Dagfari - 01.11.2007, Blaðsíða 24

Dagfari - 01.11.2007, Blaðsíða 24
Mynd: Harpa Stefánsdóttir Nú er íslensk leyniþjónusta... eða „öryggis- og greiningarþjónusta“ sérstakt viðfangsefni sem krefst vandlegri umíjöllunar en hér er rúm íyrir. Það er þó athyglisvert að lesa erindi sem dómsmálaráðherra hélt í Rótarý-klúbbi Reykjavíkur þar sem hann færði önnur rök íyrir ráðstöf- unum gegn hryðjuverkavá en að vísa almennt til þeirrar skyldu stjórnvalda að standa vörð um öryggi þegna sinna. Þau rök vísa ekki fram til óvissrar framtíðar, heldur til áþreifanlegra sögulegra staðreynda. Ráðherrann sagði: „Við íslendingar höfum ekki farið varhluta af því að einstaklingar og alþjóðasamtök knýi fram málstað sinn með ofbeldi." Dæmin sem hann nefnir eru að vísu einungis tvö: 1. Þegar samtökin Sea Shepherd sökktu tveimur hvalveiðibátum 1986. 2. Þegar „alþjóðlegir umhverfissinn- ar með önnur áhugamál en hvali [...] gerðu [...] atlögu að framkvæmdum við Kárahnjúka og á Reyðarfirði“ sumarið 2005. Að vísu skilgreinir Björn síðara til- vikið ekki sem „hryðjuverk“ heldur sem „óhæfuverk“ framið „í nafni öfgakennds málstaðar“.5 Engu að síður má hæglega álykta af orðum dómsmálaráðherrans, að öryggis- og greiningarþjónustan, þessi nýja upp- finning, muni hafa nokkuð fijálsar hendur í leit sinni að viðfangsefnum og ekki ólíklegt í þessu ljósi að með- limir varaliðs lögreglunnar muni þurfa að kljást við heldur óvænta óvini ríkisins. 5 Björn Bjarnason: „Um hryðjuverk. Erindi í Rótarý-klúbbi Reykjavíkur, 24. ágúst, 2005. “ Sótt af: http://bjorn.is/greinar/nr/3228 Nýir útgjaldaliðir í fjárlagafrum- varpi Það verður seint sagt um fjár- lagafrumvarpið að þar sé allt sett fram með sérlega skýrum og aðgengilegum hætti. Slík er sannarlega ekki raunin þegar reikna á út hversu miklum fjármunum gert er ráð fyrir að verja til svokallaðra varnarmála. Frá dómsmálaráðuneytinu fengust þær upplýsingar að enginn útgjaldaliður þar teldist til varnarmála, hins vegar En línan á y y milli hern- aðarlegra og borgaralegra stofnana verður sífellt óskýrari... vörðuðu ýmsir liðir þess löggæslu- og öryggismál/’ Þetta er athyglisvert í ljósi þess að dómsmálaráðherra er einkar tamt að tala um „öryggis- og varnarmál“ og hefur þau gjarnan í sama orðinu. í kafla frumvarpsins, sem fjallar um utanríkisráðuneytið, er hins vegar að finna þennan nýja út- gjaldalið, „Varnarmál", sem ætlunin er að verja til 533,8 m.kr. í skýringum með honum kemur fram að þeirri fjárhæð sé ætlað að greiða kostnað 6 Tölvupóstur frá dómsmálaráðuneytinu frá 18. okt. 2007. „vegna ríkja sem koma að vörnum og eftirliti áNorður Atlantshafi." Þar er átt við kostnað vegna heræfinga á íslandi, svo og vegna eldsneytis, búnaðar, reksturs bygginga, aðbúnaðar og þotu- gildra sem slíkar æfingar krefjast.6 7 * í þessu sambandi er rétt að nefna að í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2007 óskar utanríkisráðuneytið eftir 152 m.kr. til „öryggissvæðis við Kefla- vikurflugvöll“8 og einnig eftir 20 o m .kr. „vegna loftflutninga fyrir NATO“, án þess að nánari grein sé gerð fyrir síðar- nefnda atriðinu.9 Þá er rétt að nefna að fjáraukalagafrumvarpið gerir ráð fyrir 45 m.kr. fjárheimild vegna heræfing- arinnar Norður-Víkingur 200710 og að ársþing þingmannanefndar NATO, haldið í Reykjavík haustið 2007, fékk fjárveitingu sem nam 155 m.kr.11 Bandaríski flugherinn hefur haft það á sinni könnu að reka Ratsjárstofnun en við brotthvarf hersins tók íslenska ríkið við því hlutverki. í fjárlagafrum- varpinu eru 822,3 m-kr áætlaðar til rekstursins og í fjáraukalögum fyrir 2007 er sótt um 280 m.kr. til viðbótar. Þá er aðild okkar að NATO tíunduð en hún kostar okkur 65,2 m.kr. auk 99,9 m.kr. vegna fastanefndarinnar. Nú eru þau útgjöld talin, sem fjárlagafrum- varpið gerir augljóslega ráð fyrir að renni til öryggis- og varnarmála á næsta ári og þar er samanlagt um 7 Frumvarp til fjárlaga 2008, s. 311-312. Sótt af: http://www.althingi.is/altext/l35/s/ pdf/oooi.pdf 8 Frumvarp tilfjáraukalaga fyrir árið 2007, s. 80. Sótt af: http://www.althingi.is/altext/135/ s/pdf/oi03.pdf 9 Sama rit, s. 65. 10 Sama rit, s. 79. 11 Frumvarp til fjárlaga 2008, s. 269. Sótt af: http://www.althingi.is/altext/l35/s/pdf/oooi. pdf 24 Dagfari • nóvember 2007

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.