Dagfari - 01.10.2009, Blaðsíða 38
DAGFARI
ERU KONUR LÍKLEGRI
TILAÐ HALDA FRIÐINN?
EFTIR DRÍFU SNÆDAL
Baráttan fyrir jafnrétti
kynjanna hefur tekið á
sig ótal myndir í geg-
num tíðina úti um víða
veröld. Táknmyndir hafa verið
búnar til í baráttunni og þannig
höfum við á Islandi vanist að
líta á hina sterku fjallkonu, hag-
sýnu húsmóðurina, konuna á vin-
numarkaðnum og konuna sem
berst fyrir menningu og friði. —
Skyldi mynd kvenfrelsis í dag þó
ekki vera konan sem vinnur fulla
vinnu, klífur metorðasdgann og
verkstýrir heimilinu „í frístun-
dum“?
I löndum sem háð hafa vopnaða
frelsisbaráttu hefur táknmynd
kvenfrelsis afmr á mód verið
„herkonan“. í tímaridnu Melkor-
ka sem gefið var út hér á landi á
fimmta og sjötta áratugnum ham-
par Þóra Vigfúsdóttir kvenréttín-
dahreyfingunni í Asíu: „Það er í
þessari frelsisbaráttu, sem konur
Asíu hafa kastað andlitsblæjunni,
tákni kúgunar og niðurlægingar,
brotið rimla kvennabúranna og
streymt út á vígvöllinn“. Ein af
hetjum byldngarinnar á Kúbu er
konan Teté Puebla sem fór fyrir
herdeild kvenna sem neitaði að
sitja heima á meðan karlarnir byl-
tu þjóðfélaginu. Sjálfur Fidel Cas-
tro barðist fýrir rétd kvenna til
að taka upp vopn með rökunum
að konur væru betri hermenn en
karlar vegna þess að þær byggju
yfir meiri aga.
Það er kannski mergur málsins. í
sögunni sem rituð er af sigurveg-
urum byltingarinnar á Kúbu er
þátttaka kvenna í stríðum sett
fram sem sigur kvenfrelsisbarát-
tunnar frekar en að þær hafi verið
kallaðar til verka til að styrkja
vígstöðuna sem er þó nær sanni.
Þegar nauðsynlegt er að styrkja
herina er hugmyndum um hina
sterku konu vígvallarins fleytt
fram til að hvetja konur til dáða.
Táknmyndir kvenfrelsis eru því
ekki alltaf settar fram af konum
sem krefjast frelsis heldur býr
stundum (jafnvel oft) annað að
baki. Það er því undir hælinn lagt
hvernig kvenfrelsisbaráttan er háð
og hvaða viðmið eru notuð sem
merki um árangur. Hér á landi
var eðlishyggjan til langs tíma all-
sráðandi í kvenfrelsisbaráttunni:
Konur voru álitnar vera hag-
sýnni, meðvitaðri um umhverfið,
lýðræðissinnaðri og síðast en ekki
síst friðsamari. Hugmyndin um
mæður sem myndu aldrei senda
syni sína í stríð var ríkjandi og
notuð sem rök fýrir því að konur
ættu jafnvel meira erindi á val-
dastóla en karlar.
Ferill kvenna á valdastólum gefur
hins vegar ekki tilefni til að ætla
að þær séu sérstaklega friðsamari
en karlar. Margrét Thatcher be-
itti hervaldi miskunnarlaust gegn
Argentínu í Falklandseyjastríðinu
og viðbrögðum hennar við
kjarabaráttu breskra kolanámu-
manna getur aðeins verið lýst sem
herskáum. Sem forsætisráðherra
Israela gaf Golda Meir hernum
fyrirskipun um að sýna vægðar-
leysi í Yum Kippur-stríðinu og
fékk nafnbótina „Járnfrúin“ lön-
gu áður en Thatcher hlotnaðist sá
heiður. Arfleifð Elísabetar 1. Bre-
tadrottningar er aukið veldi sem
sótt var með hervaldi og varla
verður sagt að Katrín mikla hafi
setið á friðarstóli. Svona mætti
lengi telja en þess ber að geta að
konur sem hafa náð slíkum völ-
dum gera það í skjóli karllægra
gilda og með því að samþyk-
kja þann valdastrúktúr sem ríkir
fyrir. Þannig gangast þær inn á
hervaldið og verða jafnvel enn
harðskeyttari en karlarnir til að
sanna sig í hlutverki þjóðarleiðto-
ga. Fyrir það öðlast þær sess í sö-
gunni og hljóta langan valdaferil
að launum.
Ef við viljum halda í hugmyn-
dina um móðurina sem sendir
son sinn ekki í stríð þá verðum
við að viðurkenna að ofangre-
indar konur eru ekki „alvöru
konur“. Það er frekar hæpið því
þá lendum við í þeirri gryfju að
skilgreina hvaða eða hvers kyns
konur eru ekta og hverjar ekki.
I baráttunni um jafnan aðgang
kynjanna að völdum er erfitt
að ætla sér að skilgreina hvaða
konur eiga rétt á auknum völdum
////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////M^
38