Dagfari - 01.11.2007, Blaðsíða 38

Dagfari - 01.11.2007, Blaðsíða 38
STRÍÐ OG FRIÐUR Dagfari fékk tón- listarspekúlantinn Kjartan Guðmunds- son til að skrifa um þau fimm lög sem hann telur hafa hvað mesta skírskotun til friðarmála. Svörin birtast hér að neðan. Eins og sjá má koma lögin hvert úr sinni áttinni. Þarna má finna rapp, köntrí og nýrómantík svo að eitthvað sé nefnt. En öll eiga lögin — ásamt því að skírskota til stríðs og friðar — það sameiginlegt að vera alveg þrælfin. Lög sem innihalda mikilvægan og beinskeyttan frið- arboðskap eiga það gjarnan til að vera afspyrnu leiðin- leg áheyrnar, því miður. Hinsvegar erfjöldinn all- ur til af skemmtilegum lögum um stríð. Á þessum topp 5 lista mínum yfir lög um stríð og/eða frið reyni ég aðfara milliveginn og velja lög sem höfða til mín af einhverjum ástæðum, en ekki skemmir fyrir ef boðskapurinn er á friðsamlegu nótunum. Ég tók eftir þvíþegar ég hafði valið lögin að þau eru öll u.þ.b. fimmtán ára gömul eða eldri. Ég neita því staðfastlega að ástæðan fyrir þessum hruma lista mínum sé sú að ég sé að að verða gamall, sköllótt- ur og leiðinlegur og kenni því um að ungdómurinn í dag kunni bara hreintekki að semja og spila tónlist. Kjartan Guðmundsson 1. MAGNÚS OG JÓIIANN (ÁSAMT LANDSLIÐIPOPP- ARA) - STRÍÐ OG FRIÐUR Fyrsta lagið sem kemur upp í huga mér þegar ég velti fyrir mér lögum sem fjalla um stríð og frið. Ástæðan er ekki ýkja flókin: lagið heitir Stríð og friður. Hér þenur landslið poppara raddböndin af miklum móð; Stefán Hilmarsson, Björn Jörundur, Sigga Beinteins og svo mætti lengi telja. í raun mætti segja að aðeins vanti Halla og Ladda til að reka upp nokk- ur gól og þá væri verkið fullkomnað. Þegar maður hefur jafnað sig á vægum lúðahrollnum sem heltekur mann við fyrstu hlustun kemur í ljós flugbeitt- ur ádeilutexti, síst minna mikilvægur en boðskapur samnefndrar bókar eftir Leo „Sayer“ Tol- stoj (skilst mér - ekki að ég hafi nennt að lesa þá eflaust ágætu bók). Lagið hefur allt sem prýða þarf gott góðgerðarlag (þó ekki viti ég til annars en að afraksturinn af sölu þess hafi farið beinustu leið í vasa þeirra van- metnu snillinga Magn- úsar og Jóhanns), og inniheldur heil tvö hetjugítarsóló. Ég og vinir mínir kunnum svo vel að meta þennan óð að við fluttum hann nokkrir í söngkeppni á menntaskólaárunum. Ekki veit ég hvers vegna ég er að rifja það upp sjálfviljugur. 38 Dagfari • nóvember 2007 Snenima á ferlinum

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.