Dagfari - 01.11.2007, Blaðsíða 23

Dagfari - 01.11.2007, Blaðsíða 23
Ríkisstjórnin vill þotur sem þessa egar bandarískt herlið hvarf burt frá íslandi fyrir rúmu ári gaf þáverandi ríkisstjórn út yfirlýsingu um ný verkefni íslenskra stjórnvalda tengd vörnum landsins. I henni kom m.a. fram að setja þyrfti á laggirnar sam- starfsvettvang stjórnmálaflokkanna um öryggi íslands á breiðum grund- velli. Þar með má segja að ríkisstjórnin hafi viðurkennt áralangt tómlæti, því ekki hafði hún frarn að þessu lagt mikið á sig við að vinna stefnu um öryggi og varnir íslands. Þó má finna í stefnu um nýskipan lögreglumála ákveðnar vísbendingar urn vilja ráðamanna til að tengja saman löggæslu og varnar- mál. í fyrrnefndri yfirlýsingu ríkis- stjórnarnnar er lögð áhersla á aukið samstarf lögreglu, landhelgisgæslu, slökkviliða og björgunarsveita „þann- ig að tryggja megi þátttöku varaliðs hvarvetna þar sem þess kann að verða þörf í landinu.“‘ Þannig má ljóst vera að þessum aðilum er ætlað ákveðið hlutverk í öryggis- og varnarmálum þjóðarinnar. I grein þessari er ætlunin að ráða í áform núverandi ríkisstjórn- ar varðandi þennan málaflokk. Spilin l Yfirlýsing ríkisstjórnavnmar um ný verkefni íslertskra stjórnvalda við brottfór varnarliðs- ins (26. sept. 2006), sótt af: http://www.forsaet- israduneyti.is/media/frettir/Nyverkefni.pdf sem ríkisstjórnin hefur á hendi í þeim efnum leynast m.a í frumvarpi til fjár- laga 2008. Við skulum kíkja nánar á þau en rifja fyrst upp vissan aðdrag- anda sem vert er að skoða. Varalið ásamt öryggis- og grein- ingarþj ónustu Björn Bjarnason dómsmálaráðherra fjallaði nánar um áðurnefnda yfirlýs- ingu á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs sl. vor. Þar skýrði hann betur markmiðið með stofnun sérstaks varaliðs: Það skyldi skipað 240 manns, sem kæmu „úr röðum björgunarsveitarmanna, slökkviliðsmanna, sjúkraliðsmanna, öryggisvarða, friðargæsluliða og fyrr- verandi lögreglumanna eftir sérstaka þjálfun á vegum ríkislögreglustjóra.“ Með þeim liðsauka „gæti lögreglan kallað út um 1000 manna þjálfað lið“ eftir þörfum.2 Töluverð umræða spannst vitaskuld um þessa tillögu en Björn sór af sér að hann hefði með henni í hyggju að stofna sérstakan íslenskan her. 2 Björn Bjarnason: „Okkar ábyrgð - öryggi og varnir íslendinga. Erindi á fundi Samtaka unr vestræna samvinnu og Varðbergs, 29. mars, 2007.“, s. 6. Sótt af: http://www.domsmala- raduneyti.is/media/frettir/erindi.pdf í sama erindi minntist Björn einnig á nýstofnaða greiningardeild lögregl- unnar, sem hefur verið nokkuð um- deild, en Björn er ekki í nokkrum vafa um að hafi þegar sannað gildi sitt. í þingumræðum um ný lögreglulög í febrúar 2006 vísaði hann á bug þeirri gagnrýni að með greiningardeildinni væri verið að koma á laggirnar ís- lenskri leyniþjónustu. Enda þótt henni sé ætlað að eiga náið samstarf við „stjórnvöld og alþjóðastofnanir, þar sem skipst er á trúnaðarupplýs- ingum“ sagði Björn starfsemi henn- ar ekki eiga neitt skylt við leyniþjón- ustustarfsemi. Engu að síður væri enn ekki tekið á ,,heimild[um] þessarar deildar [...] í þessu frumvarpi, það er sérstakt álitaefni sem þarf að fjalla um á Alþingi“.3 Hins vegar boðaði Björn í Varðbergsræðu sinni að hann vildi stofna „öryggis- og greiningarþjón- ustu“ sem væri undir eftirliti Al- þingis og hefði „heimildir til að hefja rannsókn mála, án þess að fyrir lægi rökstuddur grunur um, að afbrot hefði verið franiið" og nefndi forvarnir gegn lnyðjuverkum í því sambandi.4 3 Umræður á Alþingi um „Lögregluiög og fram- kvæmdarvald ríkisins í béraði." (14.02.2006). Sótt af: http://www.altbingi.is/raeda/132/ rad20060214T144502.html 4 Björn Bjarnason: „Okkar ábyrgð - öryggi og varnir Islendinga...“, s. 6. Dagfari • nóvember 2007 23

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.