Dagfari - 01.10.2009, Blaðsíða 25

Dagfari - 01.10.2009, Blaðsíða 25
Dofnaði þá loks morðfýsn útrásargaura, en afkomendur allir urðu fransarar. Kerling heldur áfram og rag- manar Þorgeir að vera nú eitt sinn maður, ílendast í Normandí og ganga að eiga sonardóttur sína, konuna er bjargaði lífi hans - en nei - bardagafysninni skal sinnt — eða kannski annarri, vegna þess að Þormóður, félagi og vinur og jafnvel eitthvað meir til tilfinnin- ganna, gæti gert grín að'onum, orðnum bónda í Norður-Þing- eyjarsýslu — ég meina - Norður- Frakklandi og hvar verður þá morðótt skáld að finna? Nei, svo skal aldregi! Upp, upp og út! Norður og niður! Drepa, drepa! Kveðjuorð tötrakonunnar vísu eru: „Þar hefur þú þínslega kjörið, sem vel er, og haf þig á hrott nú að sinna þeim verkum ergarpi sama: bera eld að húsum manna og drepa fyrir scekonúngum yðrum eða landstjórnar- mönnum hvaðeina er lífsanda dregur, og ráða svo jyrir heiminumP* *** Já - og ráddu svo fyrir heiminum! Undarlegt þykir mér oft að hug- sa til barnæskunnar, vitandi að hafa aldrei vitað að við, þjóðin, værum í stríðsfélagi. Eg kunni vel skil á réttu og röngu, vissi að al- drei skyldi meiða aðra, ekki ráðast á, ekki skrökva, heldur þykja vænt um — án fleðuláta þó. Sjálfsagt og eðlilegt að verja sig, væri þörf, en varla þurfti heilan her til þess, enda vissi ég ekki hvað her var. Það er nefnilega ótrúlega auðvelt að hagræða sögunni og veruleika- num með því - að segja ekki! Ég hitd marga og heyri í dag sem telja Nató varla til — eitthvað sem var — góðgerðarfélag? — eða evrópu- •//////////////////////////////////////////////////////////////////////////. DAGFARI

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.