Dagfari - 01.10.2009, Blaðsíða 37

Dagfari - 01.10.2009, Blaðsíða 37
37 NATO taki þátt í friðarferlinu í deilu Palestínu og Israels og í NATO-fréttum veturinn 2005 var komist svo að orði að „álits- gjafar og sérfræðingar [hafa] bæði lagt til að NATO veiti ísrael öryg- gistryggingu og að bandalagið gegni hlutverki í friðargæslu milb fullvalda palestínsks ríkis og Isra- el.“ Það virðist vera meðvitaður ásetningur í hinni nýju stefnu NATO að líta framhjá mótsögn- inni sem felst í því að taka að sér friðargæsluhlutverk á svæði þar sem bandalagið er í beinu banda- lagi við annan aðila átakanna ef ekki sjálft beinlínis annar aðilinn. Eftir hrun Sovétríkjanna: hnat- tvæðing kapítaHsmans og Ban- daríkin sækjast eftir ítökum í Aus- tur-Evrópu, Mið-Austurlöndum og Mið-Asíu Það þarf að hyggja að tvennu sem fer í gang eftir lok kaldastríðsins. í fyrsta lagi hnattvæðingin: Eftir lok kalda stríðsins, þ.e.a.s. eftir að Sovétríkin og önnur kommúni- staríki austantjalds hrundu krin- gum 1990, varð til hugtakið „hin nýja heimsskipan“ (new world order). Það var líka þá sem hug- takið „alþjóðasamfélagið“ skaust inn í umræðuna en vilji þess er í raun dulnefni fyrir vilja Ban- daríkjanna. Hin nýja heimskipan var kapítah'skt alþjóðasamfélag á forsendum heimsvaldaríkjan- na og auðstétt þeirra, einkum Evrópusambandsins, Japans og Bandaríkjanna og undir fo- rystu þess síðastnefnda. Þetta er megininntak hnattvæðingarin- nar. Alþjóðaviðskiptastofnuninn var sköpuð til að setja reglur fyrir hið alþjóðlega kapítaHska efna- hagskerfi og ryðja úr vegi þeim reglum sem einstök ríki höfðu sett og hindruðu frjálst fjárma- gnsflæði og óheft aðgengi stór- fyrirtækjanna um allan heim. AHur heimurinn skyldi undirgan- gast hina nýju heimsskipan, sem var ekkert annað en kapítaHsmi án undantekninga. Þá fyrst yrði kominn tími fyrir friðsamlega sambúð ríkja. I öðru lagi skapaðist með hruni Sovétríkjanna færi á því fyrir Ban- daríkin og með samþykki og stun- dum stuðningi annarra heims- valdasinnaðra ríkja að ná tökum á Austur-Evrópu, Mið-Asíu og Mið-Austurlöndum — með aUri oHunni sem þar beið neðan- jarðar. Austantjaldsríkin komu hvert af öðru yfir til NATO og Evrópusambandsins, yfir í hið kapítak'ska samfélag. Serbíu/ Júgóslavíu þurfti að tukta til og hernema Afganistan og Irak — og Iran. NATO er verkfæri í þessu ferH. '"''"'"////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////^^^^ DAGFARI

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.