Dagfari - 01.10.2009, Blaðsíða 12
EINKAHERSTÖD
Á MIÐNESHEIDI?
VARHUGAVERÐ ÁFORM UM HERNAÐARUPPBYGGINGU
Haustið 2006 var ban-
darísku herstöðinni
á Miðnesheiði lok-
að og yfirráð her-
stöðvarsvæðisins færðust í hen-
dur Islendinga. Stór orð voru þá
höfð uppi um þau miklu tækifæri
til atvinnusköpunar sem svæðið
hefði yfir að búa, enda húsakos-
tur mikill og í flestum tilvikum
góður.
skráðar hérlendis af íslenskum
flugmálayfirvöldum.
Því miður reyndist hugmynda-
auðgi þeirra sem stjórnuðu þess-
ari vinnu ekki meiri en sú, að mikil
áhersla hefur verið lögð á að laða
á svæðið fyrirtæki sem eru eðliss-
kyld þeirri starfsemi sem áður fór
fram á vellinum. Þannig var upp-
lýst haustið 2009 að hollenskt
fyrirtæki E.C.A. Programs Ltd.
stefndi að því að hefja starfsemi í
stóra flugskýlinu á Ásbrú sumarið
2010.
Samkvæmt þessum fregnum
er áætlað að fýrstu herþoturn-
ar komi til landsins síðsumars.
Þeim verð svo fjölgað um tvær
á mánuði uns heil átján þotu
herdeild verði komin á Kefla-
víkurflugvöll. Jafnframt hefur
komið fram að stefnt sé að því
að þotur þessar, sem sagðar eru í
eigu hollenska fyrirtækisins, verði
Dularfullt fyrirtæki
Af umfjöllun íslenskra fjölmiðla
og samstarfsaðila fyrirtækisins
hér á landi mætti ætla að E.C.A.
Programs sé víðkunnugt fyrirtæki
með mikil umsvif. Einföld netleit
leiðir hins vegar í ljós að svo er
ekki. Ef frá eru taldar íslenskir
vefmiðlar, er sáralitlar upplýs-
ingar að finna um fyrirtækið á
netinu og þá sjaldan sem þess er
getið virðist þjóðerni þess ekki
fyllilega á hreinu. Það er ýmist
sagt hollenskt eða frá Lúxem-
borg. Fyrirtækið er sagt sjá um
leigu á hergögnum, þar á meðal
herþyrlum sem Nató-ríki notast
við í Afganistan, en flest er þó á
huldu um umfang þeirrar útleigu.
Eins og fyrirtækja er háttur, hal-
da E.C.A. Programs úti heima-
síðu (http: / / www.eca-program.
com), en lestur hennar vekur
fleiri spurningar en hann svarar.
Á skjánum birtast handahófsken-
ndar tilvitnanir í kunna herfo-
ringja mannkynssögunnar, s.s.
Patton, Rommel og Napóleon
Bónaparte. I bakgrunni gefur að
líta ljósmyndir af hvers kyns vo-
pnum og verjum, auk mynda af
flughlaðinu á Keflavíkurflugvel-
li og umferðarskilti sem vísar
leiðina til Reykjavíkur. Þá má
sjá að heimilisfang fyrirtækisins
er pósthólf í smábæ í sunnan-
verðu Hollandi. Engar upplýsin-
gar er að finna um eigendur eða
bakhjarla fyrirtækisins. Þannig er
ekki einu sinni hægt að sjá nafn
forstjóra eða stjórnarmanna.
Hugmyndafræðin á bak við
E.C.A. Programs virðist byggja á
því að vestrænir hermenn séu al-
mennt ekki nógu vel búnir undir
raunveruleg átök og að brýnt sé
að bæta úr því með því að gera
heræfingar „raunverulegri“. I því
skyni segist fyrirtækið hafa fest
kaup á átján rússneskum MiG-
orrustuþotum, sem upphaflega
munu hafa tilheyrt her Hvíta-
Rússlands, ef marka má íslens-
ka fjölmiðla. Þessar þotur yrðu
þá leigðar flugherjum Nató-ríkja
til að leika „óvininn“ á heræfin-
gum. Hollenska fyrirtækið vekur
sérstaka athygli á því að sh'kar
MiG-vélar séu algengar í þriðja
heiminum.
Einkavæðing hernaðar
Furðu vekur hversu erfitt er að
afla upplýsinga um starfsemi
þessa fyrirtækis sem kjörnir full-
;y////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////^^^^
12