Kjarninn - 22.08.2013, Blaðsíða 23
mjög umfangsmikil viðskipti með kröfur á íslensku bankana
sem eru þess eðlis að ómögulegt er að rekja hverjir áttu þau
og á hvaða verði þau voru gerð. Á þessu tímabili eignuðust
vogunarsjóðir, að mestu bandarískir, stærstan hluta krafna á
Glitni og Kaupþing. Ástæður áhuga þeirra eru engin geim
vísindi. Eignir búanna voru einfaldlega miklu meira virði en
upphaflega var talið.
Sá kröfuhafi sem mest hefur farið fyrir er Burlington Loan
Management. Sjóðnum stýrir bandaríska fyrirtækið Davidson
Kempner, þrettándi stærsti vogunarsjóður Bandaríkjanna.
Fyrirtækið er alls með 20 milljarða dala, um 2.500 milljarða
króna, í stýringu. Til að setja þá upphæð í samhengi
7/11 kjarninn EFnAHAGSmáL
6. október 2008
Geir H. Haarde biður
Guð að blessa Ísland.
Landsbanki, Glitnir
og Kaupþing falla í
kjölfarið.
2008 2009 2013 2014
4.6. nóvember 2008
Fyrirtækin Creditex og markit
standa fyrir uppboði á bréfum
íslensku bankanna í kjölfar þess
að skuldatryggingar á þá voru
gerðar upp. niðurstaðan er sú að
virði skuldabréfanna er talið vera
1,25-6,6 prósent af upphaflegu
virði þeirra.
apríl 2009
Kröfulýsingarfrestur
í bú bankanna
rennur út.
2010 2011 2012
lok árs 2009
Fyrstu
kröfuhafaskrár
bankanna kynntar
á kröfuhafafundum.
Vogunarsjóðir orðnir
mjög áberandi á
meðal kröfuhafa.
síðla árs 2012
Kröfur á íslensku bankana hafa
margfaldast í verði. Slitastjórnir Glitnis
og Kaupþings leggja inn umsóknir til
Seðlabanka Íslands um undanþágu
frá gjaldeyrishöftum til að klára
nauðasamninga og greiða kröfuhöfum
út.
desember 2012
Seðlabankinn hefur þegar gefið út
yfirlýsingu um að nauðasamningar
verði ekki kláraðir nema efnahagslegur
stöðugleiki verði tryggður. Starfshópur
stjórnvalda leggur til að gjaldeyrishöft
verði gerð ótímabundin. Það var í kjölfarið
fest í lög.
apríl 2013
Kosningar á Íslandi og vilyrði gefin um að nýta ágóðann
af samningum við kröfuhafa, sem myndu gera þeim
kleift að ljúka nauðasamningum, til að ráðast í almennar
skuldaniðurfellingar. Kostnaður þeirra sagður vera
200-300 milljarðar króna. Þessi vilyrði hafa engin áhrif á
væntar endurheimtir skuldabréfa föllnu bankanna sem
halda áfram að hækka.
ágúst 2013
Engar formlegar
viðræður eru hafnar
við kröfuhafa um
lausn á málinu.
nóvember 2013
Útfærsla
skuldaniðurfellinga
á að liggja fyrir.
Dragðu bláu slána fram og til
baka til að skoða alla tímalínuna
Í tímaröð