Dagfari - 01.11.2007, Page 32

Dagfari - 01.11.2007, Page 32
 m TÐAUC h RSAKA s Einar Ólafsson ræðir við norskt sjónvarpsfólk Fátt er mikilvægara en að horfa raunsæjum augum á veröldina. Til að fram- farir verði og til að eitthvað takist að bæta þennan heim er nauðsynlegt að þeir sem fara með völdin afneiti ekki veruleikanum. Þegar augljóst orsakasamhengi er á milli tiltekinna ákvarðana og gerða annars vegar og illra örlaga fólks af holdi og blóði hins vegar er ákaflega brýnt að þetta samhengi sé viður- kennt. Annars er hætt við að ekkert lát verði á hinum mannlegu þjáningum sem rangar ákvarðanir og illar gerðir hafa í för með sér. Því miður verður iðulega lítið lát þar á. Á því eru ýmsar skýringar. Sumir hafa beinlínis hag af þjáningum fólks og óréttlæti. Aðrir vilja fela sannleik- ann til að verða ekki fýrir ámæli. Enn aðrir eru slegnir blindu og gera sér ekki grein fyrir því hvernig eitt leiðir af öðru og hvernig það sem gert er á einum stað veldur saklausu fólki ann- ars staðar þjáningum og miska. Vopnasala og stríð Robert Fisk, blaðamaður og friðar- sinni, tiltekur dæmi um þetta í bók sinni The Great Warfor Civilisation (2005) þar sem fjallað er ítarlega um það ófriðarbál sem um langt skeið hef- ur logað í Miðausturlöndum. í kafla, sem ijallar um vopnasölu til þessa heimshluta, segir hann frá því hvernig honum tókst að rekja svonefnt „Hell- fire“-flugskeyti, sem Israelsher notaði við dráp á óbreyttum borgurum, til framleiðenda þess (sjá bls. 761-788). Þessu flugskeyti var skotið úr ísraelskri herþyrlu af stuttu færi á sjúkrabíl í Suður-Líbanon árið 1996, en þá gerði ísraelsher árásir á landið til að ganga milli bols og höfuðs á Hizbollah-sam- tökunum. Sjúkrabíllinn var troðfullur af óbreyttum borgurum á flótta. Flug- skeytið fór inn um afturhurð sjúkra- bílsins og sprakk þar innan um litlar stúlkur og nokkra fullorðna. Fjórar ...þá réðust y y herþotur NATO aftur á þorpið þegar verið var að jarðafómarlömbin úrfyrri árásinni. stúlkur og tvær konur létu lífið með miklum harmkvælum, en lýsingar sjónarvotta eru hryllilegar. Á einu af brotunum úr flugskeytinu má sjá framleiðslunúmer þess. Með þetta brot í farteskinu tókst Fisk að rekja það til þeirra tilteknu verksmiðja þar sem það var búið til og sett saman. Hann ræddi við yfirmenn verksmiðj- anna og minnti þá á ábyrgðina sem þeir sem framleiðendur báru á hin- um hræðilega dauðdaga fólksins í sjúkrabílnum. Hann sýndi þeim líka ljósmyndir af líkum þess. Þeim varð auðvitað mikið um við að sjá þessar myndir en afneituðu allri ábyrgð á hryllingnum. Þeir hafa ef til vill litið svo á að ekki væri hægt að kenna þeim um neitt. Þeir hafi aðeins framleitt vopnið og gætu ekki borið ábyrgð á eftirfarandi notkun þess. En hergögn eru fram- leidd til að vera notuð í átökum þar sem fólk lætur lífið. Þeir sem framleiða vopnin geta ekki látið eins og þessi beiting vopnanna komi þeim ekki við. Það er orsakasamhengi á milli þess þegar verksmiðja í Bandaríkjun- um framleiðir flugskeyti og ísraelsk herþyrla skýtur því síðan á sjúkrabíl fullan af óbreyttum borgurum. Her- gagnaverksmiðj an leggur sitt lóð á vog- arskálarnar til að gera slíka morðárás mögulega. Heræfingar og stríð Þetta vekur upp hugleiðingar um heræfingarnar hér á íslandi í ágúst síðastliðnum. Hingað kornu sérsveit- armenn frá ýmsum NATO-ríkjum, auk fjölda herflugvéla. Á meðal þeirra voru bandarískar orrustuþotur. Slíkar þotur gerðu einmitt loftárás á lítið þorp í Kúnar-héraði í Afganistan í júlí síðastliðnum. Að sögn sjónarvotta lét- ust tíu þorpsbúar í árásinni, þeirra á meðal börn, og voru níu af þessum tíu úr sömu fjölskyldunni. Og eins og þetta hafi ekki verið nóg, þá réðust þot- urnar aftur á þorpið þegar verið var að jarða fórnarlömbin úr fyrri árásinni. Fórust þá 25 jarðarfarargestir. Til að herflugmenn geti framið voðaverk sem þessi verða þeir að geta 32 Dagfari • nóvember 2007

x

Dagfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.