Dagfari - 01.11.2007, Blaðsíða 30

Dagfari - 01.11.2007, Blaðsíða 30
Mynd: Erik Ellison við stríðið í írak byggist annars vegar á þeirri skoðun hans að forsetinn haíi ekki heimild til að lýsa yfir stríði, aðeins þingið hafi slíkt vald, og þá aðeins til að verjast árás á Bandaríkin sjálf. Hins vegar byggist hún á því að kostnaður við stríðið sé óveijandi (en hann þurfi ríkið að sækja til þegnanna með skattheimtu) og afskipti af innan- ríkismálum annarra landa séu ósam- rýmanleg trú á takmörkun ríkisvalds. Þótt Paul sé einnig andsnúinn allri ríkisrekinni velferðar- eða samfélags- þjónustu, hefur hann kosið að leggja meiri áherslu á andstöðu sína við það sem hann kallar „öryggisríkið“ (national security state) og stríðið í írak. Hann hefur þannig ítrekað lagt áherslu á að fyrsta, og mikilvægasta, skrefið til að draga úr ríkisútgjöldum (og þar með lækka skatta) sé ekki af- nám velferðarþjónustu, því margt fólk sé háð henni, heldur að stöðva útgjöld til stríðsreksturs. Paul talar í þessu sambandi um Bandaríkin sem heims- veldi og varar við völdum the military industrial complex - nokkuð sem nánast engir bandarískir stjórnmála- menn aðrir leyfa sér. „Vinátta við allar þjóðir“ Andstæðingar Paul innan Repúblík- anaflokksins hafa oft sakað hann um að tala fyrir „einangrunarstefnu“, en sú ásökun er þó frekar vafasöm, því hann er eindregið andsnúinn tolla- múrum eða takmörkunum á frjálsum viðskiptum. Paul segist vera fylgjandi afskiptaleysisstefnu (non-interven- tionism) en ekki einangrunarstefnu, og vitnar í því sambandi oft i orð George Washington, fyrsta forseta Bandaríkjanna, sem sagði að utan- ríkisstefna Bandaríkjanna ætti að vera „vinátta við allar þjóðir, viðskipti við allar þjóðir, en bandalög við engar“. Þessi afstaða hefur lengst af átt sér marga málsvara innan Repúblíkana- flokksins, eins og Paul hefur margoft bent á. Hún hefur engu að síður bakað honum töluverðar óvinsældir meðal annarra Repúblíkana. í könnun sem gerð var í haust meðal hægrisinnaðra bloggara um hver væri óvinsælasti hægrimaður Bandaríkjanna lenti Paul í fyrsta sæti. Skoðanir Paul á utanríkismálum hafa einnig orðið til þess að tilraunir hafa verið gerðar til að útiloka hann frá kappræðum. í kjölfar orðaskipta Paul og Giuliani sem vitnað var til hér að ofan lýsti formaður Repúblíkana- flokks Michigan því yfir að hann myndi beita sér fyrir því að Paul yrði bannað að taka þátt í kappræðum á vegum flokksins. Eldheitir stuðningsmenn Þessi ijandsamlega afstaða flestra Repúblíkana virðist þó ekkert hafa gert til að draga úr vinsældum Paul, því þótt hann sé enn tiltölulega lítið þekktur (í könnun Gallup frá í október sögðust 74% Repúblíkana ekki vita nóg um Paul til að geta haft skoðun á honum) hefur honum tekist að safna um sig stórum hópi stuðningsmanna og eldheitra aðdáenda. Það er talið til marks um hversu einbeittir stuðnings- menn Paul eru að á þriðja ársfjórðungi námu ijárframlög til hans 5 milljónum dollara, mest af því á veraldarvefnum. Einu frambjóðendur Repúblíkana sem gengur betur í ijáröflun eru Romney, Giuliani, Thompson og Mc- Cain. Og stuðningurinn virðist síst vera í rénum, því þann 5. nóvember, sem er „Guy Fawkes dagurinn“, gáfu stuðningsmenn 4.2 milljónir á heima- síðu Paul. Engum frambjóðanda Repúblíkana hefur tekist að safna jafn miklu fé á einum degi. Þó svo að Paul njóti innan við 5% stuðnings á landsvísu bætir eldhug- ur stuðningsmanna hans og elja það upp. Sérstaklega fer mikið fyrir stuðningsmönnum Paul á veraldar- vefnum, en sumir hafa líkt netvin- sældum Paul nú við grasrótarhreyf- ingu þá sem myndaðist í kringum framboð Howard Dean 2003. Flestir Repúblíkanar hafa þó tekið stuðningsmönnum Paul og net-aktiv- isma þeirra mjög illa. Hægribloggið Redstate, sem er eitt mest rnest lesna bloggsetur Repúblíkana, hefur gripið 30 Dagfari • nóvember 2007

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.