Dagfari - 01.10.2009, Blaðsíða 30

Dagfari - 01.10.2009, Blaðsíða 30
DAGFARI trúi hvorki að PFLP eða FARC séu englar né djöflar, þá eru þessi samtök sannarlega í réttmætri baráttu gegn ranglátum, spillmm og miskunnarlausum valdhöfum og þá baráttu er rétt að styðja en ekki gera glæpsamlega. En Evrópusambandið er ekki á sama máli. Það hefur hagsmuni hinna voldugu í heiðri, límr pólitískan aktívisma hornauga, gerir hann grunsamlegan og hefur á honum gæmr. FARC og PFLP eru á lista ESB yfir hryðjuverkasamtök, og við þann lista styðst danska rét- tarkerfið. (Þess má geta að Nore- gur styðst við hryðjuverkalista Sameinuðu þjóðanna, sem telur FARC og PFLP ekki með, og því er stuðningur við samtökin ekki saknæmur þar og heldur ekki í Svíþjóð.) Þjarkað í dómssölum F+L lögðu upp með að láta rey- na á dönsku hryðjuverkalögin og hvort þau gætu haldið áfram að styðja frelsisbarátm. Þau voru frá upphafi meðvimð um að þetta væri borgaraleg óhlýðni. Það ætti því ekki að koma á óvart, að þegar þau höfðu safnað næsmm 25.000 dönskum krónum, voru þau ákærð af saksóknara. Eftir alllöng réttarhöld voru samtökin sýknuð fyrir borgardómi. Akæru- valdið áfrýjaði til Eystri landsré- ttar, þar sem þau voru sakfelld fyrir ári síðan. Þau áfrýjuðu þá aftur og voru loks sakfelld á ný fyrir hæstarétti nú í vor. Sakar- kostnaðurinn í heild nam meira en milljón danskra króna, sem þykir gífurlegt fé fyrir mál af þessu tagi og hefur eitt og sér verið gagnrýnt harðlega. Eins og nærri má geta notuðu F+L tækifærið fyrir réttinum til að snúa við dæminu, sýna fram á að glæpamennirnir væru ekki um- rædd samtök heldur andstæðin- gar þeirra, ríkisstjórnir Kólumbíu og Israels. Þau átm ekki erfitt með að sýna fram á að umfangsmikil mannréttindabrot væru fra- min af hálfu ríkjanna tveg- gja. Ákæruvaldið hjálpaði þeim m.a. óbeint með því að fram- vísa vitnisburðum og játning- um frá bæði Kólumbíu og Israel, sem viðkomandi yfirvöld höfðu náð fram með pyntingum. Bæði borgardómur og Eystri landsrétt- ur vísuðu pyntinga-játningum frá dómi sem marklausum. Hart er sótt að réttinum til að heyja eða styðja baráttuna fýrir betri heimi. I málinu var aðal- spurningin hvort FARC og PFLP væru hryðjuverkasamtök eða ekki. Það voru þau samtök, ekki F+L, sem voru hinir óbeinu en jafnraunverulegu sakborningar, og fengu ekki tækifæri til að verja sig. Danski dómstóllinn neyddist til að taka afstöðu til þess hver skilgreiningin á hryðjuverkum væri. Borgardómaranum þótti það t.d. ekki nægja til að kalla það hryðjuverk, þótt manndráp og mannrán væru hluti af barátt- unni. Markmið hennar skipti líka máli. Verjandinn, Thorkild Hoyer, benti á að í anda laganna, sem kæmi fram í greinargerð með þeim, kæmi skýrt fram að vopnuð barátta, sem er háð til að verja eða endurheimta lýðræðisleg gildi, sé ekki í flokki með hryðjuverkum. Auk þess hefði sagan margsýnt að hryðjuverkamenn dagsins í dag væru hetjur morgundagsins. Réðu Kólumbíumenn ferðinni? Jaime Bermudez, utanríkis- ráðherra Kólumbíu, sagði í viðtali að það hefði verið kó- lumbíska ríkið - en ekki danski dómsmálaráðherrann Lene Esp- ersen - sem ákvað að áfrýja upp- haflegu sýknunni. Það er fáheyrt að erlend ríki hlutist til um útko- muna í sakamálum í Danmörku. Danska ákæruvaldið, sem star- faði vissulega með kólumbískum yfirvöldum, mótmælti því að Kó- lumbíustjórn hefði ráðið nokkru. Var utanríkisráðherra Kólumbíu þá að skrökva í sjónvarpsviðtal- inu? Vitnin sem ákæruvaldið leiddi fram voru meira og minna tengd ísraelskum, kólumbískum og bandarískum leyniþjónustum, stjórnkerfi og utanríkisþjónustu — menn sem hafa beinna hagsmuna að gæta, atvinnu af og mikla reynslu í að ljúga og snúa út úr fyrir rétti og láta óvini sína, FARC og PFLP, líta sem verst út. í nóvember 2007 barst stuðning- syfirlýsing frá Horserod-Stutthof Foreningen, samtökum danskra fyrrum andspyrnumanna og fanga úr síðari heimsstyrjöld. Þeir skoruðu á alla réttsýna menn að mótmæla hryðjuverkalöggjöfinni og riþuðu upp gamla slagorðið: „Þegar réttíæti snýst upp í ran- glæti, verður andspyrna skylda.“ Um leið tilkynntu þeir að árið áður hefðu þeir sjálfir sent FARC stuðning upp á 1000 danskar krónur, tilkynnt það sjálfir til yfir- valda en engin viðbrögð fengið. í september 2008 endurtóku þeir leikinn og sendu þá 1000 krónur til PFLP. Formaðurinn, An- ton Nielsen, sagði af því tílefni: „Andspyrnubaráttan er því miður ennþá raunveruleikinn í löndum eins og Palestínu. Sama þótt baráttufólkið sé stimplað sem hryðjuverkamenn. Það voru and- spyrnumennirnir í Síðari heims- styrjöld líka.“ Þeir gáfu út nýja yfirlýsingu í febrúar og hvöttu til þess að andspyrnuhreyfingum væri veittur stuðningur. Viðnám y/////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////^^^^ 30

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.