Dagfari - 01.11.2007, Page 25

Dagfari - 01.11.2007, Page 25
FJÁRLAGAFR UMVARPIÐ: Kostnaður vegna varnarmála, s.s. þotugildra og heræfinga: 533,8 millj. Ratsjárstofnun: 822,3 millj. Aðild að NATO: 65,2 millj. Fastanefnd NATO: 99,9 millj. FJÁRA UKALAGAFR UMVARP O.FL.: Ratsjárstofhun: 280 millj. Norður-Víkingur: 45 millj. Öryggissvæði við Keflavíkurflugvöll: 152 millj. Loftflutningarfyrir NATO: 200 millj. Ársþing þingmannanefndar NATO: 155 millj. SAMTALS: 2353,2 milljónir króna EKKIMEÐTALIÐ: Sprengjusérfræðingar Land- helgisgæslunnar íslenskafriðargæslan Sérsveit ríkislögreglustjóra að ræða 1.521,2 m.kr., sem hækkar í 2.353,2 m.kr. sé útgjaldaliðum fjár- aukalagafrumvarpsins og kostnaði vegna ársþings þingmannanefndar NATO bætt við. Hervæðing borgaralegra stofn- ana Það er ástæða fyrir því að í þessum útreikningi er ekki tekið tillit til land- helgisgæslunnar þótt hún hafi á sínum snærum íslenska sprengjusérfræðinga eða íslensku friðargæslunnar þótt hún kunni að vera einhvers konar vísir að íslensku herliði erlendis. Vopnuð sérsveit ríkislögreglustjóra er heldur ekki tekin inn í þennan útreikning enda þótt hún hafi vakið athygli íyrir hernaðarlegt yfirbragð og framgöngu. Formlega séð eru þessar stofnanir enn sem komið er borgaralegs eðlis og því ekki hluti af samstarfi okkar við hern- aðarbandalög. En línan á milli borg- aralegra og hernaðarlegra stofnana verður stöðugt óskýrari og full ástæða til að spyrja hvort þar sé um að ræða markvissa stefnu af hálfu stjórnvalda. Nú hafa ráðherrar nýju ríkisstjórnar- innar sagt með skýrum hætti að ekki standi til að stofna íslenskan her. „Það er hvorki nauðsynlegt né æskilegt og í raun í andstöðu við íslenslca hefð,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra.12 „Við íslendingar erum einfaldlega þiggjendur, þegar um hernaðarlegt samstarf við aðra er að ræða,“ segir dómsmálaráð- 12 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: „Kapplöpning till Nordpolen. Om isliindsk och nordisk saker- hetspolitik i förandring." (29.08.2007). Sótt af: http://www.utanrikisraduneyti.is/media/Rae- dur/Rada_radherra„290807_-_islenska.pdf herra, „og ekki virkir þátttakendur í gagnkvæmu samstarfi við önnur ríki á sviði öryggismála,“ bætir hann við, „nema með aðild borgaralegra stofn- ana.“13 En það er einmitt mergurinn málsins: Borgaralegar stofnanir á íslandi starfa í vaxandi mæli með er- lendum herjum íyrir tilstilli þessara tveggja ráðherra. Þannig tók sérsveit lögreglunnar þátt í æfingum 300 hermanna frá 4 löndum í ágúst sl. en „[fjyrirhugað er að æf- ingar af þessu tagi verði reglubundinn hluti af varnarviðbúnaði landsins.“14 í samkomulagi sem gert var við Dan- mörku annars vegar og Noreg hins vegar, hálfum mánuði fyrir kosning- ar í vor, eru „öryggis- og varnarmál" tengd saman við almannavarnir í sjálfum samningstitlunum og einnig í einstökum efnisatriðum. Þar er rætt um að „kanna með virkum hætti [...] þátttöku í borgaralegri og hernaðar- legri þjálfun [og] samstarf landanna um framlag þeirra til fjölþjóðlegra aðgerða og æfinga, jafnt borgaralegra sem hernaðarlegra.“15 Um samstarfið milli Noregs og íslands segir m.a.: „Markmið aðilanna er að efla samstarf 13 Björn Bjarnason: „Okkar ábyrgð - öryggi og varnir íslendinga. Erindi á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs, 29. mars, 2007.“ Sótt af: http://www.domsmalaraduney- ti.is/frettatilkynningar/nr/6182 14 Varnaræfingin Norður-Víkingur (16.07.2007). Fréttatilkynning frá utanríkis- ráðuneytinu nr. 67/2007. Sótt af: http://www. utanrikisraduneyti.is/frettaefni/frettatilkyn- ningar/nr/3774 15 Yfirlýsing lýðveldisins íslands og konungs- ríkisins Danmerkur um samstarfí víðari skiln- ingi um öryggis- og varnarmál og almanna- varnir (engin dagsetning). Sótt af: http://www. utanrikisraduneyti.is/media/Frettatilkynning/ Yfirlysing_Islands_og_Danmerkur.pdf um skipulagningu og um aðgerðir flugsveita, sjóhers og landhelgisgæslu á íslandi og hafsvæðinu umhverfis ís- land.“16 Ég tel ástæðu til að staldra við og skoða hvert stefnir í öryggismálum á íslandi. Ég tel einnig ástæðu til að við veltum fyrir okkur hvort ekki sé hægt að gera samkomulag við Norðmenn og Dani um samstarf á sviði almannavarna á borgaralegum forsendum, sem varði þá m.a. björgunarmál á norðurhöfum. Islenska landhelgisgæslan og björgun- arsveitirnar okkar teljast vera borg- araleg starfsemi. í því felst að hver og einn á að geta treyst almannavörnum ríkisins og á ekki að þurfa að óttast að vera meðhöndlaður eftir þeim mælikvörðum sem erlendir herir og leyniþjónustur fylgja. Þegar leitað er leiða til að tryggja öryggi og varnir íslands með samningum við önnur ríki verður að gæta þess að taka ekki of mikla áhættu með fullveldið sjálft. Ætíð ber að halda í heiðri þá staðreynd að ísland er herlaust land og ætti því að gera þá kröfu til sam- starfsþjóða um öryggis- og björgunarmál að allt slíkt sé á borgaralegum forsendum. 16 Samkomulag um samstarfá sviði öryggis- mála, varnarmála og viðbúnaðar milli Noregs og íslands (26.04.2007). Sótt af: http://www. utanrikisraduneyti.is/media/Frettatilkynning/ MOU_-_undirritun.pdf Dagfari • nóvember 2007 25

x

Dagfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.