Dagfari - 01.11.2007, Blaðsíða 27

Dagfari - 01.11.2007, Blaðsíða 27
ur þess hernaðarbandalags er aðili að ríkisstjórn. Fyrst og fremst verður að mótmæla því hér á þessum vettvangi að ekki skuli á vettvangi Háskóla íslands fjallað um varnarmál út frá hinum „alternatíva“ sjónarhóli - um að orsakir styrjalda þurfi að uppræta í staðinn fyrir að bregðast við með vígbúnaði. Fátækt, kúgun, fáfræði og ójöfnuður búa til stríð og friður kemst einungis á með róttækar hugsjónir jafnaðarmanna að leiðarljósi. „...he put his boots on“ Hérlend umræða á vettvangi háskóla um varnarmál minnir sumpart á þann stórasannleik Hnattvæðingar kapí- talsins sem gagnast átti hinum snauðu á endanum þegar molarnir af borðum auðvaldsins „skiluðu“ sér loksins niður til þeirra. Allir vita hvernig farið hefur fyrir nýfrjálshyggjunni og einka- væðingarbröltinu - enda hefur fræði- leg umræða breyst um þá ömurlegu tilraunastarfsemi seinustu ár. Félags- hyggjan er í sókn í Suður-Ameríku og Norðurlöndin standa keik með best heppnuðu þjóðfélög í heimi. Við vitum einsog er að andúðin á stríðsrekstri hefur stóraukist og vonandi skilar hún sér í vandaðri um- ræðu um friðar- og afvopnunarmál, í stað eintóna „akademískra“ mál- þinga þeirra sem enn berja höfðinu við steininn og stinga höfðinu í sand- inn. Viðhorfsbreyting almennings í kjölfar Íraksstríðsins og aukin vitund hans um utanríkismál gerir talsmenn hernaðarbandalaga og tindátaleikja æ hlægilegri. Enda vart til vonlausari málstaður en að auka skuli friðinn með því að kaupa fleiri drápstól. En fyrst og fremst gerum við hern- aðarandstæðingar þá kröfu að sitja við sama borð og Natósinnar inn- an akademíunn- ar. Þá fyrst færi Stofnun stjórn- sýslufræða og stjórnmála að rísa undir nafni sem alvöru háskólastofnun. Fyrr ekki. Hákon Baldur Hafsteinsson FRIÐARVERÐLAUN NÓBELS LÆKNAR GEGN KJARNORKUVÁ Friðarverðlaunin 1985 Árið 1980, þegar kalda stríðið stóð sem hæst, sendi hópur lækna frá Sovétríkj- unum og Bandaríkjunum frá sér sam- eiginlega yfirlýsingu gegn kjarnorku- vopnum og þeim ógnum sem þeim fylgdu. í kjölfarið urðu til regnhlífar- samtök hópa og einstaklinga úr heil- brigðisgeiranum, sem höfðu það að markmiði að fræða stjórnmálamenn og almenning um kjarnorkuvána, en á níunda áratugnum voru einmitt að koma fram nýjar upplýsingar um áhrif geislunar á mannslíkamann og hvers vænta mætti í kjarnorkuvetri. Síðar færðu samtökin út starfssvið sitt og berjast nú gegn öllum hernaði. Kjarnorkumálin eru félagsmönnum þó enn ofarlega í huga. Til dæmis gagnrýndu samtökin harðlega skýrslu Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2005 um kjarnorkuslysið í Tsjernobyl, þar sem staðhæft var að rekja mætti innan við fimmtíu dauðsföll beint til óhapps- ins. Bentu samtökin á að talan væri margfalt hærri ef litið væri til lang- tímaáhrifa geislunar. Merki samtakanna ALFONSO GARCÍA ROBLES Friðarverðlaunin 1982 García Robles fæddist í Mexílcó árið 1911 og gekk ungur til liðs við utan- ríkisþjónustuna. Hann varm.a. í sendi- nefnd Mexíkó við stofnun Sameinuðu þjóðanna árið 1945, síðar sendiherra og um tíma utanríkisráðherra lands síns. Robles var lykilmaður í samn- ingaviðræðunum sem leiddu til Tlate- lolco-sáttmálans árið 1967. Með samkomulaginu var lýst yfir stofnun kjarnorkuvopnalauss svæðis í Róm- önsku Ameríku. Öll helstu kjarnorku- veldi heims hafa viðurkennt sáttmál- ann og fallist á að halda hann í heiðri. Tlatelolco-sáttmálinn er án nokkurs vafa í hópi merkari afvopnunarsamn- inga frá seinni helmingi tuttugustu aldar og var m.a. hafður til hliðsjónar af norrænum friðarsinnum í baráttu þeirra fyrir stofnun kjarnorkuvopna- lauss svæðis á Norðurlöndum. 27 Dagfari • nóvember 2007

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.