Dagfari - 01.11.2007, Blaðsíða 3
NNýlegar skoðanakannan-
ir sýna að meira en helm-
ingur Bandaríkjamanna
er hlynntur því að ráðast
á íran, til að koma í veg
fyrir að landið eignist kjarnorkuvopn.
Fjórir af hverjum íimm telja að ef Iranir
byggju yfir kjarnorkuvopnum myndu
þeir láta hryðjuverkamönnum þau í té
og tveir af hverjum þremur telja írani
líklega til að ráðast á Bandaríkin.
Þetta eru sláandi tölur, sem leiða í ljós
hversu áhrifaríkur stöðugur hræðslu-
og stríðsæsingaáróður getur verið.
Á sama tíma og heimsbyggðin horfir
upp á hörmungar stríðsins í írak, sem
hverri sálu má vera ljóst að var stofn-
að til með lygum og fölsunum, virðist
forsprökkum bandarískrar heims-
valdastefnu ætla að takast að endur-
taka leikinn og það án þess svo mikið
að hafa fyrir að skipta um plötu.
Það er við aðstæður sem þessar
að friðarhreyfingar heimsins hafa
mikilvægustu hlutverki að gegna.
Verkefni okkar er að fletta ofan af
stríðsæsingaöflunum og andæfa mál-
flutningi þeirra sem tala fyrir hernaði
og vígvæðingu. Blóðvellirnir í írak eru
lifandi sönnun þess hvað er í húfi í
þeirri baráttu.
Það er auðvelt að láta hugfallast and-
spænis afli áróðursvélar hernaðar-
sinna, sem hafa flest helstu stjórn-
málaöfl á sínu bandi og megnið af
fjölmiðlum. Andspænis slíku valdi
virðast sjálfssprottnar grasrótarhreyf-
ingar magnlitlar. Veruleikinn er hins
vegar sá að hin alþjóðlega friðarhreyf-
ing hefur unnið ýmsa stórsigra í sögu
sinni, þegar tekist hefur að virkja
samtakamátt fólksins. í því sambandi
má nefna baráttuna gegn kjarnorku-
kapphlaupi risaveldanna á níunda
áratugnum, sem vísast hefði endað
með gjöreyðingarstríði ef friðarsinnar
hefðu ekki tekið í taumana.
Ár er nú liðið frá því að Samtök hern-
aðarandstæðinga tóku upp núver-
andi nafn sitt. Við nafnbreytinguna
var því spáð að á komandi misserum
yrði sífellt stærri þáttur í starfsemi
samtakanna fólginn í að berjast gegn
vaxandi hernaðarhyggju í íslensku
þjóðfélagi og tilraunum til að flækja
...þungavigt-
armenn úr
stétt vopna-
sala og -framleið-
enda telja sig
aufusugesti hér...
ísland enn frekar í vígbúnaðarkerfi
NATO-ríkja. Þeir spádómar hafa svo
sannarlega ræst.
Á liðnu ári höfum við horft upp á
íslenska ráðamenn fara land úr landi
til að reyna að lokka hingað erlenda
heri í stað þess bandaríska, sem góðu
heilli er á braut. Það er keppikefli
stjórnvalda að hér séu sem stærstar og
tíðastar heræfingar, með tilheyrandi
vígtólasýningum í höfnum landsins,
lágflugsæfingum á hálendinu og ann-
arri óáran. í Reykjavík eru haldnar
stórar ráðstefnur á vegum NATO og
þungavigtarmenn úr stétt vopnasala
Mynd: Harpa Stefánsdóttir
og -framleiðenda telja sig aufúsugesti
hér.
Ekki er frammistaða íslendinga á er-
lendum vettvangi heldur til að hrópa
húrra fyrir. í Afganistan taka íslenskir
friðargæsluliðar þátt í hernámsverk-
efni NATO-ríkja, sem síst hefur reynst
til þess fallið að koma á friði í þessu
stríðsþjáða landi. Það er barist af sama
lcrafti í Afganistan nú og fyrir hálfum
áratug. Munurinn er sá að núna hafa
vestrænir fjölmiðlar misst áhugann og
því erum við ekki lengur ónáðuð með
fréttum af afleiðingum gjörða okkar
þar í landi.
Verkefni íslenskra hernaðarand-
stæðinga eru ærin. Á næstu misserum
bíður oklcar barátta gegn heræfing-
um og heimsóknum herskipa. Krafa
okkar urn friðlýsingu íslands fyrir
umferð og geymslu kjarnorku-, efna-
og sýklavopna stendur óhögguð.
Hervæðing borgaralegra stofnana á
borð við lögreglu og landhelgisgæslu
er okkur vitaskuld þyrnir í augum
og sama máli gegnir um svokölluð
friðargæsluverkefni sem eru í raun lítt
dulbúin hermennska. Samhliða þessu
munu íslenskir hernaðarandstæðing-
ar vitaskuld tjá afstöðu sína til helstu
pólitísku deilumála samtímans og
þrýsta á íslensk stjórnvöld um að beita
áhrifum sínum og tala máli friðar og
afVopnunar á alþjóðavettvangi.
Virk íslensk friðarhreyfing hefur
sjaldan verið jafnmikilvæg og ein-
mitt núna. Forsenda hennar er að
sem flestir leggi hönd á plóg og taki
þátt í starfinu. Oft var þörf, en nú er
nauðsyn.
Stefán Pálsson
formaður SHA
Dagfari • nóvember 2007
3