Dagfari - 01.11.2007, Blaðsíða 18

Dagfari - 01.11.2007, Blaðsíða 18
Frá Síerra Leóne (mynd: UNICEF/Pirozzi) „Ég sneri mér í áttina að mýr- í gikkinn, og ég drap mann. inni þar sem vopnaðir menn Skyndilega tók allur hrylling- hlupu og freistuðu þess að urinn sem ég hafði orðið vitni komastundan.Andlitiðámér, að síðan ég komstfyrst í kast hendurnar,stuttermaskyrtan við stríðið að leiftra fyrir ogbyssanvaralltsamanblóði hugskotssjónum mínum...í( drifið. Ég lyfti rifflinum, tók - Ishmael Beah. Ishmael Beah var aðeins þrettán ára þegar hann gekk til liðs við her stjórnvalda í Síerra Leóne. Tólf ára gamall hafði hann orðið viðskila við ijölskyldu sína eftir að uppreisnarmenn réðust til atlögu í sveitaþorpinu þar sem hann bjó. Hann átti því ekki margra kosta völ til þess að halda lífi, aðra en að taka þátt í stríðinu sem hermaður. Ólíkt mörgum félögum sínum lifði hann stríðið af. Um reynslu sína af stríðinu hefur hann ritað bókina Um langan veg - saga herdrengs, en þess má geta að hann var staddur á íslandi fyrir skemmstu og áritaði þá þessa bók. Frásögnin er dapurleg og hroll- vekjandi og bregður ljósi á aðstæður fjöldamargra barna; Amnesty Int- ernational telur að yfir hálf milljón barna undir átján ára aldri taki virkan þátt í hernaðarátökum. Flest eru á aldrinum fjórtán til átján ára, en dæmi eru um að börn allt undir tíu ára aldri þurfi að berjast í stríði. 18 Börn af báðum kynjum eru rænd æskunni til þess að taka þátt í stríðsátökum víða um heim, þó að vandamálið sé stærst í Afríku. Raunar taka stúlkur meiri þátt í hernaði en Böm í hring- y y iðu átaka verða vitni að og þurfa að sýna gríðarlega grimmd... ætla mætti; samtökin Save the Chil- dren telja stúlkur allt að 40% herbarna á heimsvísu. Hlutskipti herstúlkna er auðvitað ekki betra en strákanna því auk þess að standa vaktina þeim við hlið í fremstu víglínu er stúlkunum oftar nauðgað eða haldið sem kynlífs- þrælum fullorðinna hermanna. Börn í hernaðarátökum þurfa auðvit- að að horfa upp á ólýsanlegar hörm- ungar og eru jafnvel fengin til þess að beita ofbeldi gegn eigin ijölskyldum og samfélögum. Þeirra hlutverk eru margskonar og hersveitirnar sem þau tilheyra líka - eða allt frá herliði á vegum stjórnvalda til vopnaðra hópa af öllum stærðum og gerðum. Oft eru börn einnig látin sinna störf- um utan vígvallarins. Þau njósna um óvini, eru sendiboðar, elda og þjóna til borðs og annað þaðan af verra eins og að sinna kynferðisþjónustu og hreinsa upp jarðsprengjusvæði. Þau eru jafn- vel látin gera sjálfsmorðsárásir. Börn í hringiðu hernaðarátaka verða vitni að og þurfa að sýna gríðarlega grimmd auk þess að þola ólýsanleg- an ótta. Börnin hafa auðvitað engar Dagfari • nóvember 2007

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.