Dagfari - 01.11.2007, Blaðsíða 36

Dagfari - 01.11.2007, Blaðsíða 36
máli. Hefðu þeir hernumið Argentínu, þá hefðu Argentínumenn líka barist á móti. Þú getur kallað hvern sem er terrorista eða hryðjuverkamann. Þetta er bara þín skilgreining. Þetta breytir ekki staðreyndunum og því ástandi sem búið er að vera þarna í 40 ár. Palestínumenn eru ríkislausir og ríkisfangslausir og stjórnin í ísrael er búin að vonast eftir því allan þennan tíma að þeir sætti sig við þetta ástand. En það gera þeir náttúrlega ekki.“ Eina lausnin í augum Toms er að Palestínumenn fái sitt eigið ríki, ísrael hveríi alfarið með her sinn frá herteknu svæðunum og landnemarnir fari þaðan burt með sitt hafurtask. Hann telur litlar líkur á því á næst- unni, enda skorti til þess pólitískan vilja og meirihluti ísraelsku þjóðar- innar hafi ekki viðurkennt þetta fyrir sjálfum sér. „Þótt sumir segist vilja frið,“ segir hann, „þá vilja þeir ekki skila Pal- estínumönnum herteknu svæðunum eða hrekja landnemana í burt. Það fellur ekki undir það að vilja frið. Það er ekki hægt að biðja fólk um frið en hernema jafnframt land þess og setja þar einhverja vandræðagemsa eins og landnemana sem valsa út um allt. Það er ekki hægt að biðja fólk um frið en senda um leið hermenn á vettvang til að gæta þess að landnemabörnin geti velt borðum á útimörkuðum og grýtt Araba að vild. Þegar ástandið er svona er ekki hægt að biðja fólk um frið. Samt eru alveg ótrúlega margir sem eru beinlínis á móti því að vera nokkurn tímann í friðarviðræðum við Palestínumenn. Ótrúlega margir. Kannskiekkiyfirhelmingurþjóðarinn- ar en samt ótrúlega margir.“ Friðarhreyfingin og prófíll 21 Eins og sjá má af þessum orðum er Tom svartsýnn á að það takist að leysa deilur ísraels- og Palestínumanna. En þótt sá hluti ísraelsku þjóðarinnar, sem ekki hefur til að bera einlægan friðarvilja, sé ef til vill fullstór er þar þrátt fyrir allt nokkuð öflug friðar- hreyfing. Tom greinir frá því að raun- ar séu mörg friðarsamtök í landinu, en mjög sé misjafnt hversu langt þau vilji ganga; sum vilji aðeins skila hluta hernumdu svæðanna til baka en önnur vilji skila þeim öllum og að auki hleypa palestínskum flóttamönnum inn í ísrael. Aðspurður segir Tom ekki vera til nein trúarleg friðarsamtök, enda séu mjög fáir bæði heittrúaðir og friðarsinnaðir. Almennt séu friðar- samtökin hins vegar vinstrisinnuð. Meðal þess sem ísraelska friðarhreyf- ingin hefur tekið sér fyrir hendur er að ráðleggja fólki um þýðingu þess að neita að ganga í herinn. Ein af leiðun- um til þess er að koma þannig fram í viðtölum í aðdraganda herkvaðningar að það falli undir það sem nefnt er „prófíll 21“. Þá getur fólk komist hjá því að ganga í herinn, en sá böggull fylgir skammrifi að það getur þá einnig verið útilokað frá ýmsu námi, til dæm- is í læknisfræði. Hið sama á við um ýmis störf, en það að hafa ekki verið í hernum háir fólki á vinnumarkaði. Tom nefnir að ísraelskir Arabar ganga ekki í herinn, en það hefur augljós áhrif á atvinnumöguleika þeirra. Um áðurnefndan prófíl segir Tom: „Meðal þess sem hægt er að gera er að fullyrða í svona viðtali að maður sé samkynhneigður eða mígi ennþá undir. Þá fær maður prófíl 21, en það merkir að maður sé geðveikur eða ekki með öllum mjalla. Vilji maður grein- ast með þennan prófíl getur verið gott að láta detta í umræðunni: „Já, veistu, svo er ég líka hommi.“ Það væri líka hægt að segja: „Ég get ekki verið fjarri hundinum mínum í meira en tvo sólarhringa." En svo eru líka aðrir sem segjast einfaldlega vera friðarsinnar og að þeir muni ekki ganga í herinn. Það getur komið mönnum í fangelsi." Fjölskylda og vinir Sú hugsun læðist nú að blaðamönn- um að Tom hafi verið nokkuð hepp- inn að komast hjá fangavist, en eins 36 Dagfari • nóvember 2007

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.