Dagfari - 01.11.2007, Blaðsíða 21

Dagfari - 01.11.2007, Blaðsíða 21
Baráttan hófst í menntaskóla. Ég var nákominn Sigurbirni Einarssyni sem var kennar- inn minn í guðfræði. Hann stofnaði ópólitísk samtök sem hétu Þjóðvarnarfélagið í kjölfar þess að árið 1946 ákváðu Ameríkanar að lengja veru sína á íslandi um hundrað ár og ég fylgdi honum eftir. Síðar fór ég til náms í Ameríku. Þar var ég í langan tíma og kom ekki aftur fyrr en um haustið 1956 og hóf þá að skrifa á Mogganum. Árið 1961 komu fram áætlanir um að stækka Kanasjónvarpið og láta það berast um allt land. í samfélaginu voru mjög sterk viðbrögð við því og þá var stofn- aður lítill hópur sem var kenndur við Ingólf Arnarson. í honum voru m.a. Ragnar í Smára, Hannes Pétursson, Sigurður Líndal, sem voru auðvitað sjálfstæðismenn, ásamt mér og Þór- halli Vilmundarsyni sem vorum hin- um megin pólitísku línunnar. Við gáfum út blað sem hét Ingólfur og börðumst á hæl og hnakka gegn þessu í útvarpsviðtölum og öllu mögulegu. Ég hugsaði ekki mikið um það þá en Sigurður Líndal, sem var innarlega í Sjálfstæðisflokknum á þessum tíma, kom til mín og sagðist halda að það væri verið að hlera okkur. Ég sagðist ekki trúa því, en hann gekk á fund Bjarna Ben í stjórnarráðinu til að kanna málið og var einfaldlega hent öfugum út. Þá hugsaði ég með mér: Jæja, það er farið að færast ijör í leikinn! En við héldum ótrauðir áfram okkar baráttu. Áþessum tíma gerði Þorbjörn Brodda- son rannsókn á vitneskju barna um ísland. Þá kom í ljós að börn sem bjuggu á Akureyri, þangað sem Kana- sjónvarpið náði ekki, vissu miklu meira um samfélagið sitt og íslandssöguna heldur en börn sem bjuggu á svæðum sem Kanasjónvarpið náði til. En baráttan fór eins og hún fór og við töpuðum á öllum vígstöðvum eins og augljóst er í dag. Af hálfu íslenskra stjórnvalda var reynt að fara inn um bakdyrnar; Benedikt Gröndal var einn aðalforsprakkinn og upplýsti að verið væri að leyfa Kanastöðina þarna suður frá í nokkur ár til að fólk keypti meira af sjónvarpstækjum; á þau væru lögð sérstök gjöld og það fé sem safnaðist saman átti síðan að nota til að stofna íslenska sjónvarpið. Keílavíkursjón- varpið átti sem sagt að vera grund- völlur íslensks sjónvarps. Þetta var allt mjög furðulegt. Mestu lætin sem ég upplifði voru í kringum Víetnamstríðið og fasista- byltinguna í Grikklandi 1967. Þegar NATÓ-fundurinn var haldinn á ís- landi 1968 komu hingað átta strákar frá Svíþjóð til að gera einhvern usla og þá var stofnuð Grikklandshreyfing á íslandi sem starfaði öll árin sem her- foringjar voru við völd í Grikklandi. Hún var mjög illa séð. Þar sem ég var farinn að berjast gegn herforingjun- um, sem NATÓ studdi og hjálpaði, kom þetta þannig út að ég varð illa séður í herbúðum Moggans þar sem ég vann. Og þegar ég fór ég að skrifa gegn Víetnamstríðinu passaði það alls ekki inn í Mogga-pólitíkina því þar ríkti það sjónarmið að Ameríkanarnir væru einfaldlega að bjarga heiminum frá kommúnisma. Ég sagði að y J hann hefði enga heimild til að banna mér að ganga um borgina þótt hann væri kraftaídíót. Það endaði með því að ég var beðinn um að hætta að skrifa um tíma rétt fyrir kosningar. Ég hafði reglulega skrifað dálka í Lesbókina um það sem mér datt í hug og það var auðvitað mikið um ágreiningsefni. Frá forsætis- ráðherra komu víst tilmæli um að ég ætti að hætta að skrifa. Ég sagði við Matthías Johannessen, ritstjóra, að hann yrði að segja mér upp því ég gæti ekki starfað á blaði þar sem skip- anir kæmu að utan um hvað ég ætti að skrifa. Þar með hætti ég að skrifa fyrir Moggann. En Ólafur Ragnar og Baldur Óskarsson höfðu þefað það uppi að ég ætti undir högg að sækja hjá Mogganum og höfðu þá rokið upp á Samband og spurt hvort elcki vant- aði ritstjóra á Samvinnuna sem þá var að deyja. Það endaði með því að ég var fenginn til að ritstýra henni og ég gerði það næstu sjö árin. Frá My Lai Á þessum árum kemur upp þessi magnaða andstaða við Víetnamstríðið. Rétt fyrir jólin 1968 var haldinn fundur um stríðið niðri í Tjarnarbúð. Þegar honum var lokið ætluðum við að ganga að ameríska sendiráðinu til að mótmæla en þá gekk í veg fyrir mig frægur kraftajötunn og lögreglumaður sem hét Guðmundur Hermannsson og sagði mér að ég hefði ekki leyfi til að fara þarna um. Ég sagði að hann hefði enga heimild til að banna mér að ganga um borgina þótt hann væri krafttaídíót. Hann bað mig um að endurtaka það sem ég sagði sem ég gerði og var handtekinn fyrir vikið. í fjölmiðlunum var sagt að ég hefði verið handtekinn fyrir að vera með uppþot en hvergi var minnst á að það væri vegna þess að ég hefði endurtekið að lögregluþjónninn væri kraftaídíót. Við vorum 6-8 sem var stungið í steininn og þar sátum við í þrjá tíma. Þá var okkur sleppt og ég spurði hvort ekki lægi fyrir ákæra en svo var ekki. Daginn eftir var hið fræga Þorláks- messuuppþot og þá var ekki nokkur leið að koma einu orði afviti inn í nokk- urn fjölmiðil nema Þjóðviljann og bæði Bjarki Elíasson yfirlögregluþjónn og Guðmundur Hermannsson lugu eins og þeir ættu lífið að leysa. Þar sem ekki var hægt að koma neinum leiðréttingum á framfæri tóku nokkrir strákar sig til, m.a. Sveinn Rúnar Hauksson, Kári Stefánsson, Gestur Guðmundsson og Björn Stefánsson, og bjuggu til fjölrit með leiðréttingum sem borið var út í öll hús í Reykjavík með hjálp stúdenta úr Menntaskólan- um við Hamrahlíð og Menntaskólan- Dagfari • nóvember 2007 21

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.