Kjarninn - 22.08.2013, Blaðsíða 13
Þá benti skoðun PwC á fullnustueignum til þess að jafn
ræðis hefði ekki verið gætt við meðhöndlun á skuldum við
skiptamanna, þar sem sérsamningar voru gerðir við ákveðna
viðskiptamenn um yfirtöku eigna og niðurfærslu skulda
þeirra á sama tíma og sams konar óskum annarra viðskipta
manna var hafnað.
óvenjuleg launakjör lykilstarfsmanna
Samkvæmt skýrslu PwC voru engar verklagsreglur til staðar
varðandi innkaupa og risnuheimildir starfsmanna og þar af
leiðandi ekkert eftirlit með innkaupum og risnu. Það er mat
skýrsluhöfunda að eftirlit þáverandi stjórnarformanns sjóðs
ins, Þorsteins Erlingssonar, hafi algjörlega brugðist. Þess má
geta að Þorsteinn er fyrrverandi bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ.
Við yfirferð starfsmanna sjóðsins á risnureikningum Geir
mundar við starfslok kom í ljós talsverður fjöldi einkaúttekta
af greiðslukorti og risnureikningi sparisjóðsstjórans. Í kjöl
farið var hann krafinn um endurgreiðslu á tæpum tveimur
milljónum króna vegna úttekta í hans eigin þágu. Yfirferð
starfsmanna náði þó eingöngu til úttekta á risnureikningum
vegna ársins 2009.
PwC gerir athugasemdir við óvenjulegar greiðslur Spari
sjóðsins í Keflavík í lífeyrissjóð nokkurra starfsmanna, sem
voru umfram ákvæði kjarasamninga. Við athugun PwC voru
ráðningarsamningar lykilstarfsmanna skoðaðir.
Sparisjóðsstjórarnir Geirmundur Kristinsson og Angantýr
V. Jónasson, sem tók við af Geirmundi, Helgi Bogason, útibús
stjóri í Grindavík, Jensína U. Kristjánsdóttir, útibússtjóri á
Patreksfirði, Jón Axelsson, innri endurskoðandi sjóðsins, og
Steinn Ingi Kjartansson, útibússtjóri á Ísafirði, fengu sjö pró
senta viðbótarframlag í séreignarsjóð sinn. Ásdís Ýr Jakobs
dóttir, forstöðumaður einstaklingssviðs, fékk tíu prósenta
viðbótarframlag í sinn séreignarlífeyrissjóð, viðbótarframlag
vegna Þrastar Leóssonar forstöðumanns hagdeildar og fjár
stýringar nam tólf prósentum og Árni Björgvinsson forstöðu
maður reikningshalds og miðvinnslu fékk fimmtán prósenta
viðbótarframlag í séreignarlífeyrissjóð sinn en þar að auki
9/12 kjarninn FJáRmáL