Dagfari - 01.11.2007, Blaðsíða 16

Dagfari - 01.11.2007, Blaðsíða 16
Skot úr Orrustunni um Alsír á þessum lista en hér á hann ræki- lega heima. Hann gerði þessa dásam- legu gamanmynd 1942 og þrátt fyrir að vera einn vinsælasti kvikmynda- gerðarmaður I Iollywood þorði ekkert stúdíóanna að snerta á henni svo hún er gerð sjálfstætt. Söguþráðurinn er einfaldur: Hópur leikara þarf að kom- ast frá Póllandi og til þess dulbúa þeir sig sem Hitler og föruneyti. Powell og Pressburger Frumlegustu kvikmyndagerðarmenn allra tíma gerðu fjölda af óvenjuleg- um og yndislegum „stríðs“-myndum. Margar þeirra eru á mörkum stríðs- mynda en þær eru þess virði að skoða: 39th Parallel, One of Our Aircraft is Missing, the Canterbury Tales, I Know Where I’m Going, A Matter of Life and Death og the Life and Death of Colonel Blimp. Sú síðastnefnda gerist í hvorki meira né minna en þremur stríðum og var nærri bönnuð af Churchill, sem hlýtur að vera gæðastimpill. M*A*S*H og Catch 22 Gerum bara grín að þessu öllu sam- an: Búið er að minnast á nokkrar stríðs-„gaman“-myndir nú þegar en hér fylgja tvær í viðbót sem merkilegt nokk eru frekar skyldar og frá sama ári: M*A*S*H og Catch 22 (1970). í báðum myndunum er gert grín að öllum stríðsrekstri og nær allir sem að stríði koma eru aular. Sæmilega nálægt sannleikanum sem sagt. Rússneskar stríðsmyndir Rússarnir kunna þetta: Rússar hafa í gegnum tíðina gert margar merkar stríðsmyndir. Hér verður minnst sérstaklega á þrjár: Ballaða her- manns (1956), Trönurnar fljúga (1957) og Komið og sjáið (1985). Sú síðastnefnda krefst sérstakrar athygli: Þetta kann að vera merkasta og besta stríðsmyndin af þeim öllum af þeirri einföldu ástæðu að hún raunverulega sýnir stríð sem helvíti á jörðu og er líklega raunsæjasta stríðsmynd sem gerð hefur verið. Das Boot Styrkur kafbátamyndarinnar felst í því að sýna óþægindin sem felast í þrengslum og einangrun. Engin er betri heldur en stórvirki Wolfgangs Petersen, Das Boot (1981), sem sýnir ekki bara þetta, heldur líka hversu lengi menn eru án hvíldar og í stöðugri vinnu, allan tímann bíðandi eftir hættu og dauða. Heimildarmyndir Heimildarmyndir um stríð eru marg- ar og misgóðar. Meðal þeirra bestu eru: San Pietro (1945), Sorgin og vork- unnin (1968), níu tíma helfaramyndin Shoah (1985), In the Year of the Pig (1969) og Hearts and Minds (1974). Hér hefur sjónvarpið að miklu leyti vissa yfirburði og toppurinn er senni- lega World at War, tugir klukkustunda sem taka seinni heimsstyrjöldina fyrir að öllu leyti. Klassíska strídmyndin Af mörgu að taka, en sérstaklega The Story of GI Joe (1945), The Big Red One (1980) og Saving Private Ryan (1998). Grave of the Fireflies Þetta kann að hljóma undarlega: Japönsk teiknimynd í Anime stíl frá 1988. En þessi stófenglega mynd slær öllum við þegar kemur að því að sýna erfiðleika þess að vera saklaus borgari á stríðstíma. Hún fjallar um systkini sem hafa misst foreldra sína og þurfa að að berjast fyrir hverjum munnbita. Falleg og sorgleg bæði í senn. Lengra verður ekki með góðu móti komist, en hægt væri að minnast á fjölda annarra. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér þessar myndir og mun fleiri mælir ritari eindregið með þeirri ágætu bók 1001 Mo- vies you must see before you die, sem fæst í allnokkrum bókabúðum hér á landi. Hjalti Nönnuson Dagfari • nóvember 2007

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.