Dagfari - 01.10.2009, Blaðsíða 26

Dagfari - 01.10.2009, Blaðsíða 26
DAGFARI sambandseitthvað sem hægt er að sækja um styrki til — eða kannski bara enn eitt kosningabandalagið sem gufar upp eftir kosningar og breytir sér í eitthvað annað - eða? Hver veit hvað! Þegar ég var að leggja lokahönd á þessa grein barst mér andláts- fregn Öldu Merini. Alda Merini var ítölsk, ljóðskáld, með þeim betri sem ég hef lesið. Hún átti við veikindi að stríða, dvaldi lengi á geðsjúkrahúsum og lenti þar í miklum hremmingum; var sett í raflost og einangrun, sannanlegar pyntingar, allt í nafni mannúðar og frelsis og framtíðar. Fyrir Öldu var þetta helvíti á jörðu. Samt lifði hún og lifði af, þar til krabbinn lagði hana að velli. Alda Merini var sett í raunveru- lega fjötra, fjötra spennitreyju og fordóma, stór hluti íslensku þjóðarinnar hefur hins vegar búið við og býr enn við sjálfgerða þötra, fjötra hernaðarhyggju, hugsunarleysis og alltumlykjandi ofurvalds sem í dag hefur þá einu hugsun að ráða öllum gæðum heimsins. Hverju er lífsanda dre- gur og ráða þannig fyrir heimi- num einsog Halldór KHjan segir í Gerplu. Sigfús Daðason skáld segir á ein- um stað, að sjálfgerðir fjötrar séu traustastir fjötra, og þannig er það. Leikir dagsins, raunverulegir leikir sem fólk leikur sér í, kal- last sýndarveruleikaleikir. Eg á afar erfitt með að skilja þá vegna þess að fyrir mér er fólk meira og minna í alvöru sýndarveruleika. Þar sem veruleikinn er allur en sýndin engin, eða kannski öfugt, veruleikinn enginn en sýndin öll. Alda vissi að hún var í fjötrum en Islendingar vita eklti að þeir eru í fjötrum. Það er munurinn — og hundurinn litli grafinn — einmitt Uggur þar. Eg pæli stundum í því hvernig þeim datt í hug að þvæla okkur inní Nató, inní þessa órjúfanlegu fjötra — vissulega fengu margir dúsur — gott ef ekki hrynja enn hermangsmolar af borðum — en aðferðin er alltaf sú sama: þú skalt inn hvað sem hver segir — út kemstu hins vegar aldrei af- tur — það er engin leið og hefur aldrei verið til baka — lyklinum var hent við inngöngu. Sagan er alltaf eins, hvort heldur verið er að neyða þjóðina í hernaðarban- dalag eða efnahagslegt, inn skaltu bang - lok, lok og læs og búið! '////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////^^^^ 26

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.