Dagfari - 01.11.2007, Blaðsíða 39
2. PUBLIC ENEMY
- BLACK STEEL
INTHEHOUROF
CHAOS
Public Enemy er ein besta hljómsveit
sem uppi hefur verið og þetta er meðal
þeirra allra bestu laga. Sögusviðið er
Víetnam-stríðið; Chuck D er kallaður
í herinn en neitar að fara. Fyrir það er
3. FRANKIE GOES
TO HOLLYWOOD
- TWO TRIBES
Liverpool bandið FGTH með frábært
lag af meistaraverkinu Welcome to
the Pleasuredome. Lagið kom út
þegar kalda stríðið stóð sem hæst, en
samkvæmt Holly Johnson, söngvara
sveitarinnar, ijallar textinn í raun um
tilgangsleysi stríðs af hvaða tagi sem
honum refsað með vist í steininum,
þaðan sem einungis byssa úr svörtu
stáli getur bjargað honum. Umíjöll-
unarefni lagsins er í raun hið lang-
dregna stríð svarta mannsins við „the
anti-nigger machine“ eins og Chuck
D orðar það svo smekklega. Textinn
er magnaður og sömplin frá mönnum
eins og Isaac Hayes og Stevie Wonder
hreinlega ómótstæðileg. Nokkrum
árum síðar gaf Tricky út þrælskemmti-
lega útgáfu af þessu lagi. Ég hef hins-
vegar ekki enn heyrt hvernig lagið
hljómar í meðförum Sepultura.
Chuck D og Flavor Flav
er - hvort sem um er að ræða átök ar mikilvæga heimaleiki. Varla geta
milli kúreka og indíana, Captain Kirk það nú talist góð meðmæli, en lagið
og Klingons eða Jóns og Gulla. Mynd- stendur fyrir sínu.
bandið við þetta lag er sérlega
eftirminnilegt og sýnir þjóðar-
leiðtoga austurs og vesturs
lítt ldædda í leðjuslag, með-
limum sveitarinnar eflaust
til mikillar gleði. Two Tribes
hefur löngum verið vinsælt til
að koma áhorfendum í rétta
stemningu á hinum ýmsu
kappleikjum, heyrist t.a.m.
oft og tíðum þegar enska
landsliðið í knattspyrnu spil-
Mynd: BBC
4.KIMLARSEN
- JUTLANDIA
Mannvinurinn og rólyndisgæinn
Kim er ekki sá fyrsti sem kemur upp
í hugann þegar stríð ber á góma. Hér
syngur hann þó um sjúkraskipið Jut-
landia sem hýsti særða bandamenn í
Kóreustríðinu og flutti þá svo til síns
heima. Larsen á heilan haug af klass-
ískum lögum og þetta er með hans
allra bestu. Ég og félagi minn urðum
svo lánsamir að verða vitni að Kim
flytja lagið á tónleikum á Nasa árið
2005. Þar sem ég stóð og dáðist að
goðsögninni á sviðinu varð mér litið
til hliðar og sá félaga minn reka oln-
bogann á kaf í þéttvaxna bumbuna
á manninum sem stóð fyrir aftan
hann. Þegar ég spurði félagann
eftir tónleikana hvað í ósköpunum
hefði átt sér stað tjáði hann mér að
íturvaxni maðurinn hefði stillt sér
upp fyrir aftan hann og byrjað að
nudda sér upp við bakið á honum „í
miðju Jutlandia!!!“ Hefði Kim verið
að flytja eitthvert annað lag hefði
þetta líklega ekki verið svo mikið mál.
Afkimlarsen.dk
5. KENNYROG-
ERS&THENEW
EDITION - RUBY,
DON’T TAKE YOUR
LOVE TO TOWN
Enn erum við stödd í Kóreustríðinu,
eða réttara sagt í eftirmála „that old
crazy Asian war“ eins og gamli silfur-
refurinn syngur svo lystilega. Stríðið
skilar sögumanninum heim til sín
lömuðum fyrir neðan mitti og konan
hans launar honum fórnirnar með
því að halda framhjá í gríð og erg. Þó
kannski sé erfitt að kenna stríðinu
alfarið um að kona sögumannsins
sé svikul drós er hér engu að síður
um að ræða átakanlega lýsingu
á algengum afleiðingum stríðs.
Sögumaðurinn upplifir sig sem
máttlausan leiksopp örlaganna og
dreymir um að framkvæma þann
verknað sem hann hefur verið þj álf-
aður til; að skjóta glyðruna. Ljótt
er það. Útgáfa The Killers af þessu
lagi er ágæt, líklega það eina sem sú
sveit hefur gert af viti. Flutningur
Kenny ber þó höfuð og herðar yfir allt
og alla eins og hans er von og vísa.
Gamli silfurrefurinn
39
Dagfari • nóvember 2007