Dagfari - 01.11.2007, Blaðsíða 31

Dagfari - 01.11.2007, Blaðsíða 31
til þess ráðs að banna nýjum meðlim- um að skrifa um Paul. Stjórnmálaskýrendur virðast á einu máliumaðþaðsé íyrst og fremst tvennt sem skýri vinsældir Paul: Fanatísk vörn hans fyrir stjórnarskrárvörðum réttindum Bandaríkjamanna, sem lýs- ir sér meðal annars í andstöðu hans við njósnum og annarri útþenslu lögregluvalds sem réttlætt hefur verið með „stríðinu gegn hryðjuverkum“, og andstaða hans við stríðið í írak. Marg- ir telja hann því fulltrúa hugmynda sem hafa ekki átt mjög upp á pall- borðið innan Repúblíkanaflokksins að undanförnu: Iiægrimanna sem viðurkenna ekki að stríð gegn hryðju- verkum réttlæti að borgaralegum gildum sé varpað fyrir róða, eða eru þreyttir á þeim tvískinnungi að grenja yfir útgjöldum til velferðarmála, sama hversu smávægileg þau eru, en horfa framhjá stjórnlausum vexti fjárveit- inga til „varnarmála". Flokkurinn lærir ekki Repúblíkanaflokkurinn virðist hins vegar staðráðinn í að draga engan lærdóm af velgengni Paul. Þess sjást til dæmis engin merki að leiðtogar flokksins eða málsvarar líti svo á að stuðningur Paul bendi til þess að Repúblíkanar eigi að endurskoða af- stöðu sína til stríðsins í írak. Þess í stað hafa stjórnmálaskýrendur og hugmyndafræðingar flokksins skýrt stuðning við Paul út frá hefðbundinni popúlískri andúð á „Washington- stjórnmálum“ eða þeir hafa afskrifað stuðningsmenn hans sem öfgakennda rugludalla sem flokknum sé hollast að hrista af sér. Ef ekki verður breyting þar á, og Repúb 1 íkan af 1 okkn um tekst að bíta af sér hægrimenn sem eru andsnúnir ríkisvaldi og afskiptum ríkisins af einstaklingum, ekki bara í formi vel- ferðarþjónustu, heldur líka þegar kemur að einka- lífi borgaranna og innanríkismálum annarra þjóða, er hætt við að flokk- urinn muni eiga erfiðara með að vinna kosningar í framtíðinni. Magnús Sveinn Helgason FRIÐARVERÐLAUN NÓBELS WANGARI MAATHAI Friðarverðlaunin 2004 Wangari Muta Maathai fæddist í Kenýa árið 1940. Hún hlaut doktorsgráðu fyrst kvenna úr sínum heimshluta, en hún er sérfræðingur á sviði lífvísinda. Um miðjan áttunda áratuginn gerðist hún upphafskona mikils skógræktar- átaks, þar sem afrískar konur tóku saman höndum um að búa til græn belti í grennd við þorp og bæi til að bæta lífsgæði íbúanna. Áætlað er að hreyfing þessi hafi plantað meira en 30 milljónum trjáa í Afríku. Auk ræktunarstarfsins hefur Maathai verið ötul baráttukona gegn rányrkju og eyðingu skóglendis, auk þess að beita sér í baráttunni fyrir niðurfell- ingu skulda fátækustu ríkj a heims. Árið 2002 var hún kjörin á þing í heima- landi sínu með fáheyrðum stuðningi eða 98% atkvæða. Wangari Maathai er eini Afríkubúinn frá svæðinu milli Suður-Afríku og Egyptalands sem hlotið hefur Friðarverðlaun Nóbels. Mynd: Fredrick Onyango SHIRIN EBADI Friðarverðlaunin 2003 Shirin Ebadi fæddist í norðvesturhluta Irans árið 1947, en ólst upp í Teheran. Hún lauk lagaprófi og hóf störf sem dómari. Eftir írönsku byltinguna voru settar skorður við störfum kvenna inn- an dómskerfisins og sneri Ebadi sér þá að fræðimennsku og almennum lögmannsstörfum. Á þeim vettvangi hefur hún sérstaklega beitt sér i mál- efnum kvenna og barna, meðal annars í baráttu gegn heimilisofbeldi. Þegar fréttir bárust af því að Shirin Ebadi hefði hlotið Friðai'verðlaunin varð mikill fögnuður meðal almenn- ings í íran, en hluti ráðamanna reyndi að gera lítið úr málinu. Sömuleiðis voru viðbrögð stjórnvalda í Bandaríkj- unum blendin, enda hefur Ebadi ekki síður verið gagnrýnin á framferði Bandaríkjastjórnar í Miðausturlönd- um. Reynt var að koma í veg fyrir út- gáfu æviminninga hennar vestan hafs, en þeirri ákvörðun var hrundið fyrir dómstólum. Shirin Ebadi er heiðurs- doktor við fjölda háskóla, þar á meðal Háskólann á Akureyri. Rætt við Ebadi í myndinni Rumble in Mumbai 31 Dagfari • nóvember 2007

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.