Dagfari - 01.11.2007, Blaðsíða 19

Dagfari - 01.11.2007, Blaðsíða 19
forsendur til þess að skilja aðstæður í stríði auk þess sem þeim er oft hald- ið undir áhrifum eiturlyíja. Þrátt fyrir að nokkur fjöldi herbarna hafi komið fram og lýst upplifun sinni af þátttöku í stríði, eins og Ishmael, hafa áhrif á sálarlíf barna sem hafna í þessum aðstæðum lítt verið könnuð. Auðvitað má þó nærri geta að það geti reynst mjög erfitt eða jafnvel ómögulegt fyrir börn að vinna úr slíkri lífsreynslu. Endurhæfingarbúðum fyrir herdrengi hefur verið lcomið á fót í sumum lönd- um, til þess að aðstoða börn sem farið hafa illa út úr hermennsku við að finna fjölskyldur sínar, komast í skóla og aðlagast lífinu í samfélaginu að nýju. Það er auðvitað alls ekki allt- af mögulegt ef enn geisa stríðsátök auk þess sem erfitt getur reynst að finna fjölskyldur barnanna séu þær yfirhöfuð á lífi. Herstúlkum stendur endurhæfing heldur ekki alls staðar til boða og getur reynst nijög erfitt að fóta sig í samfélögum sínum eigi þær afturkvæmt, vegna stimpils sem þær fá á sig við þátttöku í hernaði. Hermennska barna er með allra gróf- ustu mannréttindabrotum og þeir sem hafa misnotað börn til hernaðar - menn á borð við Charles Taylor í Líberíu, Foday Sankoh í Síerra Leóne og Joseph Kony í Úganda - með al- verstu stríðsglæpamönnum. Fram- ferði slílcra manna og stríðsátök verða til þess að börn eiga ekki annars úr- kosta til að lifa af en að ganga til liðs við hersveitir, annaðhvort af illri nauðsyn eða þeim er einfaldlega rænt. Stríð veldur upplausnarástandi í öll- um samfélögum, skólastarf situr á hakanum, fjöldi fólks er hrakinn á flótta, fjölskyldur skiljast að og börn týna foreldrum sínum. Allt þetta gerir það að verkum að börn verða auðveld bráð fyrir hersveitir í leit að mann- afla. Ef ekki geisuðu stríð gætu þessi börn hins veg- ar bara fengið að vera börn. Helga Tryggvadóttir FRIÐARVERÐLAUN NÓBELS LÆKNARÁN LANDAMÆRA Fridarverðlaunin 1999 Samtökin Læknar án landamæra (Mé- decins Sans Frontiéres) voru stofn- uð af hópi franskra lækna árið 1971, í kjölfar Biafra-stríðsins sem opn- aði augu margra fyrir þjáningum al- mennra borgara á stríðstímum. Nokk- ur þúsund lælcnar og hjúkrunarfólk starfa á vegurn samtakanna á stríðs- og hamfarasvæðum víða um heim, en reksturinn er að langmestu leyti fjár- magnaður með frjálsum framlögum einstaklinga. Segja má að Læknar án landamæra hafi fyrst vakið verulega athygli í borgarastyrjöldinni í Líbanon á átt- unda og níunda áratugnum, en sam- tökin héldu þá úti neyðarþjónustu við aðstæður sem önnur hjálparsamtök treystu sér ekki til að starfa við. Sam- tökin hafa upp frá því veitt aðstoð á flestum háskalegustu stöðum jarðar og eru allnokkur dæmi um að starfs- menn þeirra hafi orðið fyrir árásum. Veggspjald frá samtökunum HREYFINGIN GEGNJARÐ- SPRENGJUM Friðarverðlaunin 1997 Árið 1992 sameinuðu ýmis samtök krafta sína, sem öll höfðu baráttu gegn jarðsprengjum á stefnuskrá sinni. Má þar nefna mannréttinda- samtökin Human Rights Watch, fé- lög uppgjafahermanna úr Víetnam- stríðinu og alþjóðleg sarntök fatlaðra. Aðalbaráttumálið var frá upphafi að gerður yrði alþjóðlegur sáttmáli gegn jarðsprengjum og varð hann að veru- leika árið 1999 í borginni Ottawa. Það dregur þó verulega úr áhrifamætti Ott- awa-samkomulagsins að ríki á borð við Bandaríkin, Rússland og Kína hafa neitað að staðfesta það. Margir hafa orðið til að gagnrýna sátt- málann um bann við jarðsprengjum og benda á að finna megi á honurn ýms- ar glufur. Eftir stendur þó að löndum sem eiga jarðsprengjur í vopnabúrum sínum hefur fækkað um meira en helming frá gildistöku hans. Áætlað hefur verið að ríki heims hafi átt 260 milljónir jarðsprengja á lager fyrir undirritun en að talan sé nú nærri 180 milljónum. Every 22 jminutes, Veggspjald gegn jarðsprengjum Dagfari • nóvember 2007

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.