Dagfari - 01.10.2009, Blaðsíða 7
Allur þessi viðbúnaður var í takt við þá
ímynd sem Sarkozy Frakklandsforseti
hefur skapað sér að hann sé sterkur leið-
togi sem líður ekkert rugl, enga óvirð-
ingu við valdið. Við það bættist að sjálfur
Barack Obama var væntanlegur á svæðið.
Líklega hefði Sarkozy gert nánast hvað
sem er til að tryggja að allt færi vel fram
svo ekki mætti gefa í skyn að hann hefði
ekki stjórn á hlutunum; í stuttu máli sagt,
til að hann yrði ekki að athlægi.
Ferðasaga
Dagur 1: Koman til borgarinnar
Strax í lestinni frá Þýskalandi til Frakk-
lands tók að bera á ótal lögreglumönnum,
gráum fyrir járnum, og það gaf tóninn
fyrir ferðina. Mikill viðbúnaður blasti
við okkur strax í útjaðri borgarinnar.
Á hverju horni voru óeirðalöggur. Við
komum til borgarinnar fimmtudaginn
2. apríl og þá þegar voru almennnings-
samgöngur í lamasessi svo að ekki var um
annað að ræða en ganga að tjaldbúðum
mótmælenda. Þangað komum við þreytt,
fótalúin og svolítið hrakin í búðirnar,
sem voru á stóru túni í úthverfi óralangt
frá borgarkjarnanum, eftir að hafa gengið
næstum alla leið frá miðborginni með far-
angurinn okkar. Búðargestir brugðust illa
við þegar við fórum að taka myndir og
sögðu það vera bannað. Þegar við vorum
búin að tjalda þá mundum við að við vor-
um ekki með neitt til að drekka og hél-
dum þá í bjórleiðangur. Það er skemmst
frá því að segja að við bárum ekki árang-
ur sem erfiði og enduðum á því að
drekka íslenskt brennivín fyrir svefninn
vegna þess að það var eini vökvinn sem
við vorum með. Þessu næst fórum við
að sofa en yfir tjaldbúðunum sveimuðu
herþyrlur alla nóttina.
vistargrundvöll hernaðarbandalagsins og
hvernig það reynir að réttlæta sig í breytt-
ri heimsmynd, NATO í samhengi hnatt-
væðingar og kreppu og margt, margt
fleira. Bæði Noam Chomsky og Tariq Ali
átm að fara með framsögur við setningu
ráðstefnunnar, auk annarra, en forföl-
luðust því miður báðir. Þessi ráðstefna
ein og sér hefði klárlega verið næg ástæða
fyrir samtök á borð við SFIA til að senda
fulltrúa á vettvang.
landamærin.
Viðbúnaðurinn í borginni varð meðal
annars til þess að fyrirlesarar fesmst á
flugvellinum, vegna þess að þeir komu
á svipuðum tíma og Obama. Þá læstist
allt. En með stopulum sporvagnaferðum
komumst við þó á ráðstefnustaðinn fyrir
rest, í samfloti með ýmsum aðgerðasin-
num úr búðunum.
Þegar ráðstefnunni lauk voru almenn-
ingssamgöngur hættar að ganga og við
þurftum að ganga af stað í átt að búð-
unum. Tekið skal fram að búðirnar voru
staðsettar við íbúðarhverfi og aðkoman
að hverfinu var mjög ljót þegar við kom-
um til baka af ráðstefnunni. Svartblokkin
svokallaða hafði ekki setið aðgerðalaus
á meðan við vorum að fræðast; hún var
búin að hlaða vegartálma úr allskonar
drasli á götunni, strá glerbrotum yfir mal-
bikið og safna grjóti í innkaupakerrur til
að verjast lögreglunni, auk þess að brjóta
bílrúður og rústa strætóskýli fyrir íbúum
hverfisins.
Dagur 2: Ráðstefnan
Þegar stórar mótmælaaðgerðir eru skipu-
lagðar í Evrópu er algengt að samhliða
þeim séu haldnar ráðstefnur sem fjalla
á fjölbreyttan hátt um tilefni þeirra. Svo
var einnig í Strassborg.
Það er óhætt að segja að á ráðstefnun-
ni hefðu allir róttæklingar getað fundið
eitthvað við sitt hæfi, slíkt var úrvalið af
málstofum sem haldnar voru þennan dag
í íþróttamiðstöð Illkirch í Strassborg.
Af þemum hinna óh'ku málstofa má
nefna andspyrnu í Mið-Austurlöndum,
NATO út frá kynjafræðilegu sjónarmiði,
stöðuna í Afghanistan, loftárásirnar á
Við rölmm og skoðuðum okkur um og
fylgdumst með hóp af svartklæddu fólki
með grímur fyrir andlitinu sem var að
reyna að ná eftirlitsmyndavél niður úr
ljósastaur. Þau voru að langa stund, enda
staðráðin í að ná niður hinni illu mynd-
vél, og reyndu m.a. að fella sjálfan ljósas-
taurinn með því að fara á fjóra fætur og
grafa undan honum með höndunum.
Allan tímann sveimuðu herþyrlur yfir
staðnum. Þeim tókst að lokum að gera
myndavélina óvirka, þó enn hafi hún
hangið utan á staurnum, og uppskáru
svoh'til fagnaðarlæti áhorfenda. A sama
tíma reyndu þau grímuklæddu að banna
fólki að taka myndir af atburðinum, og
reyndar að vera yfir höfuð með myn-
davélar á lofti. Eftir að hafa fylgst með
atlögu þeirra að ljósastaurnum þorðum
við ekki öðru en að setja myndavélarnar
í vasann.
Dagur 3: Gangan
Sjálfur mótmæladagurinn var frekar rugl-
ingslegur. Það var ekki mikil samræming
í búðunum og t.d. ekki auglýst að um
nóttina stæði til að setja upp vegatálma
við fundarstað NATO. Þeir vegatálmar
reyndust síðan áhrifaríkasta mótmæla-
leiðin vegna þess að með þeim tókst að
tefja beinlínis sjálf fundahöldin, jafnvel
þótt það væri ekki nema um stundar-
korn. Þennan dag lágu samgöngur alveg
niðri og við gengum í nokkrar klukku-
smndir ásamt öðrum mótmælendum
þangað sem mótmælagangan átti að
byrja. Á samkomustaðnum var svið þar
sem fólk flutti ræður og (vafasöm) tón-
listaratriði. Oll þessi samkoma var fremur
ruglingsleg en gaf okkur ágætt tækifæri
til að virða fyrir okkur alla þá flóru mót-
mælenda sem saman voru komnir þarna.
Tahð er að um 20.000 manns hafi tekið
þátt í göngunni; hún hefði verið fjöl-
mennari, nema hvað einhverjum mót-
mælendum var ekki hleypt yfir þýsku
Það verður að segjast að oft var erfitt
að átta sig á hvað svartblokkinni gekk
til. Þetta svartklædda unga fólk sem er
orðið að einu af helsm einkennum fjöl-
damótmæla í Evrópu var óneitanlega
mjög framtakssamt og grýtti m.a. lögg-
una af miklum móð, en tilgangurinn með
allri þessari virkni var ekki alltaf augljós.
Meðal minnisstæðra uppákoma var þegar
nokkur svartklædd ungmenni rústuðu
bensínstöð á leiðinni til aðal fundarstað-
arins, að því er virtist til að ná sér í vatn,
og drösluðu síðan slökkvitækjum út úr
stöðinni h'ka og tóku að sprauta úr þeim
yfir göngufólk eins og óvitar. En það
var þó nokkuð forvitnilegt fyrir íslenska
friðarsinna sem ekki höfðu séð sh'kar að-
farir áður.
Stuttu eftir að þau náðu eftirlitsmynda-
véhnni niður fór mikinn, svartan reykjar-
mökk að bera við himinn. Það spurðist
út á meðal mótmælenda að svartblokkinn
hefði kveikt í hóteh við hhð fundarstaðar
mótmælenda á meðan gestir voru þar
inni. Taka skal fram taka fram að hótelið
er staðsett í íbúðarhverfi. Á meðan við
biðum ásamt öðrum eftir leyfi frá lögre-
glunni til að hefja gönguna keyptum við
okkur í svanginn og fórum að leita ok-
kur að lautu til þess að setjast með nestið
okkar í mesta sakleysi. í því heyrðum við
læti, hmm upp og sáum hóp af óeirðar-
lögreglumönnum koma hlaupandi í átt
að svæðinu og kasta táragassprengju sem
lenti rétt hjá okkur og við björguðum
okkur á hlaupum. Smtm eftir þá upp-
Balkanskaga 1999, stríð og vistfræði, til-
''''////////////////////////////////////////////////////////////////////////////^^^^
DAGFARI