Dagfari - 01.11.2007, Blaðsíða 2

Dagfari - 01.11.2007, Blaðsíða 2
 Mynd: Páll Hilmarsson var er eldmóðurinn? Hvar er baráttuviljinn? Hefur neyslugleðin náð yíirhendinni og vikið öllu slíku til hliðar? Fjölmenn mótmæli á undanförnum árum gegn meðal annars Íraksstríðinu benda til hins gagnstæða. Á því eru þó skiptar skoðanir - eða eins og Sig- urður A. Magnússon segir í viðtali hér 1 blaðinu: „Þegar þokunni hefur létt er enginn til- búinn til að standa fyrir sannfæringu sinni.“ Já, þokunni hefur létt. Aldrei í sögunni hefur verið slíkt upplýsingaflæði sem nú. Magn upplýsinga er þó ekki mæli- kvarði á gæðin. Og ekki er ósennilegt að einmitt vegna þess hvernig upplýs- ingar eru nú settar fram sýni almenn- ingur þeim ekki áhuga. Það sé með öðrum orðum eitthvað við framsetn- inguna að athuga fremur en innihald- ið eða viðtakandann. íslenskir fjölmiðlar hafa orðið hlut- lausari og nákvæmari. Flokksholl- ustan og kreddufestan er að mestu liðin tíð. En eitthvað hefur tapast: Get- an til að setja hlutina í samhengi og viljinn til að skilja hismið frá kjarnan- um. Áhersla er lögð á upplýsingarnar en ekki upplýsinguna. Ritstjórn þessa blaðs hefur reynt að kafa dýpra en gert er í hefðbundn- um fjölmiðlum. í umijöllun um NATO og stríðið í írak er reynt að veita áhugasömum lesendum þá bak- grunnsvitneskju sem stundum skort- ir á þar. Þá afhjúpar viðtalið við hinn ísraelska Tom Brenner ýmislegt um hernaðarhyggjuna þar í landi sem ólíklegt er að rati í aðra fjölmiðla. Eins og fram kemur í grein Einars Ólafssonar er friðarsúla í minningu Johns Lennon fagnaðarefni. Hitt er dapurlegra að hér sigli erlend her- skip örskammt frá súlunni án þess að íslenskir ráðamenn hafi neitt við það að athuga. Til að bæta gráu ofan á svart gerðu fæstir stjórnmálamenn athugasemd við það þegar einn stærsti vopnaframleiðandi heims kom hingað til lands til að „efla liðsandann“ - það er selja enn fleiri manndrápstól. Allt bendir þetta til þess að þörfin á öflugum málsvara friðar hér á landi hafi ekki verið meiri um langt skeið. Ef eitthvert áhugaleysi er fyrir friðar- og afvopnunarmálum, þá er engum öðrum um að kenna en okkur sjálf- um. Einn liðurinn í þeirri baráttu að efla meðvitund um mikilvægi friðar og afvopnunar er að gefa út Dagfara, tímarit Samtaka hernaðarandstæð- inga, og dreifa því sem allra víðast. Þórður Sueinsson, Finnur Dellsén og Þórhildur Halla Jónsdóttir DAGFARI EFNISYFIRLIT 3. tbl. 33- árg. 2007 ISSN 1027-3840 Útg. : Samtök hernaðarandstæðinga Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Þórður Sveinsson, Þórhildur Halla Jónsdóttir og Finnur Dellsén Prentun: íslandsprent Baksíða: Verkið „Peace of Shit“ eft- ir Yuri Shimojo Forsíða: Heræfingum mótmælt 14. 08.'07 (mynd: Harpa Stefánsdóttir) Leiðari....................2 Ávarp formanns.............3 Ég fagna friðarsúlunni.....4 Martröðin í írak...........6 Krossbogar og tannkrem.....8 Friðarverðlaunahafar.......9 Allt um NATO..............10 Pol Pot (Pantúm)..........13 Strí ðsmyndir.............14 Fundur stríðsmangara......17 Saklausir fjöldamorðingjar....i8 Friðarverðlaunahafar.......19 Þokunni hefur létt.........20 Nýja ríkisstjórnin.........23 Stofnun NATO-stjórnsýslu..26 Friðarverðlaunahafar.......27 Ron Paul...................28 Friðarverðlaunahafar.......31 Augljóst orsakasamhengi....32 ísraelski friðarsinninn....34 Friðarverðlaunahafar.......37 Stríð og friður............38 2 Dagfari • nóvember 2007

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.