Dagfari - 01.10.2009, Blaðsíða 31
31
gegn kúgun væri ekki glæpur og
ætti ckki að vera saknæmt.
Baráttan heldur áfram
Þar sem Horserod-Stutthof
Foreningen beita sér ekki bara
fyrir vinstrisinnaða skæruliða í
dag, heldur börðust meðlimir
þeirra sjálfir persónulega gegn
hernámi Danmerkur í Síðari
heimsstyrjöld, sáu dönsk nýnasis-
tasamtök sér leik á borði, lögðu
fram kæru til lögreglunnar og
kröfðust þess að gamalmennin
í Horserod-Stutthof yrðu tekin
sömu tökum og ungmennin í
Fighters+Lovers, handtekin og
dæmd fyrir hryðjuverk. Ekki he-
fur meira spurst af þeirri kæru.
Horserod-Stutthof eru enda vin-
sæl samtök og meðlimir þeirra
álitnir hetjur fyrir fórnir sínar fyrir
hernumið föðurlandið í stríðinu.
Því yrði málshöfðun gegn þeim
torveldari — sem afmr undirstri-
kar pólitískt eðli málaferlanna.
Þetta mál er í alla staði há-
pólitískt, sem sést af því að það
var dómsmálaráðherrann sem
ákvað að höfða það. Það er tekist
á um réttinn til að berjast gegn
kúgun, og þar með til að ber-
jast fyrir frelsi. Dómur hæstarét-
tar Danmerkur er einfaldur, skýr
og fasískur í anda: Allt vopnað
viðnám er hryðjuverk, þar með
talið viðnám gegn kúgun, og þar
með talin baráttan fyrir lýðræði
og þjóðfrelsi. Ennfremur sér
danska ríkið ástæðu til að skipta
sér af, þótt hvorki norska ríkið né
sænska ríkið sjái ástæðu til þess.
Hvaða öfl búa að baki?
Búast má við að hæstaréttardóm-
num verði áfrýjað til mannréttin-
dadómstólsins í Strassborg, og
þar munu Fighters+Lovers þarf-
nast alls þess smðnings sem þau
geta fengið. And-heimsvaldasin-
nar, lýðræðissinnar og mannrét-
tindasinnar hér á íslandi kynnu
að vilja fylgjast með og sýna sam-
stöðu. Hver veit nema fjáröfluna-
ruppákomur eða aðrir viðburðir í
samstöðuskyni geti hjálpað þeim
með lögfræðikostnað og beint
um leið athygli að mikilvægu
máli? Hver veit nema útibú F+L
á Islandi gæti stillt íslenskum
stjórnvöldum upp á svipaðan
hátt? I barátmnni fyrir betri heimi
eru vígstöðvarnar víða.
Skoðið heimasíðuna þeirra:
www.fightersandlovers.org
STARFSEMI FRIÐARHÚSS STENDUR í RLÓMA - FÓLK ÓSKAST!
Tilkoma Friðarhúss á Njálsgöm
87 hefur haft í för með sér bylt-
ingu í starfsemi SHA. Fjöldi sam-
koma á vegum samtakanna hefur
margfaldast frá því sem áður var,
félagsmönnum fjölgar og virkni
þeirra eykst auk þess sem fjárh-
agurinn hefur styrkst við það að
þurfa ekki lengur að standa undir
húsaleigu fyrir hvers kyns samko-
mur. Friðarhúsið er í dag skuld-
laust við allar peningastofnanir
og því greiða SHA einungis leigu
sem nemur opinberum gjöldum,
viðhaldskostnaði og tryggingum.
Á móti kemur að starfsemin get-
ur skapað samtökunum ýmsar
tekjur, svo sem með kaffisölu á
fundum og tilfallandi leigu á hú-
sinu til félagsmanna.
Ýmis vinafélög SHA hafa sömu-
leiðis notið góðs af aðstöðunni í
Friðarhúsi. Má þar nefna MFÍK,
elstu starfandi friðarsamtök land-
sins, sem haldið hafa ófáa fundi
í húsnæðinu. Sama gildir um
Félagið Island-Palestínu, stjórn-
málafélög í Háskólanum og svo
mætti lengi telja. Þá hefur rót-
tæklingafélagið Rauður vettvan-
gur fengið föst afnot af Friðar-
húsi í skiptum fyrir regluleg þrif,
sem er afar mikilsvert framlag.
Kaffihúsastemning á Njálsgötunni?
Þótt rita mætti langt mál um þá
sigra sem unnist hafa með rekstri
Friðahúss, er því heldur ekki að
neita að betur má ef duga skal!
Það er langur vegur frá því að
Friðarhús sé opið jafn mikið og
æskilegt væri. Sem stendur er það
einungis opið meðan á auglýstum
fundum og samkomum stendur.
Ef vel ætti að vera þyrfti almen-
ningur hins vegar að geta gengið
að föstum opnunartímum sein-
nipart dags og jafnvel um helgar.
Allar aðstæður eru fyrir hendi til
að hægt sé að skapa notalegan
samverustað fyrir friðarsinna
og aðra róttæklinga í Friðarhúsi.
Eldhúskrókurinn býður upp á
kaffiuppáhellingar og húsið er í
alfaraleið. Þá er gott veggpláss í
Friðarhúsi sem væri tilvalið fyrir
hvers kyns mynda- og listsýnin-
gar. Til að rýmri opnunartími geti
orðið að veruleika er brýnt að
ná að koma saman vöskum hópi
sjálboðaliða sem væru til í að
skipta á milli sín vökmm. Horft er
til þeirra sem hafa tíma aukreitis:
námsfólk, eftirlaunaþegar, atvin-
nulausir o.s.frv. Þráðlaust netsam-
band er í húsinu, ljósritunarvél og
prentari.
DAGFARI