Dagfari - 01.11.2007, Blaðsíða 7

Dagfari - 01.11.2007, Blaðsíða 7
Frá Bagdad (ljósmyndari óþekktur) um sem svara þvi hversu margir úr þeirra fjölskyldu hafa látist af orsök- um stríðsins. Hér skulu tvær slíkar rannsóknir nefndar til sögunnar, ann- ars vegar rannsókn á vegum breska læknatímaritsins Lancet, sem fram fór dagana 20. maí til 10. júlí 2006, og hins vegar rannsókn á vegum breska skoðanakannanafyrirtækisins ORB (Opinion Research Business), en hún fór fram dagana 12. til 19. ágúst 2007. í fyrrnefndu rannsókninni var rætt við fólk á 1.849 heimilum, þar sem bjuggu að meðaltali sjö, á víð og dreif um írak, nánar tiltekið á 47 svæðum. Einn á hverju heimili var spurður um dauðsföll og orsakir þeirra síðustu 14 mánuðina fyrir stríðið og svo eftir að stríðið hófst. Beðið var um dánarvott- orð í 87% tilvika og var þeim þá fram- vísað í 90% tilvika. í síðarnefndu rannsókninni voru 1.720 írakar í 15 af 18 héruðum íraks spurðir að því hversu margir af þeirra heimili hefðu látist af völdum stríðsins, það er vegna ofbeldis en ekki af náttúrlegum orsökum, svo sem vegna aldurs. Fyrrnefnda rannsóknin virðist nokk- uð áreiðanlegri. í fyrsta lagi er þar spurt um fjölda dauðsfalla áður en stríðið hófst, en tilgangurinn með því er vitaskuld sá að fá fram muninn á dánartíðni sem hlutfalli af fólksfjölda fyrir og eftir stríðið. Með þeim hætti má áætla hver umframdánartíðnin af völdum stríðsins raunverulega er. í öðru lagi er ekki aðeins spurt um dauðsföll af völdum ofbeldis heldur einnig um önnur dauðsföll og orsak- ir þeirra. Þannig má mynd af því hversu margir hafa látist óbeint (ef nota má það orð) vegna stríðsins, svo sem úr sjúkdómum sem náð hafa aukinni útbreiðslu vegna hnignunar heilbrigðislcerfis, vatnsveitna og ann- arrar grunnþjónustu. Hvað sem þessu líður má ætla að hvorug rannsóknanna gefi fullkomna mynd af mannfallinu í írak. Það breytir því þó ekki sem áður er nefnt að mannfallið er gríðarlegt. Sam- kvæmt Lancet-rannsókninni létust 654.695 írakar afvöldum stríðsins frá upphafi þess þar til í júní 2006 - eða nánar tiltekið 392.979 til 942.636 séu þau skekkjumörk, sem rannsakendur gera ráð fyrir, tekin með í reikninginn. Af þessum fjölda er áætlað að viss hluti hafi látist vegna óbeinna orsaka stríðsins, en rnikill meirihluti, það er 601.027 (sé ekki miðað við áður- nefnd skekkjumörk), er talinn hafa fallið í ofbeldisverkum. Af þeim fjölda er áætlað að 31% hafi fallið í árásum hernámsliðsins og 24% í árásum ann- arra, en ekki var unnt að sjá hvaðan byssukúlurnar og sprengjurnar komu sem grönduðu þeim 46% sem þá eru eftir. ORB-rannsóknin er gerð síðar en Lancet-rannsóknin og því þarf ekki að koma á óvart að hún gerir ráð fyrir meira mannfalli. Heildartala fall- inna samkvæmt henni er 1.220.580 - eða 733.158 til 1.446.063 miðað við skekkjumörk rannsakenda. Af þeim er meðal annars talið að 48% hafi orðið fyrir byssukúlum, 20% farist í bíla- sprengingum og 9% í loftárásum. Telja má ótvírætt af þessum rann- sóknum að tala fallinna í Íraksstríðinu nemi hundruðum þúsunda þó svo að erfitt sé að henda reiður á nákvæmri tölu. En fórnarlömb stríðsins eru auðvitað ennþá fleiri. Milljónir íraka hafa þurft að flýja heimili sín. Allir búa við ótta um líf sitt og limi og nánustu ættinga. Börnin alast upp við stöðuga ógn og skelfingu. Koma verður á friði Þessu ástandi verður að linna. Her- náminu verður að ljúka og korna verður af stað friðarviðræðum milli stríðandi hópa. Það að komið verði á friði í írak og að bundinn verði endir á þjáningar írösku þjóðarinnar er eitt af albrýnustu verkefnum samtímans. Þórður Sveinsson Forsíða af mexíkanska vikublaðinu Proceso (mynd AP/Nabil) Dagfari • nóvember 2007 7

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.