Dagfari - 01.11.2007, Blaðsíða 15

Dagfari - 01.11.2007, Blaðsíða 15
All Quiet on the Western Front Þetta er íyrsta stóra stríðsmyndin (1930) með hljóð og hefur staðist tím- ans tönn betur en margar mun yngri myndir. Myndin er gerð eftir frægri bók Erich Maria Remarques og sýnir hrylling skotgrafanna á afar raunsæan hátt. Ógleymanlegt lokaatriði. Víetnam Þær markverðustu eru Apocalypse Now (1979), Platoon (1986) og Deer Hunter (1978). Mun harðari og laus- ari við þjóðrækni en fyrri stríðsmynd- ir. Horfa oft á stríðið sem einhvers lconar yfir- eða ónáttúrulega upplifun og aðalpersónan glatar sakleysinu end- anlega. Fylgikvillinn er sá að þessar myndir gera stríðið oft að fallegum og dulúðugum hlut. Eisenstein Merkustu myndir hans (Verkfall [1924], Beitiskipið Potemkin [1925], Október [1927], Alexander Nevsky [1938] og ívan Grimmi I og II [1944- 1946]) eru ekkert annað en samspil (eða togstreita) milli pólitíkur og stríðs. Þess utan einn mesti frum- kvöðull kvikmyndasögunnar. Andrzej Wajda Dagfari • nóvember 2007 Þríleikur hans á sjötta áratugnum (Kynslóð okkar, Kanal og Aska og Demantar) eru meðal frægustu mynda gullaldar pólskrar kvikmyndagerðar og forláta stríðsmyndir í alla staði. Sú síðastnefnda hefur sérstaklega haft mikil áhrif og það hefur verið stolið úr henni í bak og fyrir. Orrustan um Alsír Efnafræðingurinn/blaðamaðurinn/ leikstjórinn Gillo Pontecorvo var einn sá fyrsti til að nútímavæða stríðsmynd- ina og tekst hvergi betur til en þarna. Hann tekur fyrir skæruhernað Alsír- búa gegn Frökkum og byggir á sögu Yacef Saadi, sem leilcur sjálfan sig. Hann tók myndina á staðnum, notaði eingöngu áhugaleikara og dró ekkert undan. Hann ræðst miskunnarlaust á báðar hliðar og leggur að jöfnu hryðju- verk skæruliða og pyndingar Fralcka. Heimkoman Merkust allra á þessu sviði er stór- virkið The Best Years of Our Lives (1946), sem er sönnun þess að Holly- wood getur vel tekið fyrir raunveruleg vandamál venjulegs fóllcs og gagnrýnt bandarískt samfélag. Það eru þó mun fleiri myndir af þessu tagi til um seinni stríð og áður hefur verið minnst á Taxi Driver og Coming Home. Kubrick Kubriclc hafði sérstaka hæfileika á sviði stríðsmynda. Hann gerði þrjár afar magnaðar og afar ólíkar á 30 árum. Hann reið á vaðið með Paths of Glory (1957) sem íjallar urn raunveru- lega atburði í fyrri heimsstyrjöldinni sem hafa lengi þótt svartur blettur á franskri réttarsögu, þegar þrír menn voru dæmdir til dauða fyrir heiguls- skap til að vara aðra hermenn við. Næst gerði hann Dr. Strangelove: or How I Learned to Stop Worrying and Love the Bornb sem allir ættu að sjá. Þetta er ein stórkostlegasta mynd sem til er og leysir hæglega af hendi það Skot úr To Be or Not to Be erfiða verk að gera yfirvofandi kjarn- orkustyrjöld að hlægilegum atburði. Hér mætti skjóta inn í Barry Lyndon (1975) sem er reyndar á mörkum þess að vera stríðsmynd en er vel þess virði að sjá. Að lokum gerði hann Full Metal Jacket (1987) sem er hvað best stríðsmynda í að sýna hvernig sakleysi glatast í stríði. David Lean Konungur stórmyndanna kom víða við. Tvær merkustu mynda hans eru rækilega á mörkum þess að vera stríðs- myndir en þær eru bara svo assgoti góðar að þær verða að fljóta með: The Bridge 011 the River Kwai (1957) og Lawrence of Arabia (1962). To Be or Not To Be Það kann að skjóta skökku við að upp- hafsmaður rómantísku gamanmynd- arinnar, Ernst Lubitsch, eigi mynd

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.