Kjarninn - 22.08.2013, Page 30

Kjarninn - 22.08.2013, Page 30
u m tuttugu prósent allra íbúa jarðar búa í Kína, eða 1,4 milljarðar af ríflega sjö milljarða heildar­ íbúafjölda á jörðinni. Þetta fjölmennasta ríki heims hefur fært út kvíarnar á síðustu 15 árum með fordæmalausum hraða, samhliða mesta hagvaxtarskeiði sem nokkurt ríki hefur gengið í gegnum í mannkynssögunni. Á hverju ári hefur kínverska hagkerfið vaxið um 8 til 11 prósent, þrettán ár í röð. Samhliða hefur sam­ félagsgerðin í Kína tekið gríðarlegum breytingum. Millistétt, sem varla var áður til, er ört vaxandi með tilheyrandi áhrifum á einkaneyslu og raunhagkerfi heimsins. Stærðirnar eru slíkar að allur heimurinn er undir þegar Kína þenst út. Ef hlutir kom­ ast í tísku í Kína fá tugþúsundir vinnu annars staðar í heimin­ um. Tölur um hversu hratt millistéttin í Kína stækkar á ári eru misjafnar eftir því hvar línan er dregin, þ.e. hvenær fólk telst tilheyra millistétt. Oft er nefnt að sá hópur sem stendur undir aukinni einkaneyslu stækki um þrjátíu til fjörutíu milljónir manna árlega. Þetta er fjöldi sem jafngildir samanlögðum íbúa­ fjölda Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna þriggja, Eistlands, Lettlands og Litháens. Kína þenst út Samhliða fordæmalausu hagvaxtarskeiði og miklum innri samfélagsbreytingum hefur Kína fært út kvíarnar. Fjár­ festingar Kínverja utan kínverska hagkerfisins hafa verið gríðarlegar að umfangi undanfarin ár. Samkvæmt upplýs­ ingum frá OECD námu beinar fjárfestingar (Direct Foreign Investment Outflows) Kínverja utan Kína 62,4 milljörðum Bandaríkjadala (1 dalur = 120 krónur) á árinu 2012. Þær hafa farið ört vaxandi frá árinu 2008 þegar flestir eigna markaðir tóku mikla dýfu niður á við eftir miklar þrengingar og hremmingar á fjármálamörkuðum. Á árinu 2008 námu er­ lendar fjárfestingar Kínverja ríflega 53,5 milljörðum Banda­ ríkjadala. Þvert ofan í erfiðleika á alþjóðamörkuðum hafa Kínverjar aukið mjög umsvif sín erlendis, en fjárfestingarnar drógust lítið eitt saman árið 2009, þegar eignaverð hrapaði í kjölfar hamfara á fjármálamörkuðum. 2/10 kjarninn EFnAHAGSmáL Deildu með umheiminum EfnahagsMál Magnús Halldórsson magnush@kjarninn.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.