Dagfari - 01.11.2007, Blaðsíða 9

Dagfari - 01.11.2007, Blaðsíða 9
pappírunum i handfarangrinum okk- ar, látum hirða af okkur þær nagla- klippur sem slæddust þar með, leyfum öryggisvörðum að káfa í klofinu á okk- ur í leit að vel faldri tannkremstúpu (skeggjaðir karlmenn, að maður tali ekki um tattúveraðir, megaþakka fyrir að sleppa óspjallaðir í gegn). Hvað ætli sé langt þangað til fólk verður skikkað til að labba nakið gegnum vopnaleit- arhliðið? Það kaldhæðnislegasta er auðvitað að ef við værum ekki svona miklir sak- leysingjar upp til hópa gætum við eftir allan þennan sirkus skroppið niður í bæ og sprengt okkur í loft upp í ein- hverri neðanjarðarlest eða strætó án þess að nokkur hefði leitað á okkur þar - þrátt fyrir mýmörg dæmi um svipaða gjörninga í fortíðinni. Við gæt- um allt eins sprengt okkur í loft upp í Norrænu. Aðgerðir á borð við að láta ungbarna- mæður lepja eigin brjóstamjólk frammi fyrir öryggisvörðum flugvalla eru ekki bara vandræðalegar, þær valda fáránlegum töfum og margfalda tímann sem fólk þarf að eyða í ferðalög milli staða. í Evrópu hugsa lestarfélög sér gott til glóðarinnar eftir því sem fleiri gefast upp á tímaeyðslunni og hringavitleysunni sem fylgja flugferð- um en við sem erurn svo óheppin að búa á eyju neyðumst til að treysta á millilandaflugið ef við nennum ekki að stoppa á Hjaltlandseyjum í hvert sinn sem við förum til útlanda. Hver er eiginlega ástæðan fyrir þessu yfirgengilega eftirliti og hversu góð þarf hún að vera til að við hreyfum ekki mótmælum? Jú, þetta er okkar framlag til barátt- unnar milli góðs og ills, stríðsins gegn hryðjuverkum. Stríðsins sem verður farsakenndara og markmið þess óskýrari með hverjum deginum. Lykillinn að þessu stríði er að sann- færa borgarana um að okkur sé ógnað en að með nógu miklu eftirliti geti stjórnvöld fundið vondu kallana og stöðvað þá í fyrirætlunum sínum, fjar- lægt skemmdu eplin. Svo lengi sem stjórnvöld sofa ekki á verðinum erum við hin örugg af því að sá sem hefur ekkert gert af sér, hann þarf ekkert að óttast, er það nokkuð? Hér sem annars staðar væri rnjög viðeigandi en jafnframt mjög klisju- kennt að vitna í 1984 Georg- es Orwell. Við skulum sleppa því, en votta George virðingu okk- Kristín Svava ar í huganum. Tómasdóttir FRJÐARVERÐLAUN NÓBELS AMNESTY Friðarverðlaunin 1977 Saga Amnesty International er rakin til ársins 1961 þegar enskur lögfræð- ingur, Peter Benenson, hratt af stað herferð í Bretlandi til að vekja athygli á stöðu pólitískra fanga víða um heim. Kveikjan að þessu var blaðagrein sem Benenson las urn tvo portúgalska stúd- enta sem dæmdir voru í sjö ára fang- elsi fyrir það eitt að skála fyrir frelsinu á knæpu. Þótt upphaflega hafi aðeins átt að vera um tímabundið átak að ræða vatt það hratt upp á sig. Fjöldi starfsdeilda spratt upp í tugum landa og innan fárra ára var Amnesty Inter- national orðið að alþjóðlegum samtök- um sem nutu viðurkenningar Samein- uðu þjóðanna og Evrópuráðsins. Um það leyti sem Amnesty Interna- tional hlaut Friðarverðlaunin voru fé- lagsmenn hátt í 200 þúsund. Nú um stundir eru þeir rúmlega milljón. Merki samtakanna RALPH BUNCHE Friðarverðlaunin 1950 Ralph Bunche fæddist í Detroit árið 1904, sonur efnalítils rakara. Hann vakti snemma athygli fyrir afburða námsárangur og komst ungur til metorða í embættismannakerfinu. Bunche, sem var þeldökkur, lét mikið til sín taka í réttindabaráttu blökkumanna í Bandaríkjunum. Friðarverðlaunin hlaut hann þó ekki fyrir störf á þeirn vettvangi. Frá 1947 til 1949 gegndi Ralph Bunche stöðu sendifulltrúa Samein- uðu þjóðanna í Palestínu, þar sem hann var einn helsti sáttasemjarinn í deilum gyðinga og Palestínuaraba. Eftir að hryðjuverkamenn úr röðum Zíonista myrtu Bernadotte greifa í september 1948, tók Bunche við hlut- verki hans og tókst að lokum að ná samkomulagi milli stríðandi fylkinga. Sá friður reyndist þó skammvinnari en vonir stóðu til. Bunche tekur við friðarverðlaununum 9 Dagfari • nóvember 2007

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.