Dagfari - 01.10.2009, Blaðsíða 28
DAGFARI
LITTU VEL UT
AF FIGHTERS+LOVERS 0
OG BERSTU F
Ihittifyrra var ég, einu sinni
sem oftar, staddur á Café
Oskar, félagsmiðstöð kom-
múnista í Árhus í Dan-
mörku, og það vildi svo til að
mig vantaði eld. Eg keypd mér
því kveikjara, gylltan að lit, frekar
lélegan og alldýran — 18 krónur
danskar kostaði hann - og studdi
um leið við hryðjuverkastarfsemi.
Eða sá var úrskurður hæstaréttar
Danmerkur nú í mars síðastlið-
num. Þetta var nefnilega fjáröflu-
narkveikjari, útgefinn af Fighters
+ Lovers.
Árið 2002 voru sett lög í Dan-
mörku um að hver sá sem „styddi
hryðjuverkastarfsemi á beinan
eða óbeinan hátt“ gæd átt allt að
tíu ára fangelsi yfir höfði sér. Þá
er spurningin: Hver skilgreinir
hver er hryðjuverkamaður og
hver á í réttmætri frelsisbaráttu?
Átd að styðjast við einhverja
lista sem komu frá Bandarík-
junum, Evrópusambandinu
eða kannski Nató? Foreningen
Opror („Félagið Uppreisn“)
ákváðu að láta reyna á réttinn tíl
að styðja þjóðfrelsisbaráttu. Sjö
félagar stofnuðu fatafyrirtækið
Fighters+Lovers sem, samkvæmt
eigin lýsingu, starfar „á mörkum
tísku, menningar og stjórnmála“.
Þau framleiddu s.s. stuttermaboli,
og fleiri vörur, sem þau seldu á
samstöðuverði, með fyrirheid
um að láta andvirði €5 af hver-
jum seldum bol renna til þjóð-
frelsisbaráttu sem yfirvöld litu á
sem hryðjuverkastarfsemi. Fyrir
valinu urðu tvenn samtök, Vo-
pnuð byltingarsamtök Kólumbíu
(FARC) og Alþýðufýlkingin fyrir
frelsun Palestínu (PFLP). Bolirnir
voru með merkjum samtakanna,
svo ekki var um að villast.
FARC eru stærstu og elstu star-
fandi skæruliðasamtök í Suður-
Ameríku. Söfnunin átd að fjár-
magna útvarpsstöð handa þeim í
Kólumbíu. Rikisstjórn Kólumb-
íu var fljót að koma eindreg-
num mótmælum til ríkisstjórnar
Danmerkur. „Það er óásættan-
legt að menn séu að fjármagna
hryðjuverkahópa,“ sagði utan-
ríkisráðherrann Carolina Barco
af því tilefni. Hún hefði kannski
átt að líta sér nær, ríkisstjórn Kól-
umbíu heldur nefnilega sjálf úti
umfangsmikilli hryðjuverkastarf-
semi gegn sínum eigin borg-
urum. Dauðasveitir herja t.d. á
verkalýðshreyfinguna og myrða
leiðtoga hennar í tugatali á ári
hverju. Dauðasveitir þessar eru
einatt reknar og fjármagnaðar
af sömu hagsmunaaðilunum og
stjórna ríkinu bak við tjöldin —
svæsnu bandalagi kókaínbaróna,
landeigenda og stórauðvalds —
og skipaðar mönnum sem ganga
þess á milli í einkennisbúningum
hers eða lögreglu. Ríkisstjórn
Kólumbíu er sjálf hryðjuver-
kastjórn og það á ekki að þurfa
að hafa mörg orð um að and-
spyrna gegn slíkri stjórn er ekki
bara réttmæt og eðlileg, heldur er
hún beinlínis nauðsynleg. Já, hún
er skylda.
Plakatagerð í Palestínu
í Palestínu standa PFLP ekki í
baráttu við „eigin“ ríkisstjórn,
heldur hernámsveldi Israels.
Veraldlegu og vinstrisinnuðu
samtökin PFLP eru næststærstu
aðildarsamtök Frelsissamtaka
Palestínu (PLO), eftir Fatah-
flokknum. Markmið þeirra er að
losa Palestínu undan ísraelsku
hernámi og stofna eitt sameigin-
legt, veraldlegt og lýðræðislegt
ríki sem fer ekki í manngrein-
arálit. Öfugt við Fatah-samtökin
eru PFLP ekki tilbúin til þess að
slá af kröfum sínum. Samtökin
halda uppi vopnaðri baráttu gegn
hernáminu, og varla þarf að taka
fram að hernámsveldið Israel kal-
lar þau hryðjuverkasamtök. En
fyrir utan andspyrnuna reka þau
skóla, heilsugæslustöðvar og aðra
samfélagslega starfsemi víða,
bæði á hernumdu svæðunum og
í flóttamannabúðum í nágran-
nalöndunum. Söfnun F+L á að
borga fýrir stúdíó til að hanna og
prenta veggspjöld.
Árið 2007 færðu F+L út kvíar-
með fleiri bolum, undir
nar
I
//////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////^^^^
28