Dagfari - 01.11.2007, Qupperneq 4

Dagfari - 01.11.2007, Qupperneq 4
 Jt ÉG FAGNA FRIÐARS ÚL UNNI Eg fagna friðarsúlunni í Viðey. Ég fagna henni af því að henni er ætlað að minna á mikilvægi friðar og að við beitum okkur fyrir friði. Ég fagna henni sem minnis- merki um John Lennon, sem var bæði stórkostlegur listamaður og baráttu- maður fyrir friði. Friðartáknið getur verið ópólitískt í sjálfu sér, frammi fyrir því getum við sameinast um markmiðið, en á leiðinni verður margt sem taka þarf afstöðu til. Það gerði Lennon. Friðar- bar átta hans tengdist baráttu fyrir rétt- læti, baráttu gegn kúgun. Það nægir að nefna heiti nokkurra laga hans til að gefa hugmynd um boðskap hans: Give Peace a Chance, Power to the People, Woman Is the Nigger of the World, Working Class Hero. Því fór boðskapur hans fyrir brjóstið á banda- rískum ráðamönnum á myrkum tíma Víetnamstríðsins. Þeir buðu hann ekki velkominn til Bandaríkjanna. Nú er aftur kominn myrkur tími í Banda- ríkjunum, tími Íraksstríðsins. 4 Það voru líka myrkir tímar fyrr í Bandaríkjunum, svo sem tími McCarthy-ismans á sjötta áratug síðustu aldar. Þá voru margir miklir listamennn illa séðir. Listamenn sem börðust fyrir réttindum verkafólks, kvenna, blökkumanna - og fyrir friði, ...enn hefur elcki y J náðst samstaða um kjamorku- vopnalaust ísland. Það samrýmist ekki veru okkar í NATO... gegn kjarnorkuvopnum, gegn heims- valdastefnu. Það var á þeim tíma sem ísland bast Bandaríkjunum æ sterkari böndum, en ekki fyrst og fremst bandarísku Mynd: Eysteinn Guðni Guðnason þjóðinni eða þeirri mannréttinda- hugsjón sem öðrum þræði tengd- ist upphafi Bandaríkjanna, heldur bandaríska herveldinu, bandaríska heimsveldinu. ísland gerðist aðili að hernaðarbandalaginu NATO undir forystu Bandaríkjanna, tók við banda- rísku herliði og lagði til land undir bandaríska herstöð. Þessi herstöð var hér á tímum Víetnamstríðsins, íslensk stjórnvöld létu undir höfuð leggjast að gagnrýna vini sína í Washington fyrir þetta stríð sem mótmælt var á götum úti um allan heim. íslensk stjórnvöld tóku aldrei frumkvæði í baráttunni gegn kjarnorkuvopnum, enn hefur ekki náðst samstaða um kjarnorku- vopnalaust ísland. Það samrýmist eklci veru okkar í NATO, sagði utanríkis- ráðherra síðustu ríkisstjórnar, Hall- dór Ásgrímsson, þeirrar ríkisstjórnar sem samþykkti innrásina í írak. Það var því fagnaðarefni þegar borg- arstjórn Reykjavíkur - sem þá var undir forystu tveggja þeirra flokka sem framar öðrum stóðu að inn- göngu íslands í NATO, herstöðvum Dagfari • nóvember 2007

x

Dagfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.