Dagfari - 01.11.2007, Blaðsíða 26

Dagfari - 01.11.2007, Blaðsíða 26
STOFNVNNATÓ- STJÓRNSÝSLU NATÓ-STJÓRNMÁU ______________ Mynd: Bandaríska varnarmálaráðuneytið Við stjórnmálafræðiskor Háskóla íslands er starf- rækt ágæt rannsókna- stofnun er nefnist því fróma nafni „Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála“. Auk þess að halda úti góðri heimasíðu http://www.stjornmalogstjorn- sysla.is - gefur stofnunin tvisvar á ári út hið vandaðasta tímarit, „Stjórn- mál og stjórnsýslu". Þar láta stjórn- málafræðingar, stj órnsýslufræðingar og fleiri fræðimenn gamminn geysa um hin áhugaverðustu viðfangsefni fræðanna. Þessi þáttur í starfsemi Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála er til lýrirmyndar. Einnig er reglulega staðið fyrir áhugaverðum íyrirlestrum og málþingum á sviði stjórnmálafræði og opinberrar stjórnsýslu - oft með þátttöku fólks úr fleiri fræðigrein- um. Algengast er fyrirlestrahald um stjórnsýslu og hvers kyns nýskipan í opinberum rekstri - enda er eitt af hlutverkum stofnunarinnar að styðja við meistaranám í opinberri stjórn- sýslu við stjórnmálafræðiskor. „This is the End...“ Á málþingum hennar er nefnilega til siðs að ræða varnarmál út frá fors- endum hernaðarbandalagsins NATÓ. Oft eru þessar samkundur í samvinnu við hin „geysilega aktívu“ Samtök um vestræna samvinnu og Varðberg - en svo nefnist stuttbuxnadeild SVS. Við skulum grípa niður í fáein dæmi: „The West is the best...“ Þann 20. mars á síðasta ári blés Stj órnsýslustj órnmálastofnunin til fundar í Öskju um stöðuna í varnar- málum íslendinga í kjölfar þess að Kaninn ákvað blessunarlega að losa Ekki er að efa J J að herinn hef- ur verið grát- inn sárt á þessu mál- þingi — rneð þungum ekkasogum. þessa spurningu og hefur án efa styrkt hernaðarsinna í þeirri trú að vopn og aftur vopn myndu „tryggja friðinn“. Þetta málþing var ekki haldið á veg- um Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála - en forstöðukona hennar auglýsti fundinn iýrir hönd Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs. „The blue hus is calling us...“ í ársbyrjun talaði þáverandi hæstvirtur utanríkisráðherra, Valgerður Sverris- dóttir á fundi stofnunarinnar - sem að sjálfsögðu hélt hann í samráði við hin mjög svo vestrænu og sprellifandi samtök þeirra sem Þjóðviljinn hefði uppnefnt „leiguþý auðvaldsins“. Og enn seldi Stjórnsýslustjórn- málastofnun sig í bælinu allsber þegar ýtt var úr vör fundi um áhrif Mar- shall-aðstoðarinnar á íslandi. Reynd- ar var táknrænt að fundur sá skyldi kallast „Selling democracy“. Varla þarf að taka fram í þúsundasta skipti að „friðsamir borgarar“ a.k.a. SVS og Varðberg stóðu að selskapnum ásamt títtnefndri háskólastofnun og Verndaranum burtflogna - sem ku þó enn til heimilis á Laufásveginum. En þá kem ég að þvi sem er kveikjan að þessu greinarkorni mínu hérna í Dagfara. Nefnilega málþing þau sem Stofnun stjórnsýslufræða og stjórn- mála heldur um öryggis- og varnar- mál. Þar ekur stofnunin á leifturhraða út af hlutlægum og gagnrýnum vegi akademískra vinnubragða. Og hafnar úti í skurði. Hryggjarstykkið í alvöru félagsvís- indum er gagnrýnin hugsun. Aðeins þannig geta menn vegið og metið með rökstuddum hætti ólíkar kenningar og viðhorf innan fræðanna. Þessi algildu sannindi hefur Stofnun stjórnsýslu- fræða og stjórnmála því miður að engu er kemur að öryggis- og varnar- málum. okkur við herinn af Miðnesheiðinni. Frummælendur voru Björn Bjarna- son dómsmálaráðherra, Jón Hákon Magnússon stjórnmálafræðingur og formaður Samtaka um vestræna samvinnu, og Magnea Marínósdóttir stjórnmálafræðingur. Ekki er að efa að herinn hefur verið grátinn sárt á þessu málþingi - með þungum ekka- sogum. Þann sjötta nóvember síðastliðinn var síðan haldinn fundur um öryggis- og varnarþörf íslendinga í ljósi þess hvort gráta þyrfti evrópska og nor- ræna tindáta hingað til lands í staðinn fyrir Sám frænda. Richard nokkur Holmes - hingaðfloginn frá breskum varnarmálaháskóla - hélt erindi um „The killer awoke before dawn...“ Þessi dæmi um slagsíðu annars virtrar háskólarannsólcnaakademíu á annað borðið eru sorglega mörg og alveg ótrúlegt að ekki skuli menn gæta fræðilegs velsæmis í opnum um- ræðuuppákomum um varnarmálin. Sérstaklega í ljósi stóraukins áhuga almennings á utanríkismálum og vaxandi andúðar á bandarískri heims- valdastefnu í kjölfar hinnar ömurlegu innrásar í írak sem er smánarblettur. Sem betur fer höfum við fengið utan- ríkisráðherra sem segir ekki já og amen við Sám frænda. Það er góð byrjun þó ekki teljist líklegt að ísland fari úr NATÓ á meðan helsti stuðningsflokk- Dagfari • nóvember 2007

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.