Dagfari - 01.11.2007, Side 29

Dagfari - 01.11.2007, Side 29
Bandaríkjanna af innanríkismálum Mið-Austurlanda. Þessi afstaða Paul kallaði á svar frá Rudy Giuliani, fyri-verandi borg- arstjóra New York, sem krafði sér hljóðs til að lýsa þvi yfir að þetta væri „ótrúleg staðhæfing" og þó hefði lrann, senr „lifað hefði af árásirnar n sept- enrber“, heyrt furðulegar skýringar á atburðunr þess dags. Giuliani krafðist því þess að Paul drægi ummæli sín til baka og bæðist afsökunar, en við það brutust út fagnaðarlæti meðal við- staddra. Á næstu dögunr fékk Giuliani hrós flestra hægrisinnaðra bloggara og honum var sömuleiðis óspart hrósað í hægrisinnuðum útvarpsþáttum. „Af hverju hata þeir okkur?“ í þessum orðaskiptunr Giuliani og Paul kristallast einn mikilvægasti munurinn á afstöðu Ron Paul og for- ystumanna Repúblíkanaflokksins til utanríkismála. Giuliani og aðrir for- setaframbjóðendur flokksins hafa, líkt og núverandi forseti, George W. Bush, hvað eftir annað lýst því yfir að hryðju- verkamennirnir hati Bandaríkjamenn vegna frelsis- og lýðræðishefðar þeirra. í ræðu sem forsetinn flutti fyrir sameinuðu þingi efri og neðri deildar þann 20. september 2001, lét hann eftirfarandi ummæli falla: „Við Bandaríkjamenn spyrjum nú þessarar spurningar: Af hverju hata þeir okkur? Þeir hata það sem við sjáum í þessum sal, lýðræðislega kosin stjórnvöld. Leiðtogar þeirra eru sjálfskipaðir. Þeir hata frelsi okkar, trúfrelsi okkar, málfrelsi okk- ar, kosningaréttindi okkar og frelsi til skoðanaágreinings.“ Þessi skilningur á heimsmálum bygg- ir á mjög einfaldri tvívíðri mynd af veröldinni og á sér (líkt og afskipta- leysisstefna Paul) langa hefð innan Repúblíkanaflokksins, samanber um- mæli Ronald Reagan um að Sovétríkin væru „heimsveldi hins illa“. Samkvæmt þessari heimsmynd eru Bandaríkin góð, ef ekki algóð, og óvinir Bandaríkjanna einfaldlega vondir. Bandaríkjamenn, fulltrúar frelsis og lýðræðis, standa frammi fyrir „íslamó- fasistum“, andlýðræðissinnum og öðrum óvinum frelsisins. Þessi heims- mynd hefur þann kost helstan að hún „útskýrir“ flókin heimsmál með ein- földum hætti, því öllum andstæðing- um Bandaríkjanna er steypt saman í einn hóp. Hún hentar einnig vel í kosningaslagorð. Paul virðist hafa mjög söguleg- an skilning á veröldinni og stöðu Bandaríkjanna í henni. Af öllum forsetaframbjóðendum beggja flokka er Paul nefnilega sá sem vísar oftast í söguna þegar hann talar um utan- ríkismál. Þegar íran ber á góma riijar Paul ævinlega upp stuðning Banda- ríkjanna við valdarán íranskeisara 1953, og kennir spilltri einræðisstjórn hans, sem studd var af Bandaríkjun- um, um íslömsku byltinguna 1979. Paul hefur jafnframt margbent á að Bandaríkin studdu Saddam Huss- ein í stríði hans við írani á níunda áratugnum. í þessu sambandi talar Paul um „blowback“, þ.e. að aðgerðir Bandaríkjamanna á erlendri grundu geti haft ófyrirséðar og oft óvelkomn- ar afleiðingar. Paul telur því að íbúar Mið-Austur- landa hafi fulla ástæðu til að hatast við Bandaríkin, ekki vegna þess að þeir hati auðlegð, frelsi eða lýðræðishefð þeirra, heldur vegna þess að þeir hafa ítrekað orðið fyrir barðinu á utan- ríkisstefnu Bandaríkjanna. Það sé því útilokað að bandarísk stjórnvöld geti gert útaf við hryðjuverkamenn og óvini sína með hervaldi, því að þetta sama hervald sé rótin að allri andúð sem Bandaríkin verða fyrir á alþjóða- vettvangi. „Hryðjuverkamennirnir koma ekki hingað og gera árásir á okkur Banda- ríkjamenn vegna þess að við erum rík og frjáls,“ segir Paul. „Þeir koma og gera árásir á okkur vegna þess að við höfum verið í þeirra heimshluta." Bandaríkin úr NATO Paul, sem er læknir að mennt, er fæddur 1935 og hefur setið á þingi fyrir Texas í tíu kjörtímabil. Hann var fyrst kjörinn á þing 1976, en hvarf frá þing- mennsku 1985 til að bjóða sig fram til öldungadeildarinnar fyrir Texas. Paul tapaði þeim kosningum, og sömuleiðis forsetakosningunum 1988, en þá bauð hann sig fram sem fulltrúi Frjáls- hyggjuflokksins (Libertarian Party). Hann var svo aftur kjörinn á þing fyrir Repúblíkanaflokkinn 1997, og hefur setið á þingi síðan. Paul hefur alla tíð verið einn ötulasti andstæðingur stríðsreksturs eða hernaðarhyggju innan Repúblíkanaflokksins, og hefur Mynd: Richard B. Deyoung II tvímælalust verið einn háværasti and- stæðingur stríðsins í írak. Enginn af sigurstranglegustu fram- bjóðendum Demókrataflokksins hefur þorað að ganga jafn langt og Paul sem hefur krafist þess að allt bandarískt herlið verði tafarlaust kallað heim frá írak. Hillary Clinton, John Edwards og Barack Obama lýstu því öll yfir í í kappræðum sem haldnar voru þann 26. september í New Hampshire að þau gætu ekki lofað því að herinn yrði kallaður heim „á fyrsta kjörtímabili" þeirra. Reyndar hefur Paul ekki látið þar við sitja, því hann hefur einnig lýst þvi yfir að Bandaríkin eigi að kalla allt herlið sitt frá Mið-Austurlöndum, og hætta að blanda sér í innanríkismál annarra landa, beita hótunum um hernaðaraðgerðir eða stofna til hern- aðarbandalaga með öðrum þjóðum. í samræmi við þessa skoðun vill Paul að Bandaríkin dragi sig úr NATO. Af- staða hans er sú að Bandaríkjamenn eigi að leiða heiminn með góðu for- dæmi en ekki hervaldi og að friðsam- legar myndi um að litast í heiminum, og þó sérstaklega Mið-Austurlöndum, ef Bandaríkin lýstu því yfir einhliða að þau myndu ekki beita hervaldi nema til að verjast árás á Bandaríkin sjálf. Frjálshyggjan og stjórnarskráin Andstaða Paul við stríðsrekstur og hernaðarbandalög byggist á ein- dreginni frjálshyggju og strangri túlkun á stjórnarskrá Bandaríkjanna. Reyndar má segja að hann og marg- ir stuðningsmenn hans séu nokkurs konar bókstafstrúarmenn þegar kem- ur að stjórnarskránni. Andstaða hans Dagfari • nóvember 2007 2 9

x

Dagfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.