Dagfari - 01.10.2009, Blaðsíða 14
DAGFARI
HERNAÐARBANDALAG
í TILVISTARKREPPU
EFTIR SVERRI JAKOBSSON
Fyrir tíu árum, á hálfrar
aldar afmæli hernaðar-
bandalagsins NATO,
voru talsmenn þess
býsna kokhraustir. Þeir töldu sig
hafa unnið kalda stríðið, tryggt
eilífa sigurgöngu markaðsafla og
jafnvel bundið enda á framþróun
sögunnar. Bækur eins og From
Plato to Nato eftir David Gress
voru gefnar út þar sem hern-
aðarbandalaginu var veittur sess
við hlið mesm andans manna
mannkynssögunnar. Slíkt
yfirlætið árið 1999.
var
Núna, tíu árum síðar, heyrist æ
oftar rætt um það að hernaðar-
bandalagið sé í andarslitrunum.
Spurningin er jafnvel ekki hvort
NATO muni gefa upp öndina
heldur hversu hratt og hversu
miklum skaða bandalagið nái að
valda í dauðakippunum.
Það sem hefur breyst er að papp-
írstígrisdýrinu var hleypt út á
veiðar; eftir endalok kalda stríð-
sins var enginn tilgangur lengur
með starfi NATO. í stað þess að
leggja hernaðarbandalagið niður
var hins vegar leitað nýrra verk-
efni. Það þandist út í ausmrátt
og allt að landamærum Rúss-
lands. Og í mars 1999 blandaði
bandalagið sér í borgarastyrjöld
í Serbíu. Markmiðið var að sýna
yfirburði þess gegn veikburða
Serbíuher með loftárásum en þær
bitnuðu í ríkum mæli á óbreyttum
borgurum, tjón serbneska hersins
var óverulegt og enginn NATO-
hermaður tók minnsm áhættu.
Að lokum var svo samið um
málamiðlun sem var nálægt því
sem hægt var að semja um fyrir
átökin. NATO hernam Kosovo
en náði ekki að koma í veg fyrir
þjóðernishreinsanir af sama tagi
og höfðu komið átökunum af
stað til að byrja með. Hernáms-
stjórnin í Kosovo hefúr svo verið
gagnrýnd harðlega fyrir spillingu
Þegar Bandaríkin réðust inn í
Afganistan árið 2001 flykktu
NATO-ríki sér að baki innrásinni
enda þótt hún hefði ekki verið
borin undir bandalagið. NATO
tók síðan að sér að létta á Ban-
daríkjaher þegar hann réðst inn
í Irak 2003 og veitti þar með
óbeinan smðning við hernám
Iraks. Hernám Afganistan hefur
æ síðan verið samstarfsverkefni
Bandaríkjanna og NATO. Það
hefur hins vegar ekki gert ástandið
friðvænlegra í landinu. Þvert á
móti hefur ástandið í Afganistan
ekki verið verra síðan hernámið
hófst og ýtt undir umræðu um að
NATO sé úr sér gengið.
V//////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////m^^
14