Kjarninn - 22.08.2013, Blaðsíða 14
fékk hann greiddar 60.000 krónur á mánuði inn í sinn
sjóð. G. Grétar Grétarsson, forstöðumaður fyrirtækjasviðs,
fékk 20 prósenta viðbótarframlag í séreignarlífeyrissjóð
sinn, en hæsta viðbótarframlagið fékk Magnús Haraldsson,
forstöðumaður rekstrar og afgreiðslusviðs, eða 30 prósent.
Allt ofangreint verður að skoða til hliðsjónar af því að hinn
almenni launamaður fær almennt í dag tveggja prósenta við
bótarframlag frá launagreiðanda inn í séreignarlífeyrissjóð.
Stjórn sparisjóðsins samþykkti að laun Geirmundar vegna
starfa í stjórnum og nefndum á vegum sjóðsins skyldu renna
til Geirmundar en ekki sparisjóðsins, eins og áður hafði verið
samið um. PwC gerir athugasemd við þetta fyrirkomulag í
skýrslunni.
Þá telur PwC að reikna hafi átt Geirmundi sparisjóðsstjóra
húsnæðishlunnindi vegna afnota hans á fasteign sparisjóðs
ins á Akureyri, en hann einn hafði ráðstöfunarrétt á þeirri
fasteign. Engin gögn liggja fyrir um það hvernig fasteignin
var nýtt.
Í skýrslu PwC kemur jafnframt fram að sparisjóðurinn
hafi greitt tryggingar fyrir nokkra lykilstarfsmenn, en ekki
hafi verið gert ráð fyrir slíkum hlunnindum á launamiðum
fyrir árin 2009, 2010 og 2011.
Flétta áhrifamanna á suðurnesjum
Í kjölfar yfirtöku FME á viðskiptabönkunum í október 2008,
og í ljósi þess mikla vantrausts sem ríkti í þeirra garð á þeim
tíma, jukust innlán sjóðsins gríðarlega. Sjóðurinn átti þá
sömuleiðis í gríðarlegum lausafjárerfiðleikum sem meðal
annarra nágrannasveitarfélög Reykjanesbæjar brugðust við
og færðu innlán sín yfir til sparisjóðsins. Grindavíkurbær
lagði til að mynda tvo milljarða króna inn í sjóðinn, auk þess
sem lífeyrissjóðir og fyrirtæki á Suðurnesjum fluttu háar fjár
hæðir úr öðrum fjármálastofnunum yfir í sparisjóðinn. Stuttu
fyrir hrunið námu innlán hjá sparisjóðnum 44,9 milljörðum
króna, en í lok árs 2008 höfðu innlán sjóðsins hækkað um
tæpa tíu milljarða króna. Í drögum að ársreikningi sjóðsins
fyrir árið 2009 kom fram að innlán hans voru komin í 62,3
10/12 kjarninn FJáRmáL