Kjarninn - 22.08.2013, Blaðsíða 6

Kjarninn - 22.08.2013, Blaðsíða 6
F jármálaeftirlitið fól endurskoðunarfyrirtækinu Price Waterhouse Coopers að gera úttekt á tiltekn­ um þáttum í starfsemi Sparisjóðsins í Keflavík, með samningi dagsettum 7. júlí árið 2010. Á þeim tíma hafði Fjármálaeftirlitið tekið stjórn sparisjóðsins yfir, vikið stjórn hans frá og skipað bráða­ birgðastjórn. Ákvörðun FME um að taka sparisjóðinn yfir byggðist á því að frá lokum mars árið 2009 hafði eiginfjár­ staða hans verið undir lögbundnum mörkum og ítrekaðar samningsviðræður við kröfuhafa um fjárhagslega endur­ skipulagningu skilað engu. Price Waterhouse Coopers (PwC) skilaði Fjármála­ eftirlitinu niðurstöðum sínum í formi svartrar skýrslu þann 7. apríl árið 2011. Kjarninn hefur umrædda skýrslu undir höndum, en henni hefur verið haldið frá stofnfjárhöfum, sem margir hverjir urðu fyrir miklum fjárhagslegum bú­ sifjum vegna falls sjóðsins. Stofnfjáreigendur í Sparisjóðnum í Keflavík voru 1.750 talsins, en þeir töpuðu tæplega sautján milljörðum króna á falli sparisjóðsins. Kjarninn birtir nú skýrslu PwC í heild sinni. Skýrslan er í senn ótrúleg og skuggaleg yfirlestrar. Ekki stóð steinn yfir steini í rekstri sparisjóðsins. Vítaverð vinnubrögð – mögulega saknæm PwC óskaði ekki eftir aðgengi að tölvupóstum starfsmanna sjóðsins, en áréttar í skýrslunni að Fjármálaeftirlitið verði að ákveða hvort ráðast eigi í frekari rannsóknir á sviði saka­ mála byggðar á niðurstöðum skýrslunnar. Þannig yrðu tölvu­ póstar og síðar yfirheyrslur yfir lykilstjórnendum sjóðsins grunnur að frekari rannsókn ásamt niðurstöðum PwC. Í almennum niðurstöðum PwC í skýrslunni segir hins vegar: „Stjórn og stjórnendur [Sparisjóðsins í Keflavík, innsk. blaðamanns] voru undir miklum þrýstingi að sýna góða afkomu, tryggja fjármögnun og halda uppi virði sjóðsins. Stutt getur verið á milli þess sem augljóslega telst ekki til venjulegra viðskiptahátta og þess sem hugsanlega gæti verið saknæmt.“ fjárMál Ægir Þór Eysteinsson aegir@kjarninn.is Deildu með umheiminum 2/12 kjarninn FJáRmáL Smelltu til að sækja leyniskýrsluna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.