastarfsemi hafa þegar verið styrkt með formlegum hætti þegar gjaldmiðlaskipta­ samningur var undirritaður í júní 2010 milli Seðlabanka Kína og Seðlabanka Íslands. Hann var upp á 3,5 milljarða kín­ verskra júana, sem nam um 67 milljörðum króna á þáverandi gengi. Um þremur mánuðum eftir undirritun samningsins kom Zhou Xiaochuan, seðlabankastjóri Kína, í opinbera heimsókn hingað til lands. Hann var í lok árs 2010 í ellefta sæti á lista tímaritsins Forbes yfir valdamesta fólk heims. sýna íslandi áhuga Þessi áhugi á íslenska fjármálakerfinu bætist við áhuga á ýms­ um hérlendum verkefnum sem kínverskir fjárfestar hafa sýnt á undanförnum misserum. Áhugi kínverska fjárfestisins Huang Nubo á jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum olli miklum titringi innan ríkisstjórnarinnar í fyrra, þar sem óeining var um hvort leyfa ætti Huang að kaupa jörðina eða leigja hana til langs tíma eins og áform voru uppi um. Enn hefur ekki náðst niðurstaða um hvort Huang fær að byggja upp ferðaþjónustu á Gríms­ stöðum, eins og hann hefur sagst hafa áhuga á. Hefur hann gert grein fyrir áformum sem eru mikil að umfangi; allt að 30 milljörðum yrði varið í að gera þau að veruleika, samkvæmt samningsdrögum við sveitarfélög, einkaeigendur og ríki. Eins og áður segir liggur ekkert fyrir um það enn hvort af þessum viðskiptum verður, en áhugi Huangs er ósvikinn að hans sögn og hefur hann margítrekað það í viðtölum við fjölmiðla á Íslandi og erlendis. ekki bara Huang nubo Kínverskir aðilar hafa einnig sýnt því áhuga að byggja upp rannsóknarmiðstöð og ferðaþjónustu á jörðinni Kárhóli í Reykjadal. Þar yrðu norðurljósin helsta aðdráttarafl og viðfangsefni fræðimanna. Lagt er upp með verkefnið sem samstarf við íslensk stjórnvöld, meðal annars Veðurstofuna, Háskóla Íslands, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, 8/10 kjarninn EFnAHAGSmáL Smelltu til að lesa um áhuga Kínverja á íslenskum jörðum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.