Dagfari - 01.10.2009, Blaðsíða 4

Dagfari - 01.10.2009, Blaðsíða 4
DAGFARI Sú ákvörðun norsku Nóbelsakademíunnar að veita Obama Bandaríkja- forseta friðarverðlaunin eftirsóttu, hefur vakið furðu flestra þeirra sem láta sig friðar- og afvopnunarmál varða. Erfitt er að sjá fyrir hvað forsetinn er verð- launaður annað en það að vera ekki George W. Bush. Þótt eflaust séu flestir þeirrar skoðunar að brotthvarf Bush úr Hvíta húsinu hafi aukið friðarlíkur í veröldinni, er það þó umhugsunarefni að útlit er fyrir að Obama-stjórnin verði með fleiri menn undir vopnum í Irak og Afganistan samanlagt en Bush nokkru sinni. *** Þegar bandarískar hersveitir og bandamenn þeirra héldu inn í Kabúl fyrir átta árum, töluðu stuðningsmenn innrásarinnar digurbarkalega um glæstan og skjótan sigur. Við, andstæð- ingar hernaðarins, bentum þá þegar á að líklega myndi stríðið halda áfram í mörg ár eða áratugi. Þeir spádómar virðast því miður vera að rætast, með ólýsanleg- um hörmungum fyrir alþýðu manna í þessu stríðshrjáða landi. Nató-sveitirnar í landinu virðast komnar í nákvæmlega sömu stöðu og Sovétmenn á sínum tíma, þar sem hernaðarlegir yfirburðir Rauða hersins og hátæknivopna- búnaður dugðu eklti til sigurs. Stríðið í Afganistan er nú orðið stærsta verkefni Nató í sextíu ára sögu hernaðarbandalagsins. Með aðildinni að Nató veita íslend- ingar stríðsrekstrinum pólitísk- an stuðning, auk þess að styðja hernaðinn með beinum hætti í gegnum ýmis konar verk- efni Atlants-hafsbandalagsins. Þær breytingar sem átt hafa sér stað á Nató á liðnum árum eru gríðarmiklar, en lítið hefur farið fyrir umræðu um þær hér á landi. *** Nýleg skoðanakönnun veitir fróðlegar upplýsingar um afstöðu íslensku þjóðarinnar til bandalags- ins. Þar var spurt um viðhorf manna til ýmissa alþjóðastofn- anna, s.s. Evrópusambandsins, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Sam- einuðu þjóðanna og Norður- landaráðs. Þegar spurt var um Nató, kom í ljós að nálega jafn- margir höfðu jákvæða afstöðu til þess og þeir sem voru neikvæðir, hvort tveggja um 30%. Stærsti hópurinn, fjórir af hverjum tíu, höfðu hins vegar eklti skoðun á bandalaginu. Ljóst er því að stærsta vandamál okkar hern- aðarandstæðinga er afstöðu- og //////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////^^^^

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.