Dagfari - 01.11.2007, Blaðsíða 10

Dagfari - 01.11.2007, Blaðsíða 10
ALLTSEMÞÚ VILDIR VITA NATO stendur fyrir North Atlantic Treafy Organiza- tion. Annað jafngilt heiti yfir samtökin er franska nafnið OTAN, eða Organ- isation du Traité de FAtlantique Nord. fslenska heitið sem stundum er not- að, Atlantshafsbandalagið, er þýðing á þessum tveimur heitum. Hernaðarbandalagið NATO byggist á stofnsáttmála, og kj arni þess er fimmta greinin. Samkvæmt fimmtu greininni jafngildir árás á eitt aðildarríkjanna árás á þau öll. Það þýðir að ef einhver þjóð ræðst á aðildarríki í NATO þá eru allar aðildarþjóðirnar, þar á meðal íslendingar, sjálfkrafa búnar að segja þeirri þjóð stríð á hendur. Sagan NATO var stofnað í apríl árið 1949 þegar ellefu ríki undirrituðu stofnsátt- málann. Eitt þessara stofnríkja var ís- land, 'en lög þess efnis voru samþykkt á Alþingi 30. mars 1949. Þá söfnuðust mótmælendur saman á Austurvelli í einni frægustu mótmælastöðu í sögu þjóðarinnar. Til átaka kom milli mót- mælenda og lögreglumannanna sem ætlað var að halda mótmælendum í skefjum. Við hlið lögreglumannanna stóðu svokallaðir „hvítliðar“, en það voru einkum ungir menn úr ung- liðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins sem voru sérstaklega fengnir til að verja Alþingishúsið gegn mótmælendum. Fjölmargir mótmælendur og lögreglu- rnenn slösuðust í átökunum, en marg- ir telja að framganga hvítliðanna hafi ráðið mestu um það að til átaka kom. Undanfari Norður-Atlantshafssamn- ingsins er Brussel-samningurinn sem undirritaður var ári fyrr af Belg- íu, Bretlandi, Frakklandi, Hollandi og Lúxemborg. Tilgangur hans var fyrst og fremst sá að koma í veg fyrir vígvæðingu Þjóðverja eftir Seinni heimsstyrjöldina. Allar þjóðirnar sem undirrituðu Brussell-samninginn áttu Bandarísk Trident-flaug eftir að ganga inn í Atlantshafsbanda- lagið, en samningurinn breytti um nafn árið 1954 þegar Italía og Vestur- Þýskaland undirrituðu samninginn, og heitir síðan Vestur-Evrópusam- bandið („Western European Union“). Vestur-Evrópusambandið er enn starfandi en ber ekki að rugla saman við Evrópusambandið, þótt bandalög- in tvö tengist raunar nánurn böndurn, sérstaklega undanfarin ár. Tilgangur NATO var alla tíð að koma í veg fyrir innrás kommúnista frá Rússlandi og Austur-Evrópu til Vest- ur-Evrópu. Þegar Kalda stríðinu lauk varð það merkilegt nokk ekki til þess að NATO legði upp laupana eða minnkaði umfang sitt, heldur fór hern- aðarbandalagið í meiriháttar breyt- ingar á hlutverki sínu og eðli. Ákveðið var að stækka bandalagið til Austur- Evrópu og taka að sér verkefni sem ekki geta skilgreinst sem varnarmál aðildarríkjanna. í stuttu máli má segja að eftir lok Kalda stríðsins hafi NATO Dagfari • nóvember 2007 ÍO

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.